Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 9
:ler Yeats, um fló í hönd fór ofviðri síðari heims- styr-jaldarinnar. Lík hans var grafið upp að loknum hildarleikn- um, flutt með viðhöfn heim til írlands og hafið þar út að nýju. Safn kvæða hans kom út 1936 og eftirhreytur 1939. Auk ljóða- gerðarinnar samdi Yeats mörg leikrit, en skáldskapargildi þeirra sætti víst engum stórtíðindum. Hins vegar greiddi hann leikrita- höfundunum J. M. Synge og Sean O’ Casey drengilega götu til við- urkenningar og lýðhylli. Enn- fremur safnaði Yeats kappsam- lega írskum þjóðsögum, og er bókin „Huldurósin” merkilegt úr- val þeirra frá hans hendi. William Butler Yeats varð ung- ur fyrir djúpstæðum áhrifum af frönsku symbólistunum, einkum Mallarmé og Verlaine. Síðar hvarf hann frá þeirri stefnu í ljóðagerð sinni, en táknið varð þó ávallt meginatriði í kvæðum hans. Efni þeirra er naumast eins þjóðlegt og staðbundið og ýmsir ætla. Yeats ávaxtaði pund írskrar orðlistar með því að gæða skáld- skap sinn yfirskilvitlegum mál- töfrum, sem minna á þjóðsögur og Óskar Jónsson, fram kvæmdastjóri í Hafnarfirði og meðlimur í framkvæmda nefnd Hjartaverndar, skrif- aði meðfylgjandi grcin í síð asta hefti Hjartaverndar, rit Hjarta- og: æðasjúkdómavarn arfélags Rekýjvíkur, og höf um vjð fengíð góðfúslegt leyfi hans til að birta grein ina hér- ings í uppahfi slíkar að það lof ar góðu um áframhaldið- Eins og sjá má af eftirfarandi tölum, sem ég hef fengið frá land læknisskrifstofunni, er það ekki lítiU hópur hjá hinni fámennu þjóð, sem sjúkdómur þessi legg ur að velli ár hvert nú orðið. Árið 1960 deyja 303 úr sjúkdómi þessum eða 259,6 af 100.000 Árið 1960 deyja 324 eða 259,6 af 100.000- Árið 1962 deyja 306 eða 247.6 af 100.000. Eða með öðrum orðum, langskæð asti sjúkdómur meðal íslenzku þjúðarinnar í dag- i. : Framh. á 10. síðu. manvísur, enda þykja ljóð hans eigi síður fallin til söngs en lestr- ar. Boðskapurinn er svo dulúðg- ur og harmrænn, að mörgum finnst hann neikvæður, en blæ- brigðaríkur og sérkennilegur og líkastur galdri. Yeats hafði öðr- um fremur á valdi sínu snilli persónulegrar túlkunar. Hann er andstæðnanna skáld, og sorgin má sín mun meira en gleðin, fögn- uðurinn víkur fyrir vonbrigðun- um, og örlagadómurinn kemur í stað ádeilunnar. Ljóðheimur Yeats er- dimmur eins og þegar haust nístir land, grös og blóm deyja og laufið fellur, þar ríkir sjaldan ylfrjó tilhlökkun heldur napur feigðarkvíði, og þó eitthvert fyr- irheit, sem ekki verður skilgreint, en ræður úrslitum um íþrótt skáldsins. Yeats var hvorki sáttur við umhverfi né hlutskipti. Gáfa hans líktist meið, sem sprettur. í skugga. Honum var fátækt þjóð- ar sinnar andleg kvöl. Fyrri heimsstyrjöldin gerði hann von- svikinn, — og á efri árum hraus honum hugur við aðdynj- anda næsta fellibyls, sem ógnaði veröld og mannkyni. Þessum til- finningum lýsir hann í kvæðum sínum, en án þess að vera þung- höggur og vígfimur bardagamað- ur. Vopnaburður var honum fjarri skapi. Hann gefur öðrum ógæfuna í skyn, en gerir harminn upp við sjálfan sig, tekur byrði samtíðar- innar á sínar herðar. Rödd aldar- innar taiaði gegnum hann. Willi- am Butler Yeats sigraði eftir- minnilega á hægum flótta. Ljóð Yeats dæmast ærið vand- þýdd eins og raunar allur list- rænn og viðkvæmur skáldskapur. Þess vegna er mikið ánægjuefni að geta látið fylgja þrjú kvæði hans á frábærri íslenzku. Magnús heitinn Ásgeirsson þýddi Haust þannig: Nú þyria vindar haustsins hinztu blöðum í hvíldarlausum dansi um freðna jörð, og mýsnar leita líknar inni í hlöðum, og loftsins ásýnd verður grá og köld. Við vitinn bæði, að ástin er á förum, og okkur hjörtu gerast þung og sljó. Ó, kveðjumst str-ax með brosi á beggja vörum, en bíðum ekki lifs í kulda og snjó ! Þá koma tvö ljóð Yeats í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Fyrst er Inrnsfree : Nú vil ég halda á braut, ég fer beint til Innisfree og byggi lítinn kofa úr mold og tágagreinum; ég rækta garð og hunang og búi mínu bý með blómunum í grænum skógarreinum. Þar finn ég ró, og hvíldin sem hnígur mild og góð seytlar hægt úr morgunþokunnar dögg og hreiðurkvaki; þar glitrar næturkyrrð, og meðan kulnar dagsins glóð er kvöldið fullt af smáu vængjablaki. Ég held á braut, því ávallt ég heyri nótt og dag hve hiióðlátt vatnið kliðar á sandi og fjörusteinum; á hörðum strætum geng ég og heyri þetta lag, ég heyri það í brjóstsins innstu leynum. Kvæðið I elli þinni rekur svo lestina : Þegar þú eitt sinn ellihrum og grá við eldmn dottar, taktu þetta kver, cg lestu hægt, unz ljóma í augum þér ’ löngu týnd bros og angurdreymin þrá. Þitt æskuglaða yndi vakti nóg af ást, sem gat þó stundum verið tál; aðeins einn heíur elskað þína sál, það eirðarleysi er skugga á hvarminn sló. Svo bograr þú við eldinn hljóð og hæg og hugsar um þá ást er burtu leið uppyfir fjalla-hnjúksins hæstu skeið og huldi andlitið í stjörnu-sæg. Hér kveður við þann tón, sem er einkennandi fyrir Yeats. Meið- urinn i skugganum náði aðdáunarverðum blóma, en blærinn í limi hans er svalur op kvíðvænlegur. Samt munu vandlátir ljóðvinir þrá og óska um langa framtíð að gista dimmuborg og völundarhús þessa fjölhæfa og kunnáttusama meistará, þar sem eilífðin spegl- ast i fleti stundai innar. Helgi Sæmundsson. S/7 darsöl tunarstúl kur Nokkrar vanar síldarsöltunarstúlkur vantar til Óskarsstöðvar á Raufarhöfn, strax. Uppl. gefnar í síma 12298 og 10724. Ólafur Óskarsson. Starfssfúlkur óskast að Vistheimilinu Arnarholti. Upplýsingar að Arnarholti í síma um Brúarland. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Síldarstúlkur! Okkur vantar vanar söltunarstúlkur. — Kauptrygging. — Fríar ferðir. Upplýsingar í síma 24093 og 11574. SUNNUVER H.F. SEYÐISFIRÐl Sparisjóður Kópavogs er lokaður í dag. — Opnar á morgun, laug^ ardag, í nýjum húsakynnum að Digranes' nesvegi 10. Vélstjórar Vélstjórar Vélstjórafélag íslands heldur félagsfund að Bárugötu 11, föstudaginn 25. júní kl. 20. DAGSKRÁ: Kjaramál, uppstilling til stjórnarkjörs o. fl. STJÓRNIN. Sailor-buxurnar ERU KOMNAR. Aðalstræti 9. Sími 18860. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. júní 1965 $ l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.