Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 2
lœimsfréttir ....siáastlidna nótt ★ SAIGON. — Vietcong náði í gær á sitt vald höfuðstað Ko. moumhéraðs, Oak To. Bandarískir, ástralskir og suður-vietnam- iskir hermenn biðu mikinn ósigur í frumskógunum 50 km. norður af Saigon. Vietcong gerði velheppnaða árás úr launsátri á 28 prainma á Saigonfljóti. Átta þúsund bandarískir landgönguliðar voru settir á land í Suður-Vietnam í gær og eru því 60 þúsund þandarískir hermenn í landinu. ! ★ GENF. — U Thant aðalritari SÞ sagði í gær, að samn- ingaumleitanir hans í Vietnam-deilunni hefðu ekki borið árangur. Hið pólitíska og sálræna andrúmsloft í heiminum væri með þeim íiætti, að viðræður um afvopnun og önnur mciriháttar óleyst vandamál mundu sennilega ekki bera árangur. Slæmar horfur væru ú því, að afvopnunarráðstcfnan gæti aftur tekið til starfa í nán- ustu framtíð. ★ BRUESSEL. — Fastanefnd Efnahagsbandalagsins liélt fund í gær og er þaö fyrsta skrefið í þá átt að halda áfram starfi EBE án þátttöku Frakka. Lögð var áherzla á, að ekki væri reynt a» mynda bandalag gegn Frökkum. Ríkin fimm, sem að fundinum stóðu, mundu forðast það að gera ástandið verra. ★ BONN. — Vestur-Þjóðverjar og Ítalir telja að fastanefnd EBE sé sá aðili, sem liæfastur sé til að leysa deiluna í EBE, að því er komið hefiu- fram í viðræðum Erhards kanzlara og Saragats forseta. ★ SANTO DOMINGO. — Hið ótrygga vopnahlé í Dóminik. ánska Iýðveldinu var rofið í fyrrinótt og skipzt var á skotum. — Viðræður um myndun bráðabirgðastjórnar eru komnar í algera ejálfheldu. STJÓRNIN GETUR SETIÐ EINS LENGI OG HÚN VILL Reykjavík — EG VJÐ komu brezku þingmanna- nefndarinnar til Reykjavíkur í gærdág ræddi Alþýðublaðið stult- lega við einn af þingmönnum verkamannaflokksins í nefndinni, Kenneth Lomas. Lomas hefur setið á þingi síð- an í október síðastliðið haust, en Kenneth Lomas. þá fóru kosningar síðast fram í Bretlandi. Hann er- þingmaður kjördæmisins Huddersfield West, sem er skammt frá Manchester. Eins og kunnugt er af fréttum beittu íhajdsmenn brögðum í neðri málstofu þingsins í fyrra- kvöld, þannig að stjórn Wilsons varð í minnihluta við þrjár at- kvæðagreiðslur um fjárlögin. Þótt ust þingmenn íhaldsflokksins halda heim, en biðu og fóru inn þegar atkvæðagreiðslur voru, en umræður stóðu fram eftir nóttu. Ég veit ekkert um þetta, sagði Kenneth Lomas, ég var ekki í Reykjavík. — ÓTJ. FJÓRIR Bandaríkjamenn komu hingaö' í gærmorgun til Þess að undirbúa könnunarferð geimfar- anna er liingað koma á laugar- daginn. Þrír þeirra eru jarðfræö- >OOOC><)OOOOOOOOOC< Reykjvík, — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Jóa asar Jakobssonar veðurfræðingg var dagurinn í fyrra dag ákaflega heitur hér Suðvestanlands. Hæst komst hitjnn í 22 stig á Hæli S Hreppum, en það sem helzt er til tíðinda er að á Hveravöllum komst hann í 18 stig- Jónas taldi að þeir dagar muni teljandi, að hitinn komist svo hátt á hálendinu. Þá var og 17 stiga hiti í Jökulheim um, 21 stig á Síðumúla en ekkl nema 16 í Reykjavík- Veður var svalara við sjávarsíðuna, þar sem sólar naut ekki. ingar, er hinn fjórði er frá NA- SA. Þeir hafa eytt deginum me9 dr. Sigurði Þórarinssyni, sem ur m. a. frætt þá um æfingasvæð. in. Geimfararnir sjálfir koma svo Frn. á 14. slðu. Framhald á 14. síðu. Undirbúa komu geimfaranna ★ LONDON. — Wilson forsætisráöherra og helztu ráðherrar 4Stjórnar hans, ræddu í gær ástand það, sem risið hefur vegna þriggja ósigra stjórnarinnar í atkvæðagreiðslum um fjárlögin, — Stjórnin mun ekki segja af sér. ★ JERUSALEM. — Fyrrverandi forsætisráðherra ísraels (1953—56), Moshe Sharett, lézt í gær, sjötugur aö aldri. Banamein hans var krabbamein. ★ BONN. — Fyrrverandi SS-maður, Alois Haefele, játaði fyrir rétti í gær, að hafa tekið þátt í morðum 152,000 Gyðinga í fangabúðum Kulmhof í Bæjaralandi á stríðsárunum. ★ KVIKMYND Svíans Arne Suckendorffs, „My Hoxe-Copa- cabana” fékk mjög góðar móttökur, er myndin var frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndaliátíðinni í Moskva í gærkvöldi. Áhorfendur voru um 5000. Getum unnið bu hungri i heiminum Rvík, 7. júlí — ÓTJ. HÉR er staddur í heimsókn hjá íslenzku aðilum samtakanna,, Her ferð gegn hungri“ Daninn Kjeld | B. Juuí, en hann er yfirmaöur Evr I ópudeildar' þeirra. Ilefur hann | rætt viö ýmsa ráöamenn um mál- efni þeirra, m. a. forystumenn 1 stjórnmálaflokkanna. Kjeld B. Juul á fundi með blaðamönnum í gær. — (Mynd: JV). | Á fundi með fréttamönnum og framkvæmdanefndinni íslenzku sagði Juul að um helmingur mann j kynsins byggi við meira og minna hungur, og að það væri hlutverk samtakanna að bæta hagi þess fólks. Hann sagði að í fyrsta skipti í sögunni hefðj mannkyniS mátt til þess að vinna bug á hungri og fátækt, það skorti ekkert nema viljann. Matvælaframleiðsla heims ins eykst hlutfallslega mjklu minna en íbúafjöldi hans, og það sem framleitt er finnur ekki leið þangað sem þess er mest þörf. Mat vælagjafir eru lítill hluti af verki samtakanna því að þær þykja skammvinn lausn. Aðalatriðið er að hjálpa fólkinu til þess að hjálpa sér sjálft, og það verður aðeins gert með því að byggja upp með því iðnað. landbúnað, eða ann að sem getur orðið því til fram færis. Juul sagði að það væri ekki einungis siðferðileg skylda þeirra sem betur mega sín, að hjálpa fá tækum meðbræðrum á vonarvöl, heldur einnig nauðsynlegt friði og jafnvægi i heiminum. Reynt er að fá einstaklinga, starfshópa, fyrir tæki, og stofnanir til þess að veita bessu máli lið. og mun íslands- deiidin hcfjast handa um það inn an skamms. Yngvi Ólafsson. Yngvi Öiafsson skipaður sýslu- maður í Dalasýslu YNGVI ÓLAFSSON, deildarstjóri í viðskiptamálaráðuneytinu, hefur verið skipaður sýslumaður í Dala sýslu frá 1. ágúst n. k. Yngvi er fæddur 18. desember 1922 að Borðeyri. Hann lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1948, en hefur síðan unnið í viðskiptamála-i ráðuneytinu. Yngvi er sonur Ólafs Jónsson. ar og Elízabetar Sveinsdóttur og kvæntur Ásu Jónsdóttur sálfræð- ingi. Yngvi er bróðir Höskuldar Ólafssonar bankastjóra Verzlun. arbankans. , 2 8. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.