Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — RitstjórnarfuII-
trúi: Eiður Guðnason. — Simar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 1490G.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Frentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
SUNDRAÐ UÐ
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur frá fæðingu ver-
ið pólitískt lausaleiksbarn. Málfundafélag jafnaðar-
manna var móðir þess, Sósíalistaflokkurinn faðir,
en forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, Hermann
Jónasson, var yfirsetukonan. Vandinn við þetta allt
. saman er sá. að faðirinn hefur enn ekki fengizt til
að gangast við króanum og gegna skyldum sínum
við hann.
Það var hugmynd Hannibals Valdimarssonar frá
■upphafi að kljúfa Sósíalistaflokkinn, skilja eftir fá-
mennan hóp hreinna kommúnista, en ná öðrum
flokksmönnum í Alþýðubandalagið. Lúðvík Jósefs-
,son átti að gera þetta framkvæmanlegt, en honum
j hefur orðið lítið úr verki.
Nú er reynt mjög til að fá stofnað alþýðubanda-
lagsfélag í Reykjavík, og á það að ráða úrslitum um
i breytingu bandalagsins í stjórnmálaflokk. En það
stendur á Sósíalistafélagi Reykjavíkur, þar sem hinir
í -eiginlegu kommúnistar eru hvað sterkastir. Þeir
’ svara ékki einu sinni bréfum Hannibals, að því er
Frjáls þjóð upplýsir.
Alþýðubandalagið, Sósíalistaflokkurinn og Þjóð
j varnarflokkurinn eru í algerri upplausn, og þar er
hver höndin uppi á móti annarri. Skoðanir forustu-
manna og flokksmanna eru gerólíkar og eiga litla
samleið. Sumir eru kommúnistar á kínverskan máta.
' Aðrir eru hægrikommar í anda Rússa. Enn aðrir eru
ekkert nema sósíaldemókratar, þótt þeir vilji ekki
viðurkenna það, og sumir mundu kunna vel við sig
hjá framsóknarmönnum.
Þessi flokkaskipting er sýnilega úrelt. Hér verð-
ur að gerast stórbreyting, sem þó er augljóst, að nú-
verandi leiðtogar valda ekki. Sterkasta afl vinstri
manna í landinu í dag er Alþýðuflokkurinn, heil-
steyptur flokkur, sem að vísu reynir ekki að yfir-
bjóða kommúnista, en nær meiri árangri en þeir í
, kjara-, réttinda- og félagsmálum íslenzkrar alþýðu.
STEFÁN JÓHANN
STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON er kominn
heim frá Kaupmannahöfn, þar sem hann lét af störf-
um sem ambassador íslands fyrir síðustu helgi. Það
var sterkur leikur af íslands hálfu að skipa Stefán
jambassador í Höfn. Hann hafði langa reynslu sem
/stjórnmálamaður, þar á meðal forsætisráðherra, en
var auk þess gjörkunnugur dönskum stjórnmálum
, og þekkti ílesta leiðtoga Dana. Vafalaust hefur Stef-
•án átt mikinn hlut að lausn handritamálsins eins og
jfleiri mála, en hann og frú Helga hafa notið óvenju-
legrá vinsælda í starfi og verið hinir ágætustu full-
. trúar þjóða*’ sinnar.
.«
4 29. maí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TRILLUBATA-
EIGENDUR
f
Hin sívaxandi smábátaútgerð hér á landi hefur staðfest nauðsyn þess,
að trillubátaeigendur gætu tryggt báta sína. Samvinnutryggingar hófu
þessa tegund trygginga fyrir nokkrum árum og var fyrsta trygginga-
féiagið, sem veitti þessa þjónustu. IVIeð trillubátatryggingunum hafa
skapazt möguleikar á, a‘ð lánastofnanir gætu lánað fé út á bátana og
þannig hafa fleiri getað hafið þessa útgerð. Margir bátar hafa gjör-
eyðilagzt undanfarin ár og hafa Samvinnutrygginar með þessu forðað
mörgum frá því að missa atvinnutæki sitt óbætt. Við viljum því hvetja
alla trillubátaeigendur til að tryggja báta sína nú þegar.
SAMVIIVNUTRYGGINGAR
ARKIÚLA 3, SÍMI 3S500 - UMBOD UM LAND ALLT
á horninu
Nýjungar í við-
gerð gatna
★
Ekki aðeins
. m ■ r I •
UNDANFARIÐ hefnr verið unnið
að viðgerð gatna hér í borginni
og með nokkuð öðrum hætti en
áður hefur verið unnið. Áður
hafa göturnar verið bættar, það
er að segja slett í holur og mis
fellur. Nú er það að vísu gert
en síðan er sett þunnt slitlag á
göturnar; Þetta virðist vera miklu
betri viðgerð en áður, því að gat
an verður slétt, en ekki misjöfn
eins og meö hinni aðferðinni.
LENGI IIEFUR gömlum og úr
eltum aðferðum verið beitt í við
haldi gatna og er kominn tími til
að nýjungar séu teknar upp- Verk
fræðingum í þjónustu borgarinn
ar fjölgar stöðugt og nýir úUærð
ir ungir menn koma heim með nýj
ar hugmyndir. Þessar hugmyndir
þurfa að komast í framkvæmd
sem fyrst svo að einhver sómá
samleg mynd komist á framkvæmd
ir okkar á þessu sviði.
UNDANFARIÐ HEFUR verið
unnið að því að rykbinda veginn
frá Elliðaánum og upp á móts
Við Blikastaði. Manni bregður
við að aka þessa leið og koma svo
allt í einu á veginn sem ekki hef
ur verið rykbundinn. Það er eins
og að koma úr heiðskýru veðri
snögglega inn í kafald. Það er á
reiðaniega betra að rykbinda einn
veg á langri leið, en vinna að slíku
á mörgum vegum og á stuttum
spotta á hverjum.
ÉG VIL HVETJA til þess að
vegurinn til Þingvalla verði allur
rykbundinn í sumar^ en ekki lögð
áherzla á aðra vegi, ef nauðsyn
krefst þess- Það er ekki nema eðli
legt, að ekki sé hægt að Ijúka mikl
Nýjungar í við-
gerð gatna
★
Ekki aðeins
gömiu skóbæt-
urnar
★
Heldur einnig
slitlag um leiö
★
Vegurinn um
Almannagjá
um framkvæmdum á stuttum tíma
En það er tvímælalaust betra
að ljúka alveg við eina leið held
ur en að hafa margar undir í einu
og ljúka ekki við neina.
ÉG HELD LÍKA að mér sé ó
hætt að fullyrða, að nú sé unnið
meir eftir föstum, fyrirfram gerð
um áætlunum en áður var. Vega
Framhald á 15. siðu