Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 15
IR-nrsótið Framhald af 11. síðu. ur Guðbjörnsson, KR yfirburði og náði langbezta tíma ársins, 14:49.9 imín. Árangur var frekar slakur í kast greinunum og úrslit nokkurnveg- inn eins og búizt var við, Þorsteinn Löve, ÍR, sigraði í kringlukasti, Þórður B. Sigurðsson, KR, í slegg.iukasti, Björgvin Hólm, ÍR, í spjótkasti og Guðmundur Her- mannsson, KR, í kúluvarpi. Eins og fyrr segir sigraði Jón Þ. Ólafsson í hástökki og setti vallarmet — 2.05 m. Hann reyndi aðeins einu sinni við 2,11 m., en tilraunin mistókst algerlega. Kjart an Guðjónsson, ÍR, stökk vel yfir 1.90 m. og átti góðar tilraunir við 1.95 m. Árangur kvenfólksins á mótinu var rétt sæmilegur og Einar Þor- grímsson ÍR, hafði yfirburði í 100 m. hlaupi sveina, er 4 efnileg ir piltar úr ÍR tóku þátt. HELZTU ÚRSLIT: 110 m. grindahlaup: Þorvaldur Benediktsson, KR, 16.1 Valbjörn Þorláksson, KR, 16.1 sek. Sigurður Lárusson, Á, 16.4 sek. 100 m. hlaup: Ólafup Guðmundsson. KR, 11.4 Ragnar Guðmundsson, Á, 11.5 sek. Einar Gíslason, KR, 11.6 sek. 400 m. hlaup: Ólafur Guðmundsson, KR. 50.4 s. Sigurður Geirdal, UBK. 52.6 sek. Ómar Ragnarsson, ÍR, 52.8 sek. Helgi Hóim, UMFK, 53.0 sek. Þórður Guðmundsson, UBK, 53.9 Þorvaldur Benediktsson, KR, 55.0 1500 m. lilaup: Halldór Guðbiörnsson, KR, 3:59.1 Þórarinn Arnórsson, ÍR, 4:15.0 5000 m. hlaup: Kristleifur Guðbj.s. KR, 14:49.9 Agnar Levý, KR, 15:30 5 mín. 100 m. lilaup sveina: Einar Þorgrímsson, ÍR, 12.4 sek. Guðmundur Ólafsson, ÍR, 13. 3 Finnbj. Finnbjörnsson, ÍR, 13.4 Tryggvi Gunnarsson, ÍR, 13.5 100 m. hlaup kvenna: Halldóra Helgadóttir, KR, 13.8 sek. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 14.7 sek. Langstökk kvenna: María Hauksdóttir ÍR, 4.54 m. Sólveig Hannam, ÍR, 4.52 m. Linda Ríkharðsdóttir, ÍR, 4.36 m. Halldóra Helgadóttir, KR, 4.26 m. Hástökk: Jón Þ. Ólafsson, ÍR. 2.05 m. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 1.90 m. Stangarstökk: Va'lbjörn Þorláksson, KR, 4.20 m. Kári Guðmundsson, Á, 3.55 m. Magnús Jakobsson. UBK, 3.40 m. Ársæll Jákobsson, UBK, 3.30 m. Sleggjukast: Þórður B. Sigurðsson, KR, 48.62 m Friðrik Guðmundsson, KR, 46,76 Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 46.05 m. Spjótkast: Björgvin Hólm, ÍR, 59.18 m. Donald Rader, UBK, 49.23 m. Arnar Guðmundsson, KR, 43.14 m. Kringlukast: Þorsteinn Löve, ÍR. 45.71 m. Þorsteinn Alfreðsson, UBK, 44.57 Jón Þ. Ólafsson, ÍR, 43.62 m. Erlendur Valdimarsson, ÍR. 43.36 Friðrik Guðmundsson KR, 43.21 Björgvin Hólm, ÍR, 41.20 m. Kúluvarp: Guðm. Hermannsson, KR 15.75 m. Kjartan Guðjónsson, ÍR, 13.80 m. NÝJASTA MYNDIN UM JAMES BOND Thunderball heitir nýj asta James Bond mynd in og í henni yfrgeng ur Connery allt sem áð ur hefur sést til hans í töffheitum, Hollywood menn og aðrir kvikmynda framleiðendur hafa löng um haft auðugt ímynd unarafl, og ekki alltaf talið það stórglæp að fylgja ekki nákvæmlega því sem gerist í bókinni. Þeir taka sér bessaleyfi til að breyta ýmsum sen um, bæta við og fella úr. Menn munu sammála um að þeim tekst oft hörmulega til, og verð ur því spennandi að sjá hvernig þeir fara með þessa mestu hetju vorra tíma.' Við les|u,r kviki myndahandritsins er það augljóst að söguþráður er ekki alveg eins og hann er í bókinni. Satt að segja er hann stund um eins langt frá og hann getur verið- Fram leiðendurnir bæta inní mörgum atriðum, ýkja önnur, breyta þannig að úr verður hreinasta vís indafantasía, og er hætt við að ekki geðjist öll um að. Hápunkturinn í myndinni er neðansjáv arorrusta, þar sem til lokabaráttu kemur milli Bonds og herdeildar „fall hlífarfroskmanna“ ann ar-vegar og skúrkanna frá SPECTRE liinsveg 'ar. Til þess atriðis var varið um tveimur millj Ungfrúin hérna á myndinni er stórhættulegt glæpa kvendi, einn af böðlum SPECTRE. Þetta er ekkert venjulegt mótorhjól, sem hún er á, hldur hugvit- samlegt morðtól. Neðan til á því má sjá tvo sívaln- inga hvorum megin, eu þessir sívalningar eru litlar eldflaugar, sem notaðar eru til að sprengja í tætlur bíla og önnur farartæki sem verið er að elta. Daman heitir Iona, og er sú eina, sem vill halda áfram við áform sín um að drepa Bond, eftir að hafa legið með honum. y$jmpr‘ ÖP fliKl kvikmyndir skemmicm^ ónum dollara svo að eitt hvað setti það að hafa til að bera. Fyrir þá sem ekki hafa lesið Thunder ball má geta þess að í þeirri bók er Bond á eft ir illvígum glæpasamtök um sem ætla að kúga út fé úr Brezka samveldinu Þeir stela Vulcan! sprengjuflugvél með kjarnorkusprengjum inn' anborðs og hóta að sprengja þær í stórborg um, verði gjaldið' ekkl greitt. 007 er auðvitað settur þeim til höfuðs og honum tekst að sjálf sögðu að koma þeim fyrir kattarnef með aðstoð. margra fagurra kvenna. Erlendur Valdimarsson, ÍR, 13.55 Björgvin Hólm, ÍR, 13.00 m. 4x100 boðhlaup: Sveit KR 44.6 sek, Sveit Ármanns 45.2 sek. Sveit ÍR 46.1 sek. Milljónafarmur Framh. af 11. síðu. . — Eigið þið menn í pólska landsliðinu? — Fimm talsins og tvo í ung lingalandsliðinu, undir 23ja ára. — Hverjir eru þekktastir? — Markvörðurinn Szymkowiak, með 53 leiki að baki og Libergh mcð 20. Báðir mjög snjallir leik- menn. — Þið eruð á leið til New York? Það er rétt, við tökum þar þátt í alþjóðlegu móti ásamt 7 öðrum liðum og munum við leika þar 6 sinnum. Keppt er í tveimur riðl- um og munu sigurvegarar hvors riðils síðan heyja úrslitaleik um fyrsta sætið. — — — Nú var komin hreyfing á hópinn. Brottfarartíminn var að nálgast, en áður en við kvöddum Matyas og þökkuðum honum fyr- ir greið svör spurðum við hvort hann teldi, að Polonia hefði nokkrar sigurlíkur í keppninni, sem væri framundan. — Það er mögulegt en erfitt, svaraði hann og brosti íbygginn. Sennilega verður maður hvergi eins áþreifanlega var við það, hvað heimurinn er lítill og þegar maður er staddur í flugstöð. Fyrir fáum dögum síðan mátti lesa hérna á íþróttasíðunni að Ungverjar hefðu sigrað mótherja sína og að þeirra Albert hefði skorað annað inarkið, sem Ungverjarnir gerðu. Þessi leikur fór fram einhversstaðar í Suður-Evrópu og einhvernveginn fannst manni þessi Albert fjarlæg ur. En rétt í þann mund og kallað var í hátalarakerfið að farþegarn ir ættu að ganga um borð, kom umst við á snoðir um að þessi kunni leikmaður væri meðal liðs manna Ferensvaros, gáfum við því á síðustu stundu fengið hann til að svara nokkrum spurningum. — Hvað hefur þú stundað knatt spyrnu lengi? — Síðan 1953, en 1959 lék ég minn fyrsta landsleik og nú eru þeir orðnir 49. — Ungverska landsliðið, sem sigraði á Olympíuleikunum 1952 og var af mörgum talið bezta lið heimsins næstu árin, átti marga aðdáendur hér á íslandi. Og nú langar okkur til að vita hvort nokkrir af þeim, sem heima eru, taki þátt í keppni? — Nei, þeir eru allir hættir keppni, en hafa samt ekki sagt skilið við íþróttina, eins og t. d. Hidekuti, sem er núna þjálfari. — Er nokkuð hæft í því, sem að blöðin sögðu í fyrra að Puskas hefði í hyggju að snúa heim? — Ekki svo ég viti. En komi hann aftur, held ég að hann haldi varla áfram að keppa, enda farinn að nálgast fertugsaldurinn. Og nú varð þessi glæsilegi og geðþekki maður að hafa hraðann á til að verða ekki strandaglóp- ur, svo við kvöddum hann og ósk uðum honum góðrar ferðar. Þegar liðin gengu út að Loft- leiðavélinni, sem beið þeirra á hlaðinu, fengum við að taka ljós- myndir af þremur þeirra, þar á meðai Skotunum, en þegar þeir höfðu stillt sér upp, neituðu þeir allt í einu að ljósmyndarinn smellti af, nema því aðeins að beir fengju að hafa Albert með sér á myndinni og var hann þá sóttur, og þegar hann var kominn í þeirra raðir urðu þeir loks ánægð ir. Skömmu seinna voru allir komn ir um borð í vélina og þegar hún ók út brautina, hugsaði maður ó sjálfrátt um það, hvenær sú stund rynni upp, að hinir tryggu og þol- inmóðu áhorfendur knattspyrnu leikja á íslandi fengju að sjá tvö lið sem þessi leika saman á Laug- ardalsvellinum. Það er víst langt þangað til. Svo enn um stund fær landinn víst að fara með hlutverk músarinnar í leik kattarins, þegar erlend lið keppa á íslandi. Baksíðan Framhald af síðu 16. núna um næstu helgi förum við í útreiðartúr austur að Skarði á Landi. Útreiðatúrnum verður þannig háttað að farið verður með bíl um austur, en þar hefur félagið komist að samkomulagi við bænd ur að þeir láni hesta til dagsins fyrir 100 krónur hvern hest. Rið ið verður í Lambhaga og á Hraun teig og upp undir Heklurætur- Fólk getur svo valið um hvort það tekur he tinn allan daginn eða hálfan daginn. Á veturna starfar félagið á þann hátt, að lialdnir eru skemmti og fræðslufundir í sal sem félagið hefur til umráða niður í Vonar stræti. Þar sem fólkj er kynnt eðli hinna ýmsu ferðalaga, en þau skiptast í meginatriðum í tjaldferðir, fjallaferðir, jöklaferð ir og hellaskoðun. Þá er fólki kynnt hvernig á að útbúa sig í hinar ýmsu ferðir- Félagar í klúbbnum geta allir orðið sem orðnir eru 16 ára og eldri. Aldurshámark er ekkert. Þá verðuf fólk að sjálfsögðu að vera viljugt til að beygja sig und ir þær reglur sem klúbburinri hefur sett sér varðandi ferðalög, in. , /n •< Þgir sem stóðu að stofnun fé lagsskaparins voru einkum ungt fólk. Þau fundu sér sjálf merki óg heiti á félagið, en formaður til tveggja ára er Gunnlaugur Daniel son, sem er ekki nema 18 ára að aldri- Annars er stjórnin skipuð 5, mönnum sem kosnir eru á aðal fundi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. júlí 1965'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.