Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 7
40. þirtg norska Alþýðuflokksins:
VERKALÝÐSFLOKKUR
- ÞJÓÐARFLOKKUR
mundsson, íslandi, fulltrúar bræðraflokkanna.
Fréttamaður Alþýðublaðsins
hitti nýlega að máli Sigurð Guð
mundsson, framkvæmdastjóra A1
þýðuflokksins, í tiiefni þess að
dagana 27.—29- maí sl. sat hann
þing norska Alþýðuflokksins í Osló
Honum sagðist svo frá um þing
þetta:
Flokksstjórninni barst nú sem
áður boð um að senda álieyrnar
fulitrúa á þing norska Alþýðu
flokksins. Vegna ferðakostnaðar
hefur yfirleitt ekki verið hægt
að sinna boðum þessum en með
því að ég var á leið utan hvort
eð var ákvað framkvæmdastjórnin
að ég skyldi vera fulltrúi flokks
ins á Oslóarþinginu. Hér var um
40. þing flokksins að ræða og var
það í Alþýðuhúsinu í Osló, sem
er stór bygging og glæsileg. Þing
ið sat að þessu sinni um 400 manns
en þar af voru fuiltrúar 300 tals
ins. Gestir voru því allmargir en
utanlands frá hafði að- þessu sinni
aðeins verið boðið fulltrúum jafn
aðarmannaflokkanna á' Norður
löndum. Þingið hófst með mjög
glæsilegri' setningarathöfn. Var
það sett af formanni flokksins
Einari Gerhardsen forsætisráð
herra en síðan fluttu gestir fiokks
ins ræðyr sínar. Færði Tage Er
lander, forsætisráðherra Sviþjóð
ar, þinginu kveðjur sænska A1
þýðuflokksi.-is, Jens Otto Krag, for
sætisráðherra Danmerkur, flutti
kveðjur danskra jafnaðarmanna
Sylvia Siltanen, þingm. frá Finn
landi, færði þinginu árnaðarósk
ir frá‘ íinnska j'alhaoarm.fl. 'og eg
fluttj lieillaóskir frá Alþýðuflokkn
um. Þá voru skýrslur fluttar. Ein
ar Gerhardsen forsætisráðherra
flutti skýrslu ríkisstjórnarinnar
og kom þar m.a. fram, að ríkis
stjórninni hefur lánast að standa
við öll þau meginatriði, er hún
hét þjóðinni að berjast fyrir :
istefnuskránum árin 1961 og 1963.
Hafðj þó mörgum þótt djarft teflt
Hann sagði að ríkjsstjórnin hefði
lagt megináherz;lu á aukningu hag
vaxtarins og stöðuga atvinnu og
hefði hvorttveggja tekizt vel- Sal
vard Lange, hinn þekkti og mik
ilsvirti utanríkisráðherra Norð-
manna, flut’ti skýrslu um utanrík
ismál ríkisins- Lagði hann m.a. á
herzlu á, að mikilsverðasta verk
efnið í utanríkismálunum væri
að vinna að eflingu friðar í heim
inum og sem almennustu öryggi.
Að skýrsluflutningi þessum lokn
um hófust almennar umræður.
Mikla athygii vakti ,að velflest
ir ræðumenn voru mjög ungir
menn( er fluttu mál sitt vel og af
ábyrgðartilfinningu- Ekki létu þeir
við það eitt sitja, að lofa ríkis
stjórnina fyrir það, seiBi imn ha|ji
vel gert, heldur gagnrýndu þeir
hana lika óspart fyrjr það, sem
miður hafði fajrið eðps mijstek
izt.
Annar dagur þingsins fór að
mestu í umræður um önnur mál
þes, en þau voru atvinnu
lífslýði'æði, málefni kvenna og
starfsskrá ríkisstjórnarinnar fyrir
árin 1966—1969. Tor Aspengren
varaformaður Alþýðusambands
Noregs. gerði grein fyrir atvinnu
lífslýðræðinu og spunnust um það
nokkrar umræður. Þetta mál er
eitt af megináhugamálum verka
lýð'hreyfingarinnar í Skandinav
íu og hefur verið mikið rætt þar
um áratugabil. í ræðu sinni benti-
Tor á, að meðráðaréttur
vinnuseljenda í atvinnulífinu sé
sjálfsagður og eðlilegur hlutur,
fráleitt sé að hlutabréfaeigendur
einir saman skipi stjórnir fyrir
‘ækjanna. Starfsmenn fyrirtækj
anna eigi miklu mera í húfi, að
rekstur þeirra gangi vel og því
sé sjálfsagt, að fulltrúar þeirra
skipi stjórnir einkafyrirtækja og
opinberra fyrirtækja. Auk þess
væri það frekari útfærsla á l>ð
ræðinu, ef svo mætti segja, og mót
vægi gegn sívaxandi sérfræðinga
veldi.
1 Aase Bjerkholt ráðherra hafði
framsögn um málefni kvenna og
sagði m.a. að í atvinnulífinu
merkti láglaunavinna yfirleitt
alltaf kvennavinna. Og yfirleitt
væru konur alltaf hinar lágt seftu
í avinnulífinu. Og hún benti einn
ig á það, að enn vantaði á það
að konum hefði verið gert fært
að nýta menntun sína jafnvel
<)g karlmenn hafa aðstöðu til.
Loks hafði Tryggve Bratteli vara
formaður flokksins (á þeirri stund)
framsögu um starfsáætiun til
handa rikisstjórninni til ársins
1969- Meginatriði þeirrar áætlun
ar er uppbygging atvinnumið
stöðva í hinurn ýmsu landshlut
um, liagræðing í atvinnulífinu,
almennur lífeyris- og eftir
launasjóður, stórefling skólakerf
isins og menningarmála, aukning
íbúðarbygginga, endurbætur á
vegakerfinu, fimm daga vinnuvika
lýðræði í atvinnulífinu, ráðstafan
ir til að tryggja enn frekar jafn
rétti kvenna og landssvæði verði
tryggð til almenninglsnota. Um
þetfa mál urðu mjög miklar um
ræður tóku þátt í þeim um 70
manns en þó stóðu umræðurnar
ekki nema fimm t:ma. í þeim tóku
hinir eldri menn þingsins fyrst
og fremst þátt og þótti mér það
að vísu skjóta nokkuð skökku við.
Ég liefði nú satt að segja fremur
búizt við, að hinir yngri menn
létu sig meira skipta komandi ár
í stað þess að gagnrýna það, er
miður hafði farið síðustu árin
j Það hefði maður hins vegar
frekar búizt við að eldri mennirn
[ir myndu gera.. En hvað sem þvi
liður voru umræðurnar hinar
fjorugustu og lýstu mildum áhuga
fyrir framgangi starfskrár þessar
ar.
í lok þingsins fór svo fram
stjórnarkjör. Einar Gerliardsen
baðst eindregið undan endurkjöri
sem formaður flokksins og var þá
varaformaðurinn Trygve Bratteli
einróma kjörinn sem formaður.
Varaformaður var einróma kjör
inn Reiulf Steen. Báðir þessir
menn eru vel þekktir nreðal ís
lenzkra jafnaðarmanna- Tryggve
hefur verjð varaformaður um ára
fugabil. Hann er aðeins 55 ára
?ð aldri- Varaformaðurinn er fyrst
og fremsf okkur yngri mönum
Alþýðuflokksins kunnugur, enda
er hann aðeins 31 árs að aldri.
Iíann hefur undanfarið verið
skrifstofustjóri þingflokks jafnað
armanna. Kosning þeirra félaga
hlýtur að vekja athygli m.a. fyr
ir þá sök, að á tímum sívaxandi
sérfræðingaveldis skuli menn úr
alþýöðustéft veljast til forystu í
I 1 Frli. á 10. síðu.
Tryggve Bratteli og Einar Gerliardsen.
ALÞÝDUBLAÐIÐ - 25. júní 1965 J