Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir sidtastliána nótt ★ LONDON: — Forseti Ghana, ICwame Nkrumah, hvatti ein- flregið til þess í gærkvöldi, að Harold Wilson yrði formaður Vietnam-friðarnefndar samveldisins. Hann hafnaði þeirri skoðun, að ncfndin gæti ekki verið lilutlaus, e( Wilson væri formaður vegua stuðnings stjórnar hans við stefnu Bandaríkjanna í Vietnam. ★ BERLÍN: — Utanríkisráðherra Austur-Þýzkalands, dr. Loth- ar Bolz, lét af embætti í gær af heilsufarsástæðum. Hann hefur gegnt embætti sínu síðan 1953. Eftirmaður hans er Otto Winzer, cinn af elztu og reyndustu leiðtogum austurþýzkra kommúnista. ★ VÍN: — Mikil hláka í Ölpunuin hefur aftur valdið flóð'um í Austurríki. Á undanförnum vikum hafa stórflóð í Dóná og öðr- um ám valdið miklu tjóni I Austurríki, Júgóslavíu Rúmeníu, Tékkó- slóvakiu, Austur-Þýzkalandi, Búlgaríu og Ungverjalandi. Nú hefur vatnsflóðið aftur á móti lækkaö í Dóná. ★ SAN FRANCISCO: — Johnson forseti má búast við mikl- vm mótmælaaðgerðum gegn utanríkisstefnu hans, þegar hann kemur til San Francisco á morgun til að lialda ræðu í sambandi við 20 ára afmæli SÞ. Búizt er við, að 10.000 manns taki þátt í mótmælaaðgerðum fyrir utan óperúbygginguna þar sem Johnson heldur ræðu sína. Gripið hefur verið til víðtækra öryggisráðstafana. ★ NIKOSIU: — Tilraunir SÞ til að koma á fundi með Maka- riosi forseta og Kutchuk varaforseta hafa ekki borið árangur. Ástæðan er sögð sú, að Makarios vilji ekki fallast á kröfu Kut- cliuks um, að tyrkneskumælandi menn verði skipaðir í sendinefnd þá, sem senda á til ráðstefnu Afríku- og Asíuríkja í Algeirsborg. ★ VARSJÁ: — Pólski kommúnlstaleiðtoginn Wladyslaw Gom- ulka kom í fyrsta skipti opinberlega fram í gær síðan orðrómur Ikomst á kreik um, að hann væri veikur. Gomulka var sólbrúnn •og virtist vel fyrirkallaður, er hann var viðstaddur setningu ný- Jkjörins þings. ★ SANTO DOMINGO: — Viðreisnarstjórn Antonio Imberts Jiershöfðingja í Dóminikanska lýðveldiuu hefur hafnað tiilögum Samtaka Ameríkuríkja (OAS) um myndun bráðabirgðastjórnar. Imbert kveðst þegar hafa myndað bráðabirgðastjórn, sem ailir lýðræðisflokkar standi að. OPINBER HEIMSÖKN UTAN- RlKISRÁÐHERRA SVlWÖÐAR 'i “ Á MÁNUDAGINN koma Torsten | Nilsson utanríkisráðherra Sví- | þjóðar og frú hans til íslands. Hér j munu þau dveljast til föstudags- ins 2. júlí. í för með utanríkisráð- herralijónunum verða þrír starfs- menn sænska utanríkisráðuneytis- ins. Ráðherrahjónin koma til Reykja víkurflugvallar klukkan 3 á mánu- dag og aka þaðan til Ráðherrabú- staðarins og Hótel Sögu. Um kvöld ið sitja þau kvöldverðarboð Guð- mundar í. Guðmundssonar og konu lians í Ráðherrabústaðnum. Á þriðjudagsmorgun fljúga gest- irnir til Akureyrar og snæða há- degisverð í Hótel Reykjahlíð við Mývatn. Um kvöldið, eftir að þau liafa skoðað sig um við Mývatn, snæða þau Jcvöldverð í boði bæj- arstjórnarinnar á Akureyri að liótel KEA og þar munu þau gista um nóttina. Á miðvikudags- morguninn fljúga gestirnir til Reykjavíkur og um hádegisbilið fara þau til Þingvalla, þar sem flutt verður stutt sögulegt yfirlit um staðinn. Síðan verður sezt að snæðingi að Hótel Valhöll og á leiðinni til Reykjavíkur verður komið við hjá raforkuverinu við Sog og Hveragerði skoðað. Kvöld verður snæddur í Reykjavík. — Framh. á 15. síðu. Toppfundi í Alsír sennilega frestað Algeirsborg, 24 júní (NTB— Heuter.) Möguleikar á því iað unnt yrði að halda t,toppfund“ Afríku- og Asíuríkja í næstu viku eins og fyrirhugað hefur verið virtust snjög litlir í kvöld er undirbúnings fundi utanríkisráðherra var frest að í annað sinn. Utanríkisráðherr arnir koma saman á íaugardag en ekkj í dag eins og ráðgert hafði verið- Góðar heimildir herma, að meiri Tilutj fulltrúa, sem tóku þátt í nefndarumræðum í dag, gefi í -skyn að ráðstefnunni verði frestað í marga mánúði. Serkir, Kínverjar -og Indónesar reyndu án árangurs <að fá undirbúningsnefnd ráðstefn funnar til að halda báðar ráðstefn 'urnar samkvæmt áætlun, en meiri liluti fulltrúanna telur byltingar stjórnina ekki hafa fært nægar sánnanir fyrir því að hún sé rtraust í sessi og njóti stuðnings þjóðarinnar. Mótma;laaðgerðir stuðningsmanna Ben Bella fv. for iseta hafa verið daglegur viðburð ui- í þessari viku í Algeirsborg. Fundarstaðurinn verður í ,CIub des Pins“, hverfi einu skammt frá höfuðborgðinni( en ekki í þing húsinu eins og upphaflega var ráð gert- Talð er, að byltingarráðið vilji ekki lialda svo mikilvægan fund í miðborginni, en þar er jafnan efnt til mótmælaaðgerða gegn stjórinni á kvöldin. Fréttaritarar segja að þau lönd sem vilja bíða unz ástandið skýr Framhald á 15. siðu Torsten Nilsson, utanríkisráðherra Svíþjóðar. Bruni í Firðin- um í fyrrinótt Reykjavík. — GO. UPP ÚR miðnættinu í fyrrinótt var leigubílstjóri var við að eld- ur var laus í neðstu hæð hússins Strandgötu 41 í Hafnarfirði. Þar á hæðinni er veitingastofa og kom eldurinn upp í lierbergi inn af eldhúsi. Bílstjóranum tókst að vekja íbúa hússins, en íbúðarhæð- ir eru fyrir ofan og var þar margt fólk í svefni. Komust allir út ómeiddir. Slökkvilið Hafnarfjarðar kom á vettvang og gekk slökkvistarfið greiðlega. í fyrstu var óttast að einhverjir menn væru enn í hús- inu og var sendur maður með reykgrímu um allar hæðir, en fann engan. Slökkvistarfinu lauk um klukkan 2 í fyrrinótt. Skemmdir urðu allmiklar & neðstu hæðinni af vatni, eldi og reyk, en upp í húsið komst hvorkl eldur né vatn, en þar fylltist hins vegar allt af reyk. í kjallara er rakarastofa, sem mun hafa orðið fyrir nokkrum vatnsskemmdum. Eldsupptök eru ókunn, en í rann sókn. Tunnuflutningabíll frá Akureyri hvolfdi efst á Fjarðarheiði síðastliðinn miðvikudag. Engin slys urðu á mönnum. Orsök óhappsins mun vera sú, að djúp hola myndaðist í veginn og sést varla fyrr en komið var að henni. Litlar sem engar skemmdir urðu á bílnum. — (Mynd: Hákon Aðalsteinsson). Kviknar í áætlunarbíl Reykjavík. — GO. UM KLUKKAN 5 í gærdag kom eldur upp í mælaborði einnar af áætlunarbifreiðum Landleiða h.f., þar sem hún var stödd á háhæð- inni fyrir sunnan Hafnarfjörð. Bít stjórinn var einn í bílnum. Ilafði orðið var við nokkru fyrr að ekki var allt með felldu. Hann rauf allau straum á vagninum og ætl- aði að aka honum til Reykjavíkur. Þá var eldurinn hins vegar þegar orðinn laus. Bílstjórinn hafði handslökkvi- tæki, sem hann tæmdi á eldinn, en það dugði ekki til og full- komnaði Slökkvilið Hafnarfjarðar slökkvistarfið. Billinn skemmdist talsvert a3 framan. ÞÆR FREGNIR liafa borizt af ARLIS II, íseyjunni, sem notuð var í fjögur ár sem bækistöð vís- indamanna á N-íshafi, að hún sé nú um það bil beint vestur af Reykjanes} um 80 mílur frá strönd Grænlands. 2 25. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.