Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guönason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. A'ðselur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmíðjá Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. tltgefandi: Alþýðufiokkurinn. Blómleg afvinrrugrein SÚ UPPBYGGING, sem átt hefur sér stað í ís- lenzkum sjávarútvegi undanfarin nokkur ár, er stór- kostlegri en dæmi eru áður fyrir. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika, sem sjávarútvegurinn hefur átt við að glíma á undanförnum árum, hefur honum í heild vegnað mjög vel, enda hefur í tíð núverandi ríkis- stjórnar ætíð ríkt skilningur á mikilvægi þessarar höfuðatvinnugreinar íslenzku þjóðarinnar. Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað og eru að eiga sér stað í íslenzkum sjávarútvegi og fiskiðnaði og dugir að nefna aðeins fátt eitt, til að sýna svo ekki verður um villzt hverjar framfarir hafa orðið. 1) Bátaflotinn hefur stækkað gífurlega. Hefur þjóðin aldrei átt betri eða fullkomnari flota fiski- ■ skipa en einmitt nú. íslenzkir sjómenrn hafa einnig verið manna ötulastir við að taka upp nýjungar í 'veiðitækni, sem valdið hafa byltingu og gert kleyft að stórauka aflabrögð. 2) Aldrei hefur verið varið jafnmiklu fé til fram- kvæmda við hafnargerðir og nú er gert. Nægir þar að minna á framkvæmdir við landshöfn í Keflavík og Njarðvíkum, landshöfn í Rifi, stórframkvæmdir : í Þorlákshöfn og miklar framkvæmdir í hafnamál- um víða annars staðar á landinu. 3) Hraðfrystiiðnaðurinn hefur tvívegis fengið milljónatugi úr ríkissjóði til endurbóta og til þess að j koma á aukinni vinnuhagræðingu. Hefur þegar á- í unnizt talsvert á þessum sviðum. 4) Nýjar síldarverksmiðjur hafa verið reistar og ! eldri verksmiðjur stækkaðar og fullkomnaðar. Nú er svo komið, að síldarverksmiðjur eru á nær hverj- um firði eystra, þar sem síldin hefir mest haldið sig undanfarið. Fyrir nokkrum árum var varla um síld- arverksmiðjur í þessum landshluta að ræða. 5) Hið opinbera hefur með ráðum og dáð stutt til- raunir til síldarflutninga. Eru miklar vonir bundnar við að takizt að finna hentuga aðferð til að flytja síld i milli landshluta þannig, að hún tapi ekki gæðum sín- um í flutningunum. 6) Ríkisstjórnin hefur stuðlað að tilraunum, sem miða að því að komast að raun um, hvort hægt verði 5 að nota togarana okkar til síldveiða. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið lofa mjög góðu og er nú aðeins eftir að prófa þetta í raunveruleikanum. Af framansögðu má vera Ijóst, að mikill upp- gangur er nú í íslenzkum sjávarútvegi. Stjórnarand- stæðingar þakka góðærum allt sem vel hefur gengið og víst hafa góðu árin átt mikinn þátt í því hvernig málum er nú háttað, en hitt er víst, að svona vel væri ekki komið nema af því að vandamál sjávarút- vegsins hafa mætt skilningi og velvild hjá opinberum aðilum. Óhætt er að fullyrða án nokkurs hiks, að ís- lenzkur sjáarútvegur hefur aldrei staðið með meiri blóma, og kjör íslenzkra sjómanna verið betri, en nú. 4 8. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ TREIiEBORG SAFEVRÍDE er með ávölum brúnum, sem koma í veg fyrir „rásun” í stýri og gerir bifreiðina stöðuga á vegi. Bremsuhæfni og slitþol SAFE-T-RIDE er mjög mikið. — Berið saman verð. — TRELLEBORG SAFE-T-RIDE er sænsk framleiðsla. SÖLIIS TAÐIR: Akranes: B. Hannesson. Blönduós: Hjólið s.f. Stykkishólmur: K. Gestsson. Akureyri: Þórshamar h.f. ísafjörður: Verzl. M. Bernharðsson. Egilsstaðir: Vignir Brynjólfsson. Reykjavík: Hraunholt, Miklatorgi og Vitatorgi. EYJAFLUG Staðcr ræstingaverkstjóra Mt MEÐ HELGAFELLI NJÓTIB ÞÉR ÚTSÝNIS, FLJÓTRA OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. við Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt 14. launaflokki kjarasamnings Reykja- víkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf, send- ist Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, Heilsuverndarstöðinni fyrir 1. ágúst nk. Reykjavík, 7. júlí 1965. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. SIMAR: VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVEUI 22120 BSaðamaðnr Alþýðublaðið óskar eftir blaðamanni nú þegar. Upplýsingar á ritstjórn blaðsins, sími 10-277. ALÞÝÐUBLAÐIÐ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.