Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.06.1965, Blaðsíða 7
ígz&m ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA Sighvatur Björgvinsson: Starf Alþýðuflokksins í 50 ár Barátta brautryðjendanna og stofnun Alþýðuflokksins NÚ í DAG, þegar rétt ár er til hálfrar aldar afmælis Alþýðu- flokksins og alþýðusamtakanna á íslandi, virðist ástæða til að staldra við stundarkorn og íhuga, hvert hefur verið hlutverk þessa flokks, sem íslenzk alþýða stofn- aði á sínum tíma, hvernig flokk- urinn hefur skilað hlutverki sínu á þessari hart nær hálfu öld, og hverjir eru framtíðarmögu- leikar hans til vaxtar og við- gangs. Barátta brautryðendanna og' stofnun Alþýðuflokksins. Á þeim árum, er Alþýðuflokk- urinn lifði sitt bernskuskeið, voru miklir umbrotatímar í íslenzku þjóðlífi, eins og raunar um alla Evrópu og Norður-Ameríku. — Alþýða manna, sem um alda bil hafði búið við umkomuleysi, fá- tækt og niðurlægingu, samfara þckkingar og úrræðaleysi, var að átta sig á því eina sterka vopni, sem hinir lítilsmegandi hafa yfir að ráða og felst í mætti samtaka. Úr röðum hinna vinnandi stétta stigu fram greindir og stórhuga hugsjónamenn, sem gerðust leið- togar launþega í sókn alþýðu- stéttanna til bættra kjara og auk- inna mannréttinda. Þessir menn vísuðu veginn fram og þeir báru upp réttlætis og mannúðarkröfur með alþýðu manna einhuga á bak við sig, og síðast en ekki sízt, kenndi hin- um afskiptu stéttum þjóðfélagsins að þekkja og viðurkenna styrkinn sem fólst í því, að standa fast saman um sömu kröfur undir sama merki. Þessir brautryðjend- ur og hinar vinnandi stéttir á ís- landi stofnuðu, í beinu framhaldi baráttunnar fyrir bættum lífs- kjörum, stjórnmálaflokk, er skyldi vinna að því á Alþingi og í sveitarstjórnum, að réttlætiskröf- ur verkalýðsins næðu fram að ganga. Flokknum var samin stefnu skrá í anda jafnaðarmanna og eins og öllum mun kunnugt, nefndur Alþýðuflokkur. Alþýðuflokknum var eðlilega illa tekið af yfirstéttum — og þeim, sem með völdin fóru á landi hér. Enda skorti ekki ill- spárnar. Talið var, að Alþýðu- flokkurinn, ^ stjórnmálaflokkur verkalýðsins, myndi bæði verða skammlífur og illþarfur. Fyrir- menn hentu gaman að samtökum verkafólks og töldu það jaðra við þjóðhættulega starfsemi, að laun þegar hefðu uppi áform um að hafa hönd í bagga með stjórn sins eigin lands eða byggðarlags. En á þessum hart nær fimm tugum ára, sem liðið hafa frá því að jafnaðarstefnan hóf innreið sína á Xslandi, hefur það sannast á- þreifanlega, hversu mjög þessir andstæðingar Alþýðuflokksins og jafnaðarstefnunnar fóru villur vega með illspám sínum og úr- tölum. Framfarir, umbætur og breytt viðhorf. Svo miklar og örar framfarir hafa orðið á öllum sviðum þjóð- lífsins í menningarlegu, ' tækni- legu og félagslegu tilliti á þeim stutta tíma, sem liðið hefur frá því að jafnaðarmenn fóru að hafa áhrif á framvindu mála, að þeir sem ungir eru í dag, geta varla gert sér grein fyrir þeim lífs- viðhorfum, sem eidri kynslóðin i átti við að búa á sínum uppvaxt- ■ arárum. TJngt fólk, sem í dag býr við frjálsræði og getur valið úr nægri atvinnu í fjölbreyttu atvinnulífi, getur ekki gert sér fyllilega grein fyrir þeirri sáru fátækt og erfiðleikum, sem feður þess eða afar áttu við að búa þegar meiri hluti vinnufærra manna gekk atvinnulaus mikinn hluta ársins og þóttust hafa him- in höndum tekið, ef þeim tókst að næla sér í nokkrar vinnu- stundir í íhlaupavinnu út um hvippinn og hvappinn, svo þeim gæti auðnast að draga fram líf- ið fyrir sig og fjölskyldu sína. Þingflokkur Alþýðu flokksins 1930. Sjghvatur Bo’örgvinsson Ungt fólk sem í dag kvartar um námsleiða og lestrarþreytu getur heldur ekki gert sér það fullkomlega ljóst, að fyrir aðeins örfáum áratugum var stór hópur ungs fólks, sem átti sér enga heitari ósk en þá, að komast til mennta og vildi öllu fórna til þess að svo mætti verða, enda þótt í flestum tilfellum gæfust engin tækifæri til þess, hversu mjög sem að sér var lagt. i Æskan á íslandi er skipuð dug- legu og efnilegu fólki, sem vinnur hörðum höndum að því að koma sér áfram í lífinu, en hugur ungs fóiks er svo bundinn við það eitt að afla óg eyða. að það gefur sér engan tíma til þess að verða sér úti um þekkingu á því, hverjir sköpuðu og hvernig voru sköpuð þau lífskjör, sem það býr við nú í dag. .Tafnvel má oft fullyrða með réttu, að unga fólkið hafi heldur ekki gefið sér tima til þess að gera sér fræðilega grein fyrir því hver þau liin sömu lífskjör eru, sem því hafa verið tryggð. Mörgum finnst eflaust að hægt miði í framfaraátt frá degi til dags, en ef litið er á þessi síð- astliðnu fimmtíu ár, fá ár, ' scm eru aðeins eins og nokkur lauf- blöð á lífsmeiði hinnar íslenzku þjóðar, þá eru umbæturnar og framfiarirnar, sem orðið hafa, — undraverðar. Stefnumál og markmiff jafnaff- armanna. En nú má vera að einhver vildi .spyrja eitthvað á þessa leið: — Hvaða hlutverki hefur Alþýðu- flokkurinn gengt í íslenzkum stjórnmálum? Koma umbætur og framfarir ekki af sjálfu sér, eftir því sem árin líða, eða hefðu komið hvort sem Alþýðuflokkur og jafnaðarstefna hefðu átt þar hlut að máli eða ei? Til þess að svara þessum spurningum á viðhlítandi hátt, verður fyrst að gera stuttlega grein fyrir stefnu Alþýðuflokks- ins, jafnaðarstefnunni. Framfarir og breytingar til hins betfa koma ekki frekar af sjálfu sér í þjóðfélagsmálum en til dæmis í tækni eða vísindum, — nema síður sé. Fyrst verður hugmynd — í þessu tilfelli stjórnmálastefna — að fæðast og mótast, síðan verður aS kynna hina nýju stefnu fyrir fólkinu og fá það til að aðhyllast hana, og síðast en ekki sízt, þeg- ar fylgi er fengið, verður að raun hæfa hugmyndirnar; framkvæma hina nýju stefnu og tileinka sér þann læi'dóm, sem reynslan af framkvæmdinni veitir. Þá fyrst, þegar sú mikla vinna, sem hér um ræðir, hefur verið leyst af lxendi, eru umbæturnar orðnar að veruleika. Aðalinntak jafnaðarstefnunnax* er lýðræði, ekki eingöngu stjórn- málalegt lýðræði heldur engu að síður félagslegt og efnahagslegt. Jafnaðarmenn leggja álierzlu á það atriði, að enginn einstakl- ingur búi við fyllsta frelsj á með an það sé ckki tryggt, að hanii njóti þeirra kjara, efnahagslegra, og félagslegi’a, að hann geti lifað í samræmi við manngildisdugsjón jafnaðarstefnunnar. Jafnaðar- menn tolja, að enginn einstakling ur búi við traust og fullkomið lýðræði, fyrr en honum sé tryggt bað öryggi að ellihrumleiki eða veikindi muni ekki leiða þann, er fvrir því verður í sárustu fátækt og umkonxuleysi, að enginn ein- staklingur búi í lýðfi’jálsu landi fyrr. en honum sé jafnframt tryggt að skoðanir hans í þjóðfélags og stjórnmálum hafi ekki áhrif á afkomumöguleika hans í mynd atvinnumissis eða tekjurýrnunár, að énginn einstaklingur lifi í í’étt látu þjóðfélagi, ef hann nýtur ekki sanngjai’ns hluta af þeirri framleiðslu og fjármagnsaukningu sem lilýzt af starfi hans. Síðari hluti þess- arar greinar birt- ist í blaðinu á morgun ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. júní 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.