Alþýðublaðið - 13.05.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.05.1965, Blaðsíða 6
DE GATJLLE hefur orðið fyrir einu versta áfalli, sem hent getur einn Frakka: Kokkurinn hans hefur sagt upp eftir sjö ára lýjandi starf í Elysée-höilinni. Fyrir stríð starfaði kokkurinn, Bernard Cormier, sem nú er 45 ára gamall, hjá fólki eins og Morgan, Vanderbilt og Windsor. Fyrir de Gaulle hefur hann verið hreinasti fjársjóður, en nú eru taugarnar búnar og jafnvel boð um 6000 króna laun á viku freist- aði hann ekki tii að vera um kyrrt. Hann ætlar þó ekki að hætta alveg, því að hann hyggst opna sitt eigið veitingahús. Eftirmaður hans í Elysée er Roland Pelosis, sem í 15 ár hefur verið kokkur í íranska flotanum. — ★ ~ MARGIR amerískir læknar standa í þakk lætisskuld við Lucy Baines Johnson. Þegar hún tók upp á því að láta gera göt á eyrna snepla sína vegna eyrnalokkanna upp á gamla móðinn, þá varð slikt náttúrulega að „stautus-symbóli" — og margar amerískar stúlkur urðu sér síðan úti um slík göt með „do-it-yourself‘“ aðferðinni. Niðurstaðan varð £ mörgum tilfellum sú, að eyrnasneplar bóignuðu og alls konar mein hlupu í þá, svo að hinar ungu dömur urðu að leita læknfs til að koma sneplunum í lag á ný. _ _ _______ — ★ — AMERÍSKUR prófessor, Max Kleiber, við háskólann £ Kaliforníu hefur með tilraunum gengið úr skugga um, að í músakjöti séu tólf sinnum fleiri hitaeiningar en nautakjöti. Mælir hann af þessum sökum með því við geimferðayfirvöld, að í framtíðinni verði geim farar látnir borða músakjöt. — ★ ~ HARÐASTA gagnrýni, sem Picasso hefur orðið fyrir vegna listar sinnar í mörg ár, eru orð Lady Summerskill, sem um daginn fór á Tatelistasafnið til að skoða málverk hans „Þrír dansarar", sem safnið hafði keypt fyrir gífurlegt fé. Hún sagði að heimsókninni lokinni: — Nú skil ég hvers vegna ekkert annað land í heiminum vildi eiga það, og að við Englendingar vorum einir nógu vitlausir til að vilja kaupa það. Þetta er hreint klessuverk, án minnsta listar- heista. — ★ ~ LUDWIG ERHARD, kanzlari Vestur- Þýzkalands, var fyrir skemmstu í opinberri heimsókn í rafmagnsverksmiðjum Heinrich Dietz í Mulheim í Ruhr — og á ferðinni um verksmiðjuna sagði sá, er vísaði leið- ina: — Vill herra kanzlarinn gjöra svo vel og halda sig svolítið lengra til vinstri. — Sjálfsagt, sagði Erhard hlæjandi, og á kosningaári gæti það meira að segja verið talsvert nytsamlegt. - * - í FRANSKA blaðinu „Castronomie" er eftirfarandi auglýsing, sem ef til vill má taka sem tímanna tákn: , „Ung stúlka, sjálfstæð í stjórnarstöðu, hestakona, tennisleik- ari, með bílpróf og flugpróf, óskar eftir, með hjúskap síðar fyrir augum. að kynnast aðlaðandi ungum manni, sem er góður kokkur." — ★ — í REIKNINGUM Carlo Pontis fyrir myndina „Dr. Sjívagó" stend- ur: 5 pakkar hu:idakex, 1 kláfshnúta, 2 gúmmíboltar (konto: Boris). er uppáhaldshundur hinnar fríðu Geraldine, dóttur Chaplins, og í mörgom senum í myndinni hefur hún hundinn með sér. Og því vildi Geraldine. að komið væri fram við hundkvikindið, eins og xáunverulega filœstjörnu . . . og það féllst Ponti á. — ★ ~ ÖKUMAÐUR í Miinchen hafði um daginn hengt svohljóðandi skilti í afturgluggann á bílnum sínum, og mættu margir hér gera slíkt hið sama: „Varlega! Ég ek ekki eins vel og þér haldið kann- ski.“ STJÓRNMÁLAMENN, sem ekki geta staðið við kosningaloforð sín, segir sá reyndi, gerðu rétt í að endurtaka þau í það óendanlega eftir kosningar, svo að fólk nenni ekki lengur að hlusta á bau. BAK ViD TJÖLDIN á. ' • -/ . ..L • : —: 6 13. maí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ : *• ♦:♦:¥:■£ x :*:♦:■> lJK — HVERS vegna varð sím stórinn svona reiður, þegar þú spurðir hann, hvort við fengj um ekki síma bráðum? — Hef ekki liugmynd um það — ég spurði bara, hvort þeir notuðu fræ eða plöntur í síma- staurana' 73 ÁRA gömul piparmey í Sydney keypti um daginn vet urgamlan fola vegna þess að hann kyssti hana. Hún var bú in gð koma þrjá daga í röð á rr^rkaðinn, en gat ekki gert upp við sig hvern af þrem fol um hún ætti að kaupa. Það, sem olli úrslitum, sagði hún( var, að sá, sem hún keypti, hallaði sér út úr stíu sinni „og kyssti rnig eins og fullkominn séntilmaður". Verðið var 5-552 pund- TÖNLISTARSAMKEPPNI „Hvernig eiga hljómsveitar- stjórar að öðlast reynslu, ef þeir fá ekki að stjórna — og hvernig eiga þeir að geta stjórn að, ef þeir hafa ekki reynslu?” spurði Leonard Bernstein, stjórn andi New York Philharmonic hljómsveitarinnar eitt sinn- Svar við þessari spurningu, sem í fyrstu virðist ósvaranleg, var nýlega gefið í fjórðu Dim- itri Mitropoulos tónlistarsam- keppninni. Samkeppni þessi var fyrst haldin árið 1961 í því augnamiði að stuðla að menn- ingarsamskiptum þjóða og til að heiðra minningu hins mikla hljómsveitarstjóra, sem sam- keppnin er heitin í höfuðið á. Fyrstu tvö árin var samkeppn- in haldin fyrir píanóleikara, en síðan snéru menn sér að atriði, sem býður upp á miklu færri moguleika, nefnilega hljómsveit arstjórn.j Viðbragðin við þeirri tilraun voru svoijákvæð, að stjórnendur keppninriar ákváðu, að framveg- is skyldi keppnin vera á þessu sviði. Tala verðlauna var tvö- földuð, úr þremur í sex, og þessir sex sigurvegarar fá jafn há verðlaun, og er auk þess tryggð vinna sem aðstoðar stjórnendur við helztu hljóm- sveitir Ameríku. BRÉFASKIPTI 18 ára Portúgali óskar eftir að komast í bréfasamband við ís- lenzkar stúlkur á aldrinum 16 til 18 ára. Hann getur skrifað á ensku, frönsku eða sDænsku. Hann segist vera 1,70 cm- á hæð, með brún augu og dökkur á vanga. Heimilisfangið er: David Edgar Dias Duraes Rua Vera Cruz No 35, Beirro Cova da Piedade Portugal Leonard Bernstein, sem í fyrra var leiðbeinandi sigurveg- aranna og valdi sér sjálfur þrjá þeirra að aðstoðarmönnum, var líka í þetta skipti forustumaður í kviðdómi 9 manna frá ýmsum löndum. Þátttakendur — alls 37 — og allir undir þrítugu- — komu til New York alls staðar að úr heiminum, frá Japan og kín- verska „alþýðulýðveldinu” í austri, frá Argentínu og Uru- guay í suðri, frá ýmsum Evrópu löndum og ýmsum hlutum BandaWk|anna. Alls áttu 18 þjóðir fulltrúa þarna. Það var erfitt verk að skera úr um sig- urvegarana, og fyrir þátttakend- ur var þetta geysileg tauga- spenna, fyrst og fremst í fyrstu prófunum. Það tók heila 10 daga að fækka þátttakendum úr 37 ofan í 26, og síðan ofan í 18 í undanúrslitum. Þá þurftu þátt- ^''"illKrjliilllllllllUIDIIIIIIlilllIUllllliJillllliillililiiilllllUIIIIIIIIIIIIIIIIilJlllliIllllllllllllliJ g Ekki eru állir sammála um jg efnahagsaðgerðir brezku j§- stjórnarinnar og það nýjastá jj er, að Shawcross lávarður ■ sem eitt sinn var verzlunar jj málaráðherra í stjórn Attl ■ ees, hefur ráðizt á stefnuna, §j sem hann telur miða að því jj að gera Stóra Bretland að : Litla Bretlandi- Telur hann m ráðgjafa stjórnarinnar ekki jj ráða henni heilt í þessum g efnum, en með ráðgjöfum á j§ hann við hina kommúnisfí k H vinsamlegu Ungverja Balogh ■ og Kaldor. Annars var þessi jj inngangur hafður til að 1 koma því að, að á meðal j§ brezkra embættismanna ■ ganga þeir félagar undir. m nöfnunum Buda og Pest. — Jj Þess skal að lokum getið að takendur að lesa óþekkt verk við fyrstu sýn og auk þess stjórna kórverki eftir Mahler á- samt hluta af 3. píanókonsert Prokoffiefs til þess að sýna hæfi leika sína til að starfa með ein- söngvurum og einleikurum. „Við leitum að tveim mögu- leikum,” sagði Antal Dorati frá BBC í Bretlandi, „þeim, sem er beztur á þessari stundu, og þeim, sem gæti verið beztur.” Þeir tíu, sem „lifðu af” þetta erfiða próf, fengu að stjórna fyr- ir boðsgesti. Eftir það voru svo sigurvegararnir sex valdir en svo voru menn jafnir, að Leon- ard Bernstein tók það upp hjá sér að veita tvenn aukaverðlaun: silfurpening og fjárupphæð stúlkunni Dalish Atlas frá ísra el og Vladimir Kojoukharov frá Búlgaríu. Sigurvegararnir sex fengu all- Framh. á 10. síðu. Shawcross er nú fulltrúi frjálslyndra í lávarðadeild -inni- ■ ■ - l!|8l!lffilll!ÍllliUlllillli!Illllllllllllii!lil!llinillllllllllllliWIIliliÍ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.