Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 13
fÆMBí Sími 5 01 84 Hefndin er yðar frú Frönsk úrvalsmynd í CinemaScope. Aðalhlutverk: Jeanne Moreau Jean-Paul Belmondo Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. BARABBAS Hörkuspennandi og viðburða- rík ný ítölsk-amerísk stórrr.ynd í, litum og Cinema Scope. Mynd in er gerð eftir sögunni „Barrab- has” eftir Per Lagerkvist, sem lesin var upp í útvarpinu. Anthony Quinn, Silvana Mang- ano, Ernest Borginie. Sýnd kl. 5. íslenzkur texti. * Bönnuð innan 14 ára. RÖ’fiULLIÍ Hljómsveit Preben Garnov söngkonan Ulla Berg ;■*■■■■■■■■■■■■■«■■■■ Tryggið yður borð tímanlega í sima 15627. Matur framreiddur frá kl. 7. ISRÖÖIILL SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16*2-27 BíIIinn er smurður fljótt og vel. Seljum allar tegundir af smurolíu Auglýsirniasfminn 14906 Áskriftasíminn er 14900 sníkjum og kvabbi. Þú, þú, þitt helvítis litla fífl. Vomandi yfir því, sem aldrei hefur verið. Það þýðir ekkert fyrir þig að liggja þarna og reyna að láta mig halda að ég hafi meitt þig mik ið. Ég veit að ég gerði það ekki Ég gerði það ekki. Hann sparkaði í stólinn- Ég gerði það ekki- Risþur, hvað er það. Þú liggur þarna helvítis svínið þitt og vi'lt að einhver heyrj þetta og komi hingað eða hringi á lögregluna og látj hirða mig- Þú vilt kæra mig ofselja :mig, drepa mig. Ég ætla að skilja við þig. Já, ég ætla að gera það. Ég læt ekki bjóða mér svona, heyrirðu það ha? Heyrirðu það? Svona upp með þig. Á fætur með þig. Hann '■pyrnti fæti við lienni, en hún bærði ekki á sér- — Stattu upp, V— hrópaði hann þá hátt. — Stattu upp segi ég. Hann sparkaði af alefli í mjöðmina á henni. En hún svaraði engu. Hann stóð þarna og starði á hana og þögnin greip hann. Þess; miWa diúpa þögn. Skyldi alltaf vera svona kyrr látt hérna, þegar hún var ein heima? — Þú hefur ekki einu sinni alið mér barn, —Hvæsti hann. — Helvítis óbyrjan þín- Af hverju lá hún grafkyrr und ir þessum ásökunum líka? Hún var þó vön að bresta í grát, þeg ar hann sagði þetta. Lá þarna við hliðina á tréstóln um með rimlabakinu. Við hlið ina á hrörlegu borðinu, sem skjökti til þegar við það var kom ið. Sím'ólið hafði fallið af og lá á gólfinu. Þetta eilífa, sífellda tí—tí—tí fór í taugarnar á hon um. Hann sparkaði í símann. — Stattu upp öskraði hann. Ekkert svar- — Stattu upp, — hvíslaði hann lágt. Rödd hans dó út og hann varð skyndilega óttasleg inn — óttinn var þrúgandi — hræðilegur. ’ Hann hörfaði fáein skref aftur á bak og geislar sólarinnar, er streymdu inn um gluggann féllu á hann. Hann stóð þarna um stund bað aður í gliti sólarinnar, svo snér ist hann á hæl og hljóp að for stofudyrunum- Hann greip um hurðarhúninn Flýja. Flýja. Hlaupast á brott héðan og koma aldrei hingað af+ur. Fara til útlanda — nei, það gat hann ekki, engir pen ingar, ekki neitt. Það er ekki hægt að komast í siglingar. Til Vestmannaeyja á vertíð og þaðan til útlanda, það var eina leiðin- Ljósið streymdi að honum eins FramhaSdssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 10. HLUII flóðbylgjur fylltu augu hans og hann fékk glýju í þau, greip með þeirri höndinni, sem ekki hélt um húninn frir augun. Hann náði aftur valdi á sér og greip dauðahaldi í þá von, að hún væri aðeins meðvitundar laus. Að hún gæti hvorki talað né hreyft sig, því það var hlut ur, sem stóð til bóta . Hún gat ekki verið dáin- Það gat ekki verið. Hann gekk til hennar og lædd ist á tánum. Þegar hann kom að hreyfjngarlausum líkamanum á gólfinu kraup hann á knó. Blóðpollurinn var hættur að vaxa. Lækirnir, sem höfðu gert hann að tjörn voru hættir að renna. Hann snerti hönd henar mjúk lega- — Sigríður, — hvíslaði hann lágt. — Sigríður — sagði hann hærra. — Svaraðu mér, gerðu það. Ég ætlaði ekki að meiða þig, heyrirðu það? Ég er að segja alveg satt, þér er óhætt að trúa mér- Ég ætlaði ekki að vera svona vondur við þig. Svaraðu mpr, gerðu það nú, sva^aðu mér og segðu að þú fyrirgefir mé. Sigríður svaraði engu. Hann greip um úlnlið henn ar og reyndi að finna æðaslátt inn, en fann ekkert. — Það er af því að ég er klaufi, tautaði hann. Hann leit á blóðugan sloppinn, sundurtættan og það fór hroll ur um hann- Hendur hans nálguðust töl urnar á sloppnum. færðust fjær eins og þær dirfðust ekki að snerta handverk sitt komu svo nær, hnepptu tölunum. Hann lagði eyrað að barmi hennar og hlustaði. en lijart sláttur heyrðist eneinn. Þá spratt hann á fætur og þaut inn í baðherbergið, þreif stóra spegilinn, sem hékk þar á veggn um og fór með hann fram á gang. Hann kraup vjð hlið hennar og hélt speglinum fyrir vitum henn ar það lá við að hjartað í hon um hætti að slá af eftirvæntingu og ótta og hann þorði ekki að anda- Það kom engin móða á spegil inn. Hann spratt á fætur purpura rauður í andliti og stóð og starði á hana með spegilinn í höndun um smástund ef til vill eina mín útu ef til vill tvær. Honum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Óttinn, sem hafði nagað hann óx stöðugt. Hvað átti hann að gera? Undarlegt máttleysi kom yfir hann og þegar hann reyndi að hreyfa sig var eins og fætur hans væru grónir við jörðina og neituðu að hlýða honum. Hendur hans losuðu um takið á speglinum og hann féll á gólf ið- Brotin þeyttust út um allt. Hanldleggur Síg)i-íðar var þak inn litlum glerbrotum — litlum glorpérlum, sem sólargeislaiJn ir féllu á og gæddu innra eldi, innra gliti eins og vær þeir gim steinar. Fata viðgerðir SETJUM SKINN Á JÁKKA AUK ANNARRA FATA- VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sími 18446. SÆNGUR Endumýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 Bjarni stöð þarna lamaður og beið þess að eitthvað skeði. Hann vissj ekki hvað, ene eitt hvað stórkoslegt — kraftaverk. Að hún risi á fætur, bærði á sér Sýndi að hún væri ekki dáin. Myrt af honum — manninum hennar. Fætur hans létu loksins undan eins og væru þeir úr deigi og hann settist flötum beinum á gólfið. Skyldi vera að líða yfir hann í fyrsta skipti á ævinni? Honum sortnaði fyrir augum og hann svimaði. En sviminn stóð aðeins augna blik, svo var allt á enda. Hjart sláttur ha(ns varð hægapi tog óttinn ákafari, Hann gróf andlitið í greipum sér og brast í ákafan óstöðvandi grát með þungum ekka. 9 BLAFLI. 1 Einar stóð við hlið Halldórs yfir moldum Rósu. Þeir gengu báðir samtimis frá leiðinu með blömailm frá kröns unum og moldarilminn úr jörð inni í vitum sér- Einar var mjög alvárlegur. Honum virtist líða illa. og hann ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 29. maí 1965 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.