Alþýðublaðið - 13.05.1965, Blaðsíða 1
Handritafrumvarpið afgreitt til 3. umraeðu
Allar tillögur and-
nna felldar
Reykjavík, 12. maí EG.
FRUMVARPIÐ um afhendingu handritanna var afgreitt til
þriðju umræðu í danska þinginu í dag. Breytingartillaga frá íhalds-
þingmanninum Poul Möller um að fresta afgreiðslu málsins og taka
upp nýja samninga náði ekki fram að ganga, né heldur tillaga frá
Börge Didriksens um að undanskilja Flateyjarbók og Codex Regius
í afhendingarskránni. Aksel Larsen og stuðningsmenn hans greiddu
atkvæði með andstæðingum okkar í handritamálinu við þessa um-
ræðu málsins. Þriðja umræða um frumvarpið fer væntanlega fram
á þriðjudag.
Firi myndin: Birgir Finnsson forseti sameinaðs þings, Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra og Bjarni
Benediktsson forsætisráðhcrra. Neðri myndin: Forseti íslands segir Alþingi slitið.
Þingslit
r
I
FORSETI ÍSLANDS Asgeir As-
geirsson sleit Alþingi síðdegis í
gær. Forseti Sameinaðs þings,
Birgir Finnsson, lauk þingstörf-
um með því að gefa yfirlit um
gang mála, en þetta þing hefur
vcrið eitt hið starfsamasta og af-
kastamesta um árabii.
Þingið stóð í 175 daga, og voru
laaldnir 235 þingf-indir. Alls voru
lögð fram 74 stjórnarírumvörp og
Framh. á Ids. 4.
Alþýðublaðið ræddi í kvöld við
Stefán Jóh. Stefánsson, sendi
herra íslands í Kaupmannahöfn,
og tjáði hann blaðinu^ að önnur
innræða um frumvarpið um af
hendingu handritanna hefði far
ið fram í danska þinginu í dag
Stóðu umræður um málið allan
daginn og voru harðar.
Framsögumaður meirihluta
handritanefndarinnar var jafnað
; armaðurinn Dupont. Gerði hann
grein fyrjr afstöðu meirihlutans,
en hadn skipa, jafnaðarmenn,
radikalar og nokkrir af fulltrúum
vinstri flokkíins i nefndinni.
Poul Möller formaður íhalds
flokksins naælti fyrir áliti minni
hlutans og bar hann jafnframt
fram tillögu á þá lundf að af
greiðslu málsins yrði frestað og
nýir- samningar teknir upp við
Islendinga. Þessum tillöguflutn
ingi Möllers var svarað með því
að nefndarmeirihlutinn ásarnt
Erik Eriksen, bar fram tillögu um
að halda áfram afgreiðslu máls
ins og afgreiða það til 3- um
ræðu. Var þessi tillaga samþykkt
með 99 atkvæðum gegn 62 og
tillaga Pouls Möllers þar með
felld. Á móti þessari tillögu
greiddu allir íhaldsmenn atkvæði
hluti vjn'-tri flokksins, Aksel Lar
sen og fylgismenn hans tíu að
tölu- Vakti stuðningur Larsens
við tillögu Möllers talsverða at
hygli. Tveir af þingmönnum í—
baldsflokksins, Hanna Busch og
Testrup lýstu því þó yfir við at
kvæðagreiðsluna, að þau mundu
styðja frumvarpið óbreytt við 3.
umræðu.
Börge Didriksen guðfræðiprá
féssor flutti tillögu um að Flat
Framhald á 4. síðu
Manns
saknað
Reykjavík, 12. maí
SAKNAÐ er manns, er dvaldist
hjá skyldfólki sínu í Garðnhreppi
og fór þaðan um eitt leytið á
þri>ðjudag þeirra erinda að leita
læknis.
Maðurinn heitir Ólafur Jónsson
frá Fifustöðum í Arnarfirði, og
er rúmlega þrítugur að aldri. Eru
þeir sem hafa orðið hans varir síð
an eftir hádegi á þriðjudag vin-
samlega beðnir að láta lög;-egluna
í Hafnarfirði vita.
TILRAUNIN
MISTÓKST
Skipstjérinn gafst upp
Reykjavík 12. maí OÓ.
VARÐSKIPÍÐ Þór kom í dag, laust eftir kl. 16, til Neskaup-
staðar með brezka togarann Aldershot GY 612. Niðaþoka var þar
þegar skipin komu inn. Var þá liðin nærri sólarhringur síðan tog-
arinn var tekinn að ólöglegum veiðum út af Vopnafirði Eins og Al-
þýðublaðið skýrði frá í gær voru fjórir skipverjar af varðskipinu
settir um borð í togarann en hann lagði á flótta með þá innan-
borðs og Þór veitti honum eftirför.
Eltingarleikurinn stóð yfir í 17
klukkustundir, og fylgdist Þór
með togaranum allan þann tíma
þrátt fyrir að svartaþoka var á
þessum slóðum mestallan tfmánn.
Skipstjóri Aldershot, Leslie
Cumby 34 ára að aldri, neitaði
að gefast upp og snúa til liafnar á
íslandi, þrátt fyrir ítrekuð til-
mæli, skipherra Þórs, Guðmund-
ar Kjærnested, varðskipsmann-
anna um borð í togaranum og út
gerðarinnar.
Með birtingu í morgun, eða kl.
rúmlega fjögur ákváðu varðskips
mennirnir um borð í togaranum
að láta til skarar skríða og taka
völdin af skipstjóranum. Gekk
það allt fljótt og vel fyrir sig og
I urðu engin meiðsli á mönnum við
valdatökuna, og varð skipstjórinn.
hinn meðfærilegasti á eftir. enda
voru sjö varðskipsmenn settir um
borð í Aldershot til viðbótar og
voru þar með 11 alls um borð i
togaranum.
Þegar þetta átti sér stað voru
skipin stödd miðja vegu milli ís-
lands og Færeyja, eða um 120
mílur austur af Dalatanga. Síðan
var haldið beint til Neskaupstað
ar og komu skipin þangað upp úr
kl. 16 í dag eins og fyrr er sagt.
Réttarhöld yfir Cum.by hefjast
í fyrramálið kl. 10, en þetta er
í annað skipti sem hann er tekinn
að ólöglegum veiðum hér við land.
Cumby hefur verið skipstjóri á
Aldershot í 18 mánuði, en skipið
er 427 tonn að stærð og smíðað
árið 1959.
Munið
Síminn er 22710
Moskva 12.5. (NTB—Reuter.)
Sovézka tunglflaugin Luna ff
lenti á tnnglinu í kvöld um klukJh
au 20 s(S áslenakum tíma. Víd
indamenn ætluðu að freista þess
að láta fíaugina fara mjög hægt
síðasta spölinn tjl tuuglsins, þann
ig að tæki hennar gætu aflað sem
nákvæmas'ra upplýsinga og jafn
vel haldið áfram iað starfa eftir
Framh. á 4. siðu.
Sambandi Bagdad
og Bonn slitið
BAGDAD, 12. maí (NTB-Reut-
er). — írak sleit í dag st.iórnmála
sambandi við Vestur-Þýzkaland
þar eða Bonn-stjórnin liefur viffi
urkennt ísrael.
í Alsír sagði blaðið „Le Peuple“
í dag, að viðurkenning Vestur-
Þýzkalands á ísrael væri ögrun,
sem Arabaríkin mundu svara.