Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 9
ar þessar gáfur. Sjálf eru þau miðl ungi gefin en telja foreldra sína hafa verið mjög góðum gáfum gædd. Að öðru leyti eru engin sl'k gáfnatröll í ættum þeirra, er varpi ljósi á það, hví þau eign uðust svo óvenju vel gefinn son. Mike er listhneigður og listgef inn. Um það áhugamál sitt segir hann: „Fegurðin er í ætt við Guð. Það vildi Dante meina. Þess vegna eru töflur frá miðöldum og endurreisnartímabilinu eins fagr ar og raun ber vitni. Mér þykir líka mikið til impressjónistanna koma en poplistinni geðjast mér ekki að.“ Hugur Mikes stendur til að ferðast og sjá sig run. Um það segir hann: ( „Ég vildi gjarnan ferðast eitt hvað. En ekki eins og venjuleg- ur ferðalangur — ég vildi vera eins og mánaðartíma í New York og sækja leikhús, söfn og listsýn ingar- Og ég vildi gjarnan búa hálft ár> í Róm, — en sumarleyf- inu vil ég alls ekki verja í nein um smábæ; þar gerist aldrei neitt Ég vildi heldur ekki sjá fjórtán iönd á tíu dögum.“ Mike hefur sáálflis/ sag)t, að< hann sé ekki ráðinn í því, hvað hann taki sér fyrir hendur í fram tíðinni, en kveðst munu reyna eft ir mætti að nýtast þjóð sinni — og heiminum öllum. Og foreldrar hans leggja mikla áherzlu á að styrkja hann til einhvers hagnýts náms, en. geta þess jafnframt að örðugt hafi reynzt að útvega hon um námsstyrki, þar sem hann hafi hlaupið yfir svo marga bekki í skólagöngu sinni, en námsstyrkir eru ógjarnan veittir öðrum en þeim, sem eiga að baki samfellda skólagögu. Prófessor við háskólann í Mich igan, heimafylki Mikes, sem er sérhæfður í ofvituim, telur að Mike sé sá gáfaðasti^ sem hann hafi enn fyrirhitt. Hið sama sögðu kennarar hans strax á fyrsta skóla ári- Semsagt. Allir eru á sama máli —og líkurnar virðast benda til, að hér sé eitt af stórmennum veraldarsögunnar að vaxa úr grasi, — maður, sem allur heim urinn á eftir að heyra frá. MIKE GROST. Mannréttindi í blönduðum þjóðfélögum Á ráðstefnu sem haldin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í Ljú- blana í Júgóslavíu í júní var til umræðu spurningin um það, hvernig koma beri á mannréttind um og virðingu fyrir þeim í þjóð félögum þar sem fleira en eitt þjóðerni er fyrir hendi. 25 lönd- um, þ. á m. Noregi, var boðið að senda fulltrúa til ráðstefnunnar. Sameinuðu þjóðirnar hafa hald ið alimargar ráðstefnur um mann réttindi, en þetta er í fyrsta skipti sem rætt er um þjóðfélög með fleira en einu þjóðerni. Á ráðstefnunni er bæði fjallað um þær ráðstafanir, sem gera verð ur til að koma á fullum mannrétt- indum og frelsi fyrir alla án und antekningar, og um ráðstafanir sem gera verður til að tryggja þjóðbrotum, trúflokkum og öðr- um sérstökum hópum innan þjóð félagsins rétt til að varðveita hefðir sínar, sérkenni eða þjóðlega meðvitund. Sem dæmi um síðarnefndu rétt indin má nefna réttinn til að tala eigin þjóðtungu í daglegu lífi, fyr- ir dómstólum og í opinberu lífi, réttinn til að mynda samtök, rétt inn til að setja á stofn mennta- stofnanir með eigin stjórn, rétt- inn til að þróa á sjálfstæðan hátt eigin hefðir og sérkenni, og loks efnahagslegt jafnrétti allra í hverju landi. 82,4 stiga frost í júnímánuði Veturinn hefur fyrir alvöru hald ið innreið sína hjá hinum 15 vís indamönnum, sem halda til á Vostokstöð Rússa á Suðurskauts landinu, samkvæmt fréttum, sem þaðan hafa borizt til Moskvu. í byrjun júní mældist 82,4 stiga frost á stöðinni — lægsti hiti, sem nokkrn tíma hefur mælzt í júní-mánuði nokkurs staðar í heiminum- En á Vostok-stöðinni hefur Það nú samt sézt svartara í ágúst 1960 mældist þar 88,3 stiga frost( en það mun vera lægsta hitastig, sem nokkurn tíma hefur mælzt- Vostok -stöðin stendur í 3-500 metra hæð, 1410 km. inni á suð urskautsjöklinum. Vísindamenn irnir vinna við hin erfiðustu skil yrði — ekki aðeins vegna kuld ans, heldur líka vegna þess, að þeir þurfaað þola mikinn súrefnis skort. - Félagslíf ■ HREINDÝRIN. Útreiðartúr í Lambhaga frá Skarði á Landi. — Upplýsingar í síma 13-499. Ferðafólk athugið Veitingahúsið Hlöðnfell, er opið alla daga. Reynið viðskiptin. Pantið í síma 41-173. Veitingahúsið Hlöötifell, H ú s a v í k . LAUS STAÐA Staffa birgffastjóra hjá Vegagerð ríkisins er Iaus til um- sóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna rík- isins, Umsóknir sendist Vegamáiaskrifstofunni fyrir 15. juií nk. VEGAGERÐ RÍKISINS. Bótagreiðslur Almanna- trygginga í Reykjavík Útborgun ellilífeyris hefst að þessu sinni fimmtudagin'n 8. júlí. Afgreiðslan er opin mánudaga kl. 9,30— 16, þriðjudaga til föstudaga kl. 9,30—15. Lokað á laugardögum mánuðina júní — september. Tryggingastofnun ríkisins. Erum fluttir í Bolholt 6 (hús Beigjagerð- arinnar). PRENTVERK H F. sími 19-443. FRÁ IMSÍ. Námskeið í MTM Hinn 9. ágúst nk. hefst fjögurra vikpa námskeið í MTM (Methods- Time Measurement) á vegum Iðnaðarmálastofnunar íslands. Æskilegt er, að þátttakendur hafi hlotið nokkra reynslu í al- mennum vinnurannsóknum. Umsækjendur þurfa að gefa sig fram fyrir 17. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir: Iðnaðarmálastofnun íslands. Símar 19833 og 19834. Skipholti 37, Reykjavik. ALÞÝÐUBLAÐtÐ — 8. júlí 19G5 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.