Alþýðublaðið - 13.05.1965, Blaðsíða 16
ili
*
'ts'ZÍK,
Mennirnir frá AELIS II líta í kringnm sig á Keflavíkurflugvelii. Þetta var í fyrsta skipti í
marga mánuði sem þeir höfðu séð Iandslag sem ekki var livíU. Myndir: JV.
Rvík, 12. maí — ÓTJ
HRF.SSIR og kátir komu íbúar
íseyjarinnar ARLIS II til Kefla
víkur í morgun. Þangað voru
þeir fluttir með ísbrjótnum
EDISTO, sem brotist hafði að
eynni til að sækja þá-og tæki
þeirra.
Carl sagði að þeim hefði liðið
ágætlega, síðustu dagana, eins
og reyndar alla aðra daga sem
þeir höfðu átt á ARLIS II. Þó
sagði hann að þeir hefðu verið
orðnir nokkuð óþreyjufullir,
þegar EDISTO seinkaði hvað
eftir annað.
— Ykkur finnst þá líklega
gaman að vera komnir aftur til
siðmenningarinnar?
Johnstone kinkar kolli, en
það bregður fyrir efa í svip
hans. Tvær Rolls Royce flug-
vélar frá Loftleiðum eru rétt
að aka framhjá okkur með ægi-
legum gný, og þórdunur berast
frá nokkrum þotum sem setja
„eftirbrennarana” á. Flugvall-
Framh, á 4 síðu.
Commander Nickersou, skip-
herra ísbrjótsins sagði að þeim
hefði sózt ferðin seint að eynni.
ísinn hefði verið geysiþykkur
og harður fyrir, og EDISTO
hefði víða ekki megnað að
brjóta hann, þó að rennt væri
á spöngina á fullri ferð.
Nokkrum sinnum fór skips-
höfnin út á ísinn og kom fyrir
sprengjuhleðslum, en þær urðu
ekki til annars en að gera
svarta holu í ísinn. Commander
Nickerson, sem er þaulreyndur
af margra ára siglingum um ísa
svæði sagði að þegar svo væri
gætu þeir ekkert gert annað en
bíða eftir að móðir náttúra
kæmi þeim til hjálpar, og
bryti ísinn á einhvern hátt.
Fréttamaður Alþýðublaðsins
hafði tal af nokkrum eyja
skeggjanna, m. a. af Carl John-
stone, en hann var síðastur
manna um borð í ísbrjótinn.
Commander John D. Nick-
erson, skipherra EDISTOS.
Isbrjóturinn EDISTO,
SAMKEPPNILOKIÐ UM TEIKNINGAR
AF DAGHEIMILUM OG LEIKSKÓLUM
Reykjavík 12. maí ÓTJ.
SAMKEPPNI sem Borgajstjórn
efndi til, um teikningar af dag
■heimiium og leikskólum fyrir
Reykjavík er nú lokið og verðíaun
Um verið úthlutað. Á fundi með
ífréttamönnum og öðrum gestum
pkýrði Birgir ísleifur Gunnarsson
borgarfulltrúi frá úrslitum, en
hann var formaður dómnefndar
í útboðslýsingum var þess get
ið að við mat á tillögum yrði eink
um liöfð hliðsjón af því hvernig
eftirfarandi atriði væru leyst; 1-
Afstaða og aðkomumöguleiki að
byggingunni. 2. Tengsl móttöku
og fataherbergis við leikstofur,
snyrtingu og útileiksvæði. 3-
Stærð og fyrirkomulag snyrtiher
bergja. 4. Staðsetning skrifstofu
forstöðukonu; afstaða hfennar til
annarra hluta byggingarinnar, svo
og vistarverur starfsfólks. 5. Nýt
Framh. á bls. 4.
45. árg — Fimmtudagur 13. maí 1965 — 106. tbl.
Kosið í Landsvirkjun
og Rannsóknaráð
SAMEINAÐ ÞING kaus á fundi
sínum í gær fulltrúa Alþingís í
hið nýja Rannsóknarráð, þrjá
menn í stjórn Landsvirkjunar og
tvo nýja varamenn í bankaráð
Landsbankans. 1
í rannsóknarráð voru þessir
kosnir:
Davíð Ólafsson,
Jönas Pétursson,
Sveinn Guðmundsson,
Benedikt Gröndal,
Ásgeir Bjarnason,
Helgi Bergs,
Einar Olgeirsson.
Varamenn voru þessir kosnir:
Matthías Bjarnason,
Bjartmar Guðmundsson,
Jónas Rafnar,
Sigurður Ingimundarson, -
■ Ingvar Gíslason,
Jón Skaftason,
Gils Guðmundsson.
Fulltrúar Alþingis í stjóm Lands
virkjunar voru kjörnir þessir:
Árni Grétar Finnsson,
Baldvin Jónsson,
Sigtryggur Klemensson.
Varamenn:
Einar Oddsson, sýslumaður,
Óskar Hallgrímsson,
Þorst. Sigurðsson bóndi.
Við lát Ólafs Thors og brottför
Gunnars Thoroddsen hafa þeir
orðið aðalmenn í bankaráði Lands-
bankans Matthías Á. Matthíessen
og Sverrir Júlíusson. Voru kjörn-
ir nýir varamenn í þeirra stað,
þeir Árni Vilhjálmsson prófessor
og Eyjólfur K Jónsson ritstjóri.
Shastri heimsœkiv
Sovétríkin
Moskvu 12- maí (NTB-Reuter.)
Forsætisrálheilra Indjands,
Dal Bahadur Shastri, ræddi í dag
við sovézka leiðtoga í Kreml,
skömmu eftilr komu sína til
Moskvu þar sem hann verður í
vikulangrj opinberri heimsókn-
Shastri átti fyrst undirbúnings-
fund með Kosygin forsætisráð-
herra og ræddi síðan við Mikoyan
forseta. Hann ræðir nánar við
Kosygin á morgun um samskipti
Indverja og Rússa og alþjóða-
mál. Þetta er fyrsta heimsókn
Shastris til Sovétríkjanna.
Dagar víns og rósa
sýnd unglingum
MYNDIN hér að neðan er úr kvik
myndinni „Dagar víns og rósa“,
sem Austurbæjarbíó hefur sýnt
undanfarnar vikur, við mikla að-
sókn. Kvikmyndin hefur vakið
óskipta athygli þeirra mörgu, sem
hana hafa séð. En hún f jallar íun,
á raunsæjan og ógleymanlegan
hátt, afleiðingar áfengisnautnar-
innar, og hversu drykkjutízkan
Orkar á einstaklinginn, hrekur
hann og hrjáir og skilur loks við
hann í hinni dýpstu niðurlægingu,
En þrátt fyrir alla þá mannlegu
eymd og spillingu, sem áfengis-
tízkan leiðir af sér og þarna er
túlkuð af hinni mestu snilld, er
neista vonarinnar, um bjartara og
betra líf, ekki gieymt. Myndin er
voldug viðvörun öllum þeim, sem
rétta vilja Bakkusi litlafingurinn,
Frh. á 4. síðu.