Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (Sb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður GuOnason. — Síinar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðjá Aiþýðu- blaðsius. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasöiu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýöuflokkurinn. ÞJÓÐARVANDI STÖÐVUN SÍLDVEIÐIFLOTANS er alvarlegt þjóðarvandamál, sem á ekkert skylt við pólitískar flokkadeilur. Flotinn hefði ekki haldið áfram veiðum, þótt Eysteinn eða Lúðvík hefðu setið í ráðherrastól- úm. Orsakirnar eru aflaleysi í Perú, sem veldur mik- illi verðhækkun á lýsi og mjöli, ásamt seinagangi Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem starfar óháð rík- jsstjórninni. Ætla mætti, að allir hörmuðu þennan óvænta þjóðarvanda, en svo er ekki. Tíminn getur ekki dulið ofsagleði sína yfir vandræðum þjóðarinnar, af því að framsóknarmenn halda, að þeir geti notað málið sér til pólitísks framdráttar. Tíminn krefst þess, að ríkisstjórnin leysi málið þegar í stað. Þess vegna er rétt að spyrja blaðið, hvernig það vilji, að málið verði leyst. Eysteinn Jónsson samþykkti í stjórn Síldarverksmiðjanna, að þær gætu ekki greitt nema 225 krónur á mál, en sjó- þienn vilja fá 250. Vill Tíminn gera samþykkt Ey- steins ómerka — eða hvernig vill blaðið leysa þennan Vanda? GÓÐUR TILGANGUR BRÁÐABIRGDALÖG ríkisstjórnarinnar varð- andi síldveiðar voru ekki orsök veiðistöðvunarinnar iog ekki á þau minnzt í skeyti sjómanna. Þó hafa þau ,verið dregin allmjög inn í málið og síðar hefur einu ^atriði þeirra verið mótmælt af skipstjórum. í þessu jsambandi er rétt að athuga eftirfarandi: Tilgangur bráðabirgðalaganna er tvíþættur: — í jfyrsta lagi að tryggja, að saltað verði upp í samninga jog í öðru lagi að hjálpa örlítið þeim byggðarlögum, þar sem atvinnuástand hefur verið verst undanfarin misseri. Fróðlegt væri að vita, hvort nokkur maður ter andvígur þessum tilgangi laganna. Vonandi er það ekki. í Þá er eftir að athuga, hvernig þessum tilgangi Jer náð. Fhnmtán krónu gjaldið á bræðslusíld fer •svotil allt aftur til sjómanna og útgerðarmanna í jhærra verði á söltunarsíld og flutningagjaldi. Það 1er ekki af sjómönnum tekið, heldur fært til, svo að örugglega verði saltað nóg. Fyrir saltsíld fær þjóð- j in margfalt verð, við söltun vinna þúsundir manna i og vernd saltsíldarmarkaða er í lengd hagsmunamál ? sjómanna. Mest mun vera deilt um 4 milljónir, sem verja | má til flutninga til Norðurlands. Ríkið hefur þegar lagt milljónir í flutningatilraunir og síldarleit við | Norðurland, og verksmiðjurnar þar eru reknar með I* miklu tapi. Það er því ekki mikil fórn, þótt blóm- legasti atvinnuvegur þjóðarinnar leggi 1% af lönd- unarverði aflans til að viðhalda byggðum, sem geta komið síldveiðunum til góða síðar, ef síldin flytur ’sig aftur að Norðurlandi. 4 1. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Nýtt símanúmer 1-01-3 3 línur. Borgarþvottahúsið h.f. BORGARXUNI 3. á horninu HANNES HINN SKRIFAR: t,Gestur mlnn, Gestur minn, gáðu 'að Iivað segirðu.“ Mér duttu þessi orð Matthíasar í hug, þegar ég í dag las lof þitt um útvarpsleik- rit Gunnars M. Magnú?s. Méjr hefur fundizt það ekki samboðið raunveruleikanum og liðna tím anum. Að vísu hefi ég sjaldan hcyrt nógu vel, en meðferðn er sM í'arri því, sem ég lieyrði sem barn af gömlu nákunnugu fólki( isem þekkti Bólu—Hjáhnar og mundi hann vel- Það voru Krist ín amma mín og gamla vinnufó'.k ið í Hnausum, sem þekkti Hjálm ar vel og gat hans oft- ÞAÐ ER TÍZKA nú, að oflofa menn og gleyma göllum þeirra, en lasta þá aðra um leið. Hall gerður var löstuð til að gera Berg þóru dýrlega. Bóðar voru þær skapstórar merkiskonur. Tyrkja —Gudda var löstuð til að auka dýrð Hallgríms, Þó hún teldi í hann kjark og glæddi skáldhneigð hans. ÁN HENNAR veikinda og þjón inga hefði Hallgrímur varla ort merk trúarljóð, sem héldu lífinu í þjóðinni er hún var að bugast úr eymd og áþján. Og nú eru eng in skóld til nema Einar Benedikts son og Bólu—Hjálmar, sem báð ir voru gallaðir menn, þó þeir væru stórskáld. Og það, sem nærri þeim kom er nítt niður til að gera vegsemd þeirra meiri, nokk urskonar alfullkomna og. heiðar lega menn. ÝMIS VERK EINARS hefðu ekki þótt göfug hjá Filisteunum og ýmsan skáldskap hans skilja menn ekki- Og Bólu—Hjálmar var að vísu stór=káld; sem var hon um ekki sjálfrátt, því það var ætt hans, sem kvað, eins og lijá öðrum góðskáldum- Þau liugsa ekki beztu kvæðin, ljóðin komu ósjálfrátt. Skáldin eru eins og oft aðrir, framhald. af því, sem var. IIJÁLMAR VAR LISTFENGUR smiður. Hann var sólginn í allan fróðleik og frásagnir( en trúgjarn og því eru ým'sar frásagnir lians rangar, jafnvel barnalegar. Ýms kveðskapur hans og frásagnir sem honum er eignaður eru heldur ekki eftir liann, heldur skrifaði hann það upp eftir öðrum. Hann var hjátrúarfullur, en þóttist þó j hafa vit á göidrum, og heiftarleg I ur í skapi. En heiftin var afl ef hún er mögnuð af því illa. Hann var hræddur við Guð, en Þó alltaf að kvarta yfir þv:; að forsjónin væri ekki nógu góð við sig, sér bærí meira og betra, af því hann værj skáld. HJÁLMAR VILDI láta virða sig umfram aðra, var sjálfselskufullur. Hann öfundaði þá ríku og voldugu en fyrirleit fátæklinga og smæl ingja- Hann gat ekki stillt sig um að skopast að Sölva Helgasyni sem hann þó virti sem speking og listamann af Guðs náð, þó Sölvi væri geðbilaður- HANS AFI MINN dýrkaði Hjálmar vegna skáldskapar hans og þegar Bóiu—Hjálmar var að skilja við norður í Skagafirði, var afi að taka á móti heyi í tóft á Þóreyjarnúpi, en heyrði þá drynj andi rödd Hjálmars hjá sér. En Kristín amma mín, þekkti galla Hjálmars, liann var tíður gestur Enn um útvarps- leikritið um Hjálmar frá Bólu. * * * v Bréf um mikið skáld, galla — og oflof. * * * Stórir menn stækkað- ir og allir aðrir smækkaðir. * * * Stósmenni smækka alls ekki við sann- leikann um þá. hjá þeim, er þau bjuggu í Hvammi í Langadal. ÞAÐ A KANNSKI ekkj við að segja löst á látnum manni, og þó er oflof engu betra. Sannleikur inn er alltaf sagna beztur, og öll um hollt að þekkja hið gullvæga meðalhóf. Ég reyni að hugsa hlý lega til manna, hvort sem þeir eru kallaðir lífs eða liðnir. Stund um tekst mér það; og þá líður mér vel, stundum tekst það ekki.“ ÚTBOÐ Tilboð óskast í sölu á 10.000 m3 af óhörpuðu steypuefni. Útboðsskilmála skal vitja í skrifstofu vora Vonarstræti 8. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. NÝTT SÍMANÖMER: 2-44-20 — 4 línur um skiptiborð. Sjá nánar nýju símaskrána. Suðurgata 10 Reykjavík

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.