Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.06.1965, Blaðsíða 16
fslenzku tækin vinsælust SJÓNVARPSTÆKJUNUM , í Reykjavík fjölgar jafnt og þétt, og virðist þar ekki hafa nein á hrif þótt út séu gefin blöð um skaðsemj sjónvarpsdagskrárinnar á Keflavíkurflugvelli og margir séu sammála um að það millibils ástand ,sem nú er í þessum efnum sé óæskilegt. Þet*a er öllum kunn ugt og óþarfi að fara um það fleiri orðum. Hitt munu þó færri vita, að hér á landi eru framleidd sjónvarps íæki, sem njóta mikilla vinsælda og þykja í engu gefa eftir þeim tækjum sem inn eru flutt xxndir heimsþekktum vörumerkjum- I verzluninni Heimilistækj s.f. í Hafnarstræti hittum við verzl unarstjórann Gunnar Gunnarsson. í þessari verzlun liafa sjónvarps tæki verið á boðstólum frá því x/erzlunin var sett á laggirnar fyrir tæplega fjórum árum. — Við höfum hér bæði verið með bandarísk og ensk Pilcho tæki og ennfremur Olympic tæki sem hér voru sett saman hjá Jóni Sen úr bandarískum hlutum, sagði Gunnar- Nú talsvert á annað ár höfum við verið með tækin sem smíðuð eru hér á landi á vegum Jóns Sen og eru tækin teiknuð af honum en hlutar til þeirra keypt ir víðsvegar frá. Það er óhætt að fullyrða, að SEN tækin hafa reynst frábærlega vel, enda selj um við langmest af þeim þessa dagana, og höfum raunar gert alveg síðan þau komu á markað. —Hvað kosta ódýrustu SEN tæk in? — Þau kosta sextán þúsund og átta hundruð krónur. Það eru svokölluð hillutæki, sem setja má í Hansahiliur, einnig má láta þau s*anda á nær hvaða boi’ði sem er og svo er líka hægt að fá undir þau sérstök hjólaborð af ákveðinni hstærð. Þessi tæki eru með 23 þumlunga myndskermi- Við höfum einnig selt mikið af dýrari tækj um, til dæmis erum við með eina gerð, sem kostar rúmlega 21 þús und krónur. Á þeim tækjum er rennihurð, þannig að hægt er að loka fyrir myndskerminn og þykir mörgum það góður kost ur, einkanlega þar sem mikjð er af börnum á heimiíinu. — En hvað kosta dýrustu tæk in? — Þau kosta þrjátíu og níu þúsund og níu liundruð krónur. Þau eru einnig frá Jóni Sen og er þetta allt í senn mjög vandað útvai-p, sjónvarpstæki og stereo plötuspilari sambyggt í vönduðum skáp. — Kaupir fólk mikið gegn af borgunum? — Já nær eingöngu, þegar um stóra og dýra liluti er að ræða- Flestir hafa þann háttinn á, að greiða einn fjórða eða þvísem næst við afhendingu og afganginn síðan á allt að tíu mánuðum. — Og stendur fólk svo í skil ym? — Það má heita aigjör undan tekning ef svo er ekki. 45. árg. — Föstudagur 25. júní 1965 - 139. tiil. Hvaða reglur gilda í umferðinni okkar? MENN eru alltaf öðru hverju að tala um, hvað umferðin í út- löndum sé óskapleg, — þar hlíti menn ekki sjáanlega neinum regl- um og allt virðist ein allsherjar ringulreið. En stundum er það svo, að menn sjá bara flísina í auga bróður síns en ekki bjálkami í sínu eigin auga. Það fer nú senn að verða svo að það er stórkostlegt ævintýri að fara á bíl niður í bæ hér í Reykjavík, og oft liggur við, að maður óski að hafa skilið bílinn eftir heima og farið gangandi. — Þetta á að minnsta kosti við, þegar maður er búinn að aka svo sem tíu hringi í miðbænum í ár- angurslausri leit að bílstæði, eins og oft og endranær á sér stað. Kannski er ef til vill bezt að eiga engan bíl, þannig losnar maður að minnsta kosti við margs kyns á- hyggjur og amstur, sem bíleign er samfara að ekki sé talað um út- gjöldin. Annars er það svo skrýtið, að það er eins og margs konar um- ferðarreglur séu í gildi í henni Reykjavík. Eg á til dæmis enn eftir að hitta tvo menn, sem ber saman um hvernig aka eigi hring- torgin í borginni. Venjulega ekur maður bara inn í og vonar svo það bezta, gætir sín á ölium í kring og reynir svo að rmeygja sér út úr á réttum stað. Það væri sennilega ekki svo vitlaust, ef lögreglan neyndi að kenna fólki hvernig aka á hring- torgin. Annars getur vel verið, að þetta sé ekki hægt. Um daginn ók ég á eftir lögregluþjóni austur Hringbraut. Hann var í vinstri ak- rein, og er að hringnum kom skellti hann sér beint inn í innri rein liringsins. Þegar þetta skeði var ég kominn í hægri reinina, af því að ég ætlaði áfram austur Miklubraut. Mér fannst þetta svo lítið skrýtið. En kannski er þetta bara vottur þess, að í hringavit- leysunni „má gera allt.” Það er síður en svo, að ég hafi nokkuð á móti þessum lögreglu- þjóni. Hann kenndi mér á sínurn tíma í meiraprófinu og eyddi þar löngum tíma í að segja frá því, er fyrsta umferðarvandamálið skapaðist, en frá því er greint í fornbókmenntum okkar, að tveir menn höfðu mætzt á mjórri brú og vildi hvorugur víkja. Þetta var lengi rætt í meiraprófinu, ef ég man rétt. En áfram með smjörið, ég ók á eftir þessum sama lög- regluþjóni vestur Skúlagötuna, sem fyrr segir. Báðir voru á vinstri akrein. Hann fór fram úr hæg- fara vörubíl, sem var mjög hæg- 'fax'a, þv# lögreg’hþ- ók aldrei hratt, — og gaf ekkert stefnuljós. Eg fór í humátt á eftir, svo þegar hann beygði inn í sömu akrein aftur gaf hann stefnuljós og ók með það niður alla Skúlagötu svo langt sem ég sá á eftir honum. Ef þeir sem eiga að liafa vit fyrir okkur, í þessum efnum, bera sig svona að, er ekki von á góðu hjá okkur, hinum fáfróðu. Þeir ku ætla að senda hing' að hóp 'af geimförum ekki til þess að kynnast landslag inu, heldur tjí' að aka eftir íslenzkum vegum og venjast rykinu á funglinu. . • . Gert er ráð fyrir að slík ferð í Skálho’.'t verði áreleg ur þáttur í starfi safnaðar ins til að tengja nútíð og sam tíð í kirk.iulegum skiiningi og áhuga. . • Séra Árelíus í Morg unblaðinu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOOOO Breyting tii batnaiar I miðaldahúmi mannkynsins lýsti vor menningarglóð. Og ósvikið rann í æðum feðranna aðalsblóð. En nú eru erlendar kjarnorkukúnstir komnar í móð. Svo fjallkonan íslenzka yrkir og flytur atómljóð. KANKVÍS. o<x>ooooooooooooooooooooooooooooo<

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.