Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 4
 Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Ei'ður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmíðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjaid kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. BYLTING í ALSÍR BYLTING hefur verið gerð í Alsír og einræðis- herranum Ben Bella steypt af stóli. Fregnir frá Alsír eru enn ekki með öllu ljósar og ekki vitað hvað þar nú tekur við, eða hvort breyting verður á stjórnar- stefnu. Ben Bella komst til valda í Alsír eftir að landið fékk sjálfstæði. Ekki leið á löngu þar til hann tók •sér algjört alræðisvald og bannaði þá meðal annars alla aðra stjórnmálaflokka en sinn eigin. Vingaðist hann mjög við stjórnir kommúnistaríkja, en tókst að halda vinfengi við Frakka og fylgdi hlutleysisstefnu. Almennt er talið, að orsök byltingarinnar í Alsír sé ekki sú, að forsprakkar hennar hafi verið ósam- mála stefnu Ben Bella, heldur hafi hér verið um per- sónulegan ágreining að ræða, og þeir, sem nú hafa tekið völdin, muni sízt óvinveittari kommúnistum en Ben Bella var. Þegar Alsír fékk frelsi og sjálfstæði, hafa íbúar landsins sjálfsagt gert sér vonir um bjartari fram- tíð, en þær brugðust, og í staðinn hlaut þjóðin hina verstu einræðisstjórn. Þar var því farið úr öskunni í eldinn, eins og næsta oft vill verða þar sem lýð- ræði hefur ekki náð að festa rætur. Einræðisherrar í anda kommúnismans verða sjaldnast langlífir. Þjóðviljinn hefur undanfarið hampað Ben Bella mjög og íslenzkir kommúnistar ætla að senda lið á pólitíska sirkussýningu, sem fram á að fara í Alsír í sumar. Þeir verða vafalaust fljótir að votta hinum nýju valdhöfum hollustu og trúnað, ef í ljós kemur að það var aðeins Ben Bella sem var vondur, en ekki stefnan. HEIMSÓKN BROSIO HÉR Á LANDI er staddur í stuttri heimsókn framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, ítalinn Maniio Brosio. Hann kemur hingað nú í fyrsta skipti, enda skammt um liðið síðan hann tók við þessu starfi. Sextán ár eru liðin síðan Atlantshafsbandalagið var stofnað. Það er fyrst og fremst varnarbandalag vestrænna þjóða, stofnað til að spyrna við yfirgangi kommúnista. Bandalaginu hefur tekizt þetta svo vel, að síðan það var stofnað hefur kommúnistum ekki bætzt þumlungur lands í Evrópu og bandalagið hef- ur rutt brautina fyrir margvíslegt samstarf á ýms- um sviðum öðrum en hernaðarlegum milli frjálsra þjóða í Vestur-Evrópu. Það var umdeilt á sínum tíma hvort við íslend-’ ingar ættum að gerast aðilar að Atlantshafsbanda- laginu. Reynslan hefur sýnt að þar gerðum við rétt,: enda hefur meirihluti þjóðarinnar í hverjum kosn- ingum síðan lýst fylgi við þá stefnu. 4 22. júní 1965 - ALÞÝflUBLAÐIÐ hannes ©© á horninu J- B. J SKRIFAR: „Þú ræddir isvolítið um þjó'ðhátíðardaginn og gagnrýndir dagskrána á Arnar- hóli. Það var rétt.Hún hefur aldrei verið eins léleg að mínu áliti. Þú slepptir einu, sem vakti athygli bæjanbúa. Aldrei hafa verzlanir lagt eins litla áherzlu á skreyt- ingar í gluggum s'num og nú. Það voru <aðeins nokkrar verzlanir, sem héldu áfram því sem allt af hefur verið, að birta myndir og flögg í gluggunum. En margar hafa hætt við það og er það mjög miður. ÞÁ ER EKKI HÆGT að ganga framhjá því, að opinber yfirvöld drógu nú mjög úr. Færri fánar voru uppi, og skal ég aðeins nefna Fríkirkjuveginn. Nú voru flögg aðeins öðru megin götunn- ar en undanfarin ár hafa allt af verið settir upp „standardar" við Tjömina og hefur það verið mjög fallegt og tilkomumikið- Mig lang- ar að bera upp fyrirspurn: Hvers vegna er dregið úr hátíðahöldun- um með þessum hætti? ÞÚ SAGÐIR, að hátíðisdagur- inn hafi verið okkur til sóma, og ég fellst á það, að fólk var Prútt og siðlátt, en ég læt ekki undir höfuð leggjast, að víta þann fá- bjánaskap, sem kemur fram í tildri og rusli, þannig að börn eru afskræmd og þar eiga foreldrarn- ir alla sök. Þau eru kjædd í ká bojbúninga, jafnvel með byssur við hlið, furðuhatta og allskonar múnderingar. Ég man það, að þú hefur minnzt á þetta áður, eða fyrir nokkrum árum, en svo virð- ist, sem sumir hafa ekki látið sér segjast- KVISTHAGABÚI SKRIFAR: „í bréfi sem þú birtir, var það vítt, hvað mikill sóðaskapur væri á hlaðinu fyrir framan verzlanasam s+æðuna hérna vestur frá. Það var út af fyrir sig alveg rétt, en sá var gailinn, að þessi bygging er •alls ekki hér við Kvisthaga held- ur er hún við Hjarðarhaga. Við hérna í húsunum við Kvistliaga viljum ekki láta bendla okkur við þennan sóðaskap". ÞETTA ER RÉTT. Kvistliagi sfóð í bréfinu og ég athugaði ekki villuna. Þetta er við Hjarðarhaga. Hlaðið mun hafa verið hreinsað eftir að bréfið birtist, en ég sá það á laugardaginn, að aftur hef ur sótt í sama horfið- „SNEMMA Á FERLF‘ skrifar: „i dag er 17. júní. Um klukkan 10 leit ég út um eldhúsgluggann og sá eina húsmóðurina við Hring- brautina, sem var að hreinsa leik- völliim, tína saman bréf og ann- an hroða, og stafla upp timbur- braki eftir börnin- Þetta var sjálf- boðavinna, sem minnti mig á ræðu Guðmundar heitins Bárðarsonar, sem hann hélt á Samkomunni á Borðeyri 1911, á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Þá vorum við íslendingar, þó fáir, fátækir og fákænir værum. AUÐVITAÐ ÁTTI OKKAR ÁGÆTA höfuðborg að sjá um þrifnað á vellinum, hún á hann, eins og aðra leikvelli. En konurn ar bregðast aldrei, þó karlmenn- irnir gleymi skyldum sínum. Þessi alþýðukona á frekar skilið þakklæti og viðurkenningu þjóð- félagsins en þeir, sem fínna eru klæddir. Hún lét verkin tala. SVO FÓR ÉG VÍÐA í BORG- INA, og við Uppsalahornið mætti ég aldraðri konu, sem spurði hvar Minni skreyting- ar 17. júní ★ Færri fánar settir upp ★ Foreldrar, sem afskræma börn sín ★ Litast um í borg- inni snemma morguns ★ Ekki Kvisthagi, heldur Hjarðar- hagi Vesturgata væri- Sú gamla og góða gata er alveg tínd í óskapn- aði síðustu ára. Vitanlega gekk ég með konunni og sýndi hvar Vesturgata var. Og svo var það Austurstræti með merki dagsins, sem blessuð börnin selja- Og Landsbankann studdu myndarleg tjöld með „Seven up“, ,,íspinna, „ódýrar blöðrur" og ,,þjóðfrægar pylsur”. Afgreiðsla pósthússins var lokuð, og við dyrnar útlend- ingar i vandræðum. Engar leið- beiningar handa þeim. Já, við er- um menntaðir menn, Yes, eins og gamla konan sagði? Hannes á horninu. STARFSMANN vantar á aðalskrifstofu vora í Tjarnargötu 4. Upplýsingar um launakjör o. fl. eru veittar á skrifstofunni. Umsóknir, ásamt upp- lýsingum um fyrri störf, sendist skrifstofunni nú fyrir n.k. mánaðarmót. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS TJARNARGÖTU 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.