Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 15
Spurningar
Framhald af 7. síðu.
menntamálaráðherra og kveðja
til hans?
Spurning fundarboðenda var
reyndar orSuð svo: „Telur ráð-
herra svo mikinn ávinning að ís-
lenzku sjónvarpi, að fórnandi sé
stórfé til rekstrar þess, á meðan
aðrar íslenzkar menningarstofn-
anir eru í svelti?”
Með þessu orðalagi telja fund-
arboðendur sig ekki vera að á-
mæla núverandi menntamála-
ráðherra fyrir fjárþröng íslenzkra
menningarstofnana, heldur skýra
frá blákaldri og alkunnri stað-
reynd, sem á sér dýpri og alvar-
legri rætur en hugsanlegt tóm-
læti eins tiltekins ráðherra. Fjöldi
íslenzkra menningarstofnana er
rekinn af algerum vanefnum,
enda hefur þjóðin nú þegar ráðizt
í rekstur svo umfangsmikilla og
fjárfrekra stofnana, að . engin
dæmi eru þess, að jafnfámennur
hópur hafi tekizt slíkt á herðar.
Sjálfum er mér kunnugt um fjár-
þröng og aðbúnað nokkurra menn-
ingarstofnana, sem ég hef unnið
lijá eða átt skipti við: Mennta-
skólans í Reykjavík, Háskólans og
ríkisbókasafnanna tveggja: Lands-
bókasafns og Háskólabókasafns.
Öllum landslýð er kunnugt um á-
standið í húsnæðismálum Mennta-
skólans í Reykjavík, og mun taka
mörg ár að bæta þar um. Fjár-
þröng Háskólans er slík, að jafn-
vel hefur ekki verið unnt að
koma fram sjálfsögðustu umbót-
um í stofnuninni, svo sem nauð-
synlegri vélritunar- og símaþjón-
ustu fyrir háskólakennara, þjón-
ustu, sem hvert venjulegt við-
skiptafyrirtæki telur sjálfsagt að
láta starfsmönnum sínum í té.
Vandræðaástand ríkir einnig í
húsnæðis- og húsbúnaðarmálum
stofnunarinnar. Bygging Háskóla-
bíós var af ráðamönnum Háskól-
ans eflaust hugsuð sem fjárliags-
legt bjargráð fyrir stofnunina,
þótt báglega hafi til tekizt. Og
um ástandið í málum ríkisbóka-
safnanna tveggja er það að segja,
að þar skortir hundruð milljóna
til þess að kippa málum í við-
unandi horf, en það verður aðeins
gert með byggingu nýs þjóðbóka-
safns, þar sem Landsbókasafn
og Háskólabókasafn verði sam-
einuð og auk þess komið fyrir
Þjóðskjalasafni og Handritastofn-
un ásamt öðrum skyldum stofn-
unum, og enn fremur með stór-
felldri eflingu bókakosts þjóð-
bókasafnsins, þannig, að það vaxi
upp í 1-2 milljónir binda. Fyrr
en það hefur verið gert, er ekki
unnt að segja, að þjóðin hafi eign-
azt nauðsynlegan lykil til hvers
konar fræði- og vísindaiðkana. Nú
er liins vegar ástandið þannig í
þessum efnum, að t. d. fær Há-
skólabókasafn einar 400 þúsundir
króna á ári til bókakaupa og bók-
bands og á að þjóna fyrir það fé
m. a. fræðigreinum eins og lækn-
isfræði og verkfræði, þar sem
hvert ritverk getur kostað þús-
undir króna. Bókaverðir safnsins
eru tveir, en við sambærileg söfn
erlendis yrði talið fráleitt að liafa
færri en 10-15 starfsmenn. Um
annan aðbúnað að safninu, svo
sem í húsnæðismálum, er bezt að
fara sem fæstum orðum. Það
rnætti vera íslendingum umhugs-
les skjálfandi röddu að
fénaður þeirra allur skuli
með, ekkert skuli skilið
eftir.
—- Hver sagði þetta
spyr höfðinginn.
—Nú ah, Móses, stam
ar trúboðinn-
— Rétt Móses, hrópar
höfðinginn, og honum
munum við fylgja. Og
allir líta á Móses. Sá
herramaður er lítið hrif
inn af hinu nýja starfi,
en neyðist til að taka
það- Og með ótrúlegum
kiækjabrögðum og hug
kvæmni tekst honum að
koma svertingjunum til
fýrirheitna landsins .
Þeir koma að miklu vatni
sem er ófært yfirferðar
en svertingjarnir eru hin
ir rólegustu. Þeir muna
hyernig Móses gerði við
Rauðahafið. Og þar sem
stífla er við vatnið
skokkar nútima Móse*
þangað til að gera krafta
verk. Eins og sjá má af
þessu er myndin í létt
um dúr, og með ekki ó
skemmtilegri leikurum
ætti hún að vera góð.
Auðvitað fer svo allt
vel að iokum.
flíl
m
p
m
í
kvikmyndir
skemmtnnir
■■■■■■■
dœgurlög ofl.
MYNDIN UM MÓSES
Robert Mitchum og
Caroll Baker fóru ekki
alls fyrir löngu til Afr
íku til að leika í kvik
mynd er ntefnist „Mr.
Moses,” og leikur Robert
þar titilhlutverkið. Það
skal tekið fram að mynd
in er ekki um þann Mós
es sem við ÖLI könnumst
við, heldur er ný saga
og persóna á ferðinni-
Mitchum er demants
smyglari sem dulbýr ferð
ir sínar með því að þykj
ast vera einskonar lækn
ir. Meðul hans og læknis
ráð myndu þó varla
vinna honum virðulegri
nafnbót en ,,skottulækn
ir’“ en hann kemst ágæt
lega af með það: Á ferð
um sínum kemur hann
víða við og kynnist hátt
um svertingjanna.
Eitt af ævintýrum hans
verður til þess að hann
lendir í trúboðsstöð, með
reifað höfuð og hittir þar
fyrir Carroll Baker sem
er dóttir trúboðans- Hún
er trúlofuð ungum
manni úr frumskógarlög
reglunni, en frumskógar
lögreglan stendur í miklu
stríði við að fá ætbálkinn
til að flytjast á annan
stað. Loks dettur höfð
ingjanum ráð í hug, eða
réttara sagt Carroll dett
ur það í hug og tekst að
sannfæra hann. Höfðing
inn kemur út úr kofa
sínum með biblíuna og
rétt í þann mund sem
bardagi er að hefjast
milli frumskógarlög
reglumanna og stríðs
manna hans. Hann fleyg
ir Biblíunni að trúboð
anum og skipar honum
að lesa. Og trúboðinn
Hljómarnir ferðast um landið i
Hér höfum við svo á mánaðarferðalagi um Hljómsveitina skipa (frá
mynd af þeim fjórum
sem eru allra bítla bítla
legastir, og jafnframt vin
sælasta hítlahljómsveit
landsins. Hljómar eru nú
landsbyggðina, því að
ekki mega bændur missa
sinn skammt af tónlist
þeirri er farið hefur sem
flóðbylgja um allan heim-
v. til h.) Erlingur Gunn
ar, Rúnar, og fremst á
myndinni er
Myndina tók
Vilberg.
Pétur.
Jóhann
unarefni, að þjóð eins og ísraels-
menn, sem ekki getur veitt sér
alla hluti í einu fremur en ís-
lendingar, hefur einmitt lagt kapp
á að koma upp sem fullkomnust-
um vísindastofnunum og sem
beztri aðstöðu til visindaiðkana í
landinu, en hefur hins vegar
ekki enn ráðizt í stofnun sjón-
varps.
Ég hygg, að orðið sé timabært
að íslendingar átti sig rækilega á
því, að þeir verða jafnan að gera
upp við sig, hverjar nýjungar í
menningarmálum þeir megna að
taka upp, að þeir verða að velja
og hafna í þeim efnum, ekki síð-
ur, heldur miklu fremur en ísra-
elsmenn. Minna má á, að ís-
lendingar eru svo sérstæð þjóð
sökum fámennis, að þeir munu
vera nær eina sjálfstæða menn-
ingarþjóðin, sem ekki getur rekið
járnbrautarkerfi við hlið bílvega-
kerfis. Og fjölmargar stofnanir,
sem reknar eru með góðum hagn-
aði jafnvel meðal smáþjóða er-
lendis, svo sem útiskemmtistaði
(tívolí), fjölleikahús og dýragarða,
er enn vonlaust að reyna að reka
hér á landi. Engum dettur í hug
að setja á stofn nýja verksmiðju,
t. d. kísilsallaverk eða álbræðslu,
án þess að kanna til fullnustu
bæði markaðshorfur og áhrif
slíkrar stóriðju á íslenzkt at-
hafnalíf í heild. Ekki síður ætti
að vera sjálfsagt, áður en til jafn-
stórfellds fyrirtækis og íslenzks
sjónvarps er stofnað, að kanna
rækilega, hver áhrif það sé líklegt
til að hafa á hinn islenzka menn-
ingarmarkað, ef svo mætti kalla,
en engin slík allsherjarathugun
hefur farið fram, að því er
menntamálaráðherra upplýsti á
fyrrnefndum fundi um sjónvarps-
mál.
Ég vil að endingu taka fram að
óspurðu, að víst tel ég guðs-
þakkarvert, ef íslenzkum ráða-
mönnum tekst að fóta sig á þvf
að takmarka Keflavíkursjónvarpið
við herstöðina eina, jafnframt því
sem þeir setja á stofn íslenzkt
málamyndarsjónvarp, þótt ég að
vísu líti með fullu raunsæi á
stofnun slíks sjónvarps — af íra-
fári, á þessari stundu og við þess-
ar aðstæður — sem ámáttlegt
yfirklór yfir dýrasta axarskaft
aldarinnar.
Þórhallur Vilmundarson.
Grein Gylfa Þ. Gíslasonar
Framhald af 5. síðu.
Noregs. Ástæða þess, að
þessi einfaldi boðskapur
vakti athygli á sínum tíma,
var sú, að um þetta leyti
var það eitt aðalumræðu-
efni íslenzkra stjórnmála,
hverjir væru kostir þess
og gallar, að ísland tengd-
ist Efnahagsbandalaginu
með einhverjúm hætti. —
Andstæðingar ríkisstjórn-
arinnar þóttust finna í
orðum mínum fyrirboða
þess, að ríkisstjórnin
hygðist ganga í Efnahags
bandalagið. Ekkert hefði
þó verið fjær mér en að
ræða sérstaklega aðild ís-
lands að Efnahagsbanda-
laginu við þetta tækifæri.
Það hafði ég gert við fjöl-
mörg önnur tækifæri á
öðrum vettvangi. Þegar
frá líður, verður þess ef-
laust minnzt sem eins af
mörgum dæmum um það,
hversu oft skorti á hugar-
ró og heilbrigða dóm-
greind í umræðunum um
Efnahagsbandalagsmálið,
að ekki skuli hafa mátt
benda á jafnaugljósa stað-
reynd og þá, að áhrif stór-
velda og ríkjabandalaga
fari nú vaxandi, en áhrif
smáríkja að sama skapi
minnkandi, án þess að það
hafi verið túlkað sem
stefnuyfirlýsing um, að
ísland ætti skilyrðislaust
að ganga í Efnahags-
bandalagið.
Mér þykir það miður,
að mætur maður eins og
Jón úr Vör skuli hafa
myndað sér skoðun á því,
sem ég sagði og meinti, á
grundvelli rangfærslna í
blöðum, en ekki texta
ræðunnar sjálfrar, sem
hefur þó verið prentuð.
Ég var ekki að tala um ut
anríkismál- Ég var ekki að
tala um aðild að varnar-
samtökum eða hlutleysi.
Ég var ekki að tala um,
hvort við ættum að ganga
í Efnahagsbandalagið eða
ekki. En ég benti á, að
einangrun okkar hefði ver-
ið að minnka og myndi lík
lega halda áfram að
minnka, tengsl okkar við
aðrar þjóðir hefðu verið
að vaxa og myndu líklega
halda áfram að vaxa. Það
hefði óhjákvæmilega í för
með sér vissa hættu fyrir
þjóðlega menningu jafn-
fámennrar þjóðar og ís-
lendinga. Þess vegna yrðu
þeir að gæta síri vel. Ein-
mitt hin auknu tengsl við
umheiminn legðu íslend-
ingum á herðar ennþá rík
ari skyldur en áður til
þess að standa trúan vörð
um þjóðlegan arf sinn.
Getur það verið, að við
Jón úr Vör séum í raun .
og veru ekki sammálji um
þetta?
ALÞÝOUBLAÐIÐ - 29. maí 1965 15