Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 13
^ÆJÁRBÍ n Sítni 50184. Satasi stjérnar ballinu (Et Satan conduit le bal) Djörf frönsk kvikmynd gerO af Roger Vadim. Catherine Deneuve Jacques Perrin. Sýnd kl. 9. Bönnuð bömum. Skytturnar Seinni hluti Sýnd kl. 7. Sími 5 02 49 Sfö Eietfur. Amerísk stórmynd í litum og Cinema-Scope. Yul Brynner. Sýnd kl. 9. Hjólfsarðaviðgeröir OPIÐ ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan h.f. SkJpholtl 35, Reykjtvík. Sítasr: 31055, vsrkstæðift, 30688, skrifstolan. Ef þú berð bollana og könnuna inn núna geturðu sótt sultuna og smjörið á eftir. — Ungfrú Campbell gerði eins og henni var fyrirlagt og fór svo inn í eldhús þar sem Fran var að taka tvær stórar eplakökur iit úr ofninum. Þegar öll fjölskyldan var setzt niðui' umhverfis tvö borð, eitt fyrir þá fullorðnu annað fyrir börnin, tók ungfrú Campbell í sig kjark. — Það er undarlegt sem getur komið fyrir mann, — sagði hún. Um leið velti Hal litli niður bollanum sínum full- um af mjólk. Ungfrú Campbell beið meðan mestu lætin voru að ganga yfir og sagði svo hátt og hratt: — Ég vann fyrstu verðlaun í sauma- vélasamkeppni. Það hlustaði enginn á hana með athygli. Jen var að hreinsa mjólkina af sparijakkanum hans Hal og Harry var að hella í boll- ann sinn. — Er það satt? sagði Fran. — En gaman. Ungfrú Campbell varð fyrir miklum vonbrigðum en skyndi- lega flautaði Cammie hátt. — Cam frænka! Er það satt? En hvað það er himneskt! Ég vissi það? Hvað vannstu mikið? Þegar fólkið heyrði að vinning urinn væri eitthvað fjárhagslegt, leit það á ungfrú Campbell. — Fyrstu verðlaun? í hvaða samkeppni? spurði Jen. — Hvenær? spurði Lorraine. — Þegið þið öll og hlustið á Camille, — sagði Fran. Þetta var í fyrsta skipti sem hún kall- aði systur sína fullu nafni og það var einskonar undirstrikun á alvöru stundarinnar. Það fór ekki hjá því að ungfrú Campbell tæki eftir, hve alvarleg systir hennar var og nyti þess. Hún var aldrei kölluð Camille, alltaf ungfrú Campbell eða Cam. — Camille litla sendi kjólinn, sem ég saumaði handa henni — gula chiffon kjólinn. Og ég vann fyrstu verðlaun í kjólasamkeppni saumavélafyrirtækisins „Ham- ingjusöm Heimili”. — Ég fékk bréfið í gær. Systurnar horfðu vantrúaðar á hana, litu síðan hver á aðra, en þegar þær skildu að engin þeirra hafði fengið fréttirnar á undan hinni, róuðust þær. — Ég vnnn fimmtán þúsund dali, — sagði ungfrú Campbell. Það lá við að henni svelgdist á. - Og .... — 15.000! sagði Melvin. — .... og þeir bjóða mér til New York og ég fæ allt borgað —Vikudvöl—ferðarinnar—í lok júní. Ég á að búa á Waldorf- Astoria. — — Cam frænka! — hvíslaði Cammie. — New York, endurtók Fred og starði lengur á mágkonu sína en hann hafði nokkru sinni gert. — Þú ferð vitanlega ekki, — sagði Lorraine taugaóstyrk. 2. HLUTI — Nei, auðvitað ekki, — svar- aði ungfrú Campbell. — Það er svo óstjórnlega heitt í New York á sumrin, — sagði Lorraine og leit á Melvin. Þau hugsuðu bæði um tveggja vikna sumarleyfið í Kanada. Þau höfðu einmitt ætlað á sama tíma og ungfrú Campbell var boðið til New York og hvernig ættu þau að komast af stað ef Cam frænka gætti ekki barnanna á meðan? ★ Næsta dag heimsóttu aðskilj- anlegir blaðamenn ungfrú Camp bell og dagblað bæjarins skrifaði langa grein um hana. Það fylgdi mynd með. Hún klippti hana ekki út. Samstarfsmenn hennar ósk- uðu henni til hamingju, vinir og kunningjar hringdu til hennar, jafnvel ókunnugir vildu tala við hana og hún varð lika að muna eftir. að senda skriflegt þakkar- bréf til „Hamingjusamra Heim- ila” og afþakkaði ferðalagið til New York. En í vikulokin var hringt dyra bjöllunni hjá ungfrú Campbell. Það var Cammie. — Cam frænka, sagði hún más andi, — ég kom með sunnudags blað frá New York. Þar geturðu lesið hvað er leikið í leikhúsun- um og á hvaða veitingahúsi mað ur á að borða og hvað er mest gaman að sjá. Hún rétti frænku sinni saman- brotið blað. — Þetta er fallega gert, Cam- mie, en ég fer ekki til New York, sagði frú Campbell. — Þú gætin skipt um skoðun, Cam frænka. Eg verð að hlaupa. Biff bíður. Ungfrú Campbell andvarpaði og tók við blaðinu og þakkaði frænku sinni fyrir. Þegar hún kom inn í stofuna kveikti hún Ijósið og lagði blaðið á borðið, leit á forsíðuna og tízkuauglýsing arnar, og blaðaði svo yfir í leik- húsfréttirnar og sunnudagsblað- ið. Stutt grein olli því að hún varð mjög hugsandi. Eftir að hún hafði snætt hádeg isverð og var lögð af stað inn í saumastofuna leit hún aftur á blaðið, gekk að því, opnaði það og fann aftur. greinina, sem hafði gert hana svo hugsandi áður. Það var auglýsing. Hún las hana einu sinni enn, svo tók hún sína ákvörðun. Fyrsta bréfið var hún aðeins augnablik að skrifa. Það endaði svona: .... því hef ég tekið við vingjarnlegu boði yðar til endur- nýjaðrar athugunar og leyfi mér nú að tilkynna yður, að ég þigg það með þökkum. Þér getið átt von á mér til New York um leið og skólafríið hefst. Yðar C . . . SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömln sængurnar, eigum dún- og fiðurheld >er. Seljum æðardúns- «g gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sfml 18740. tmmiwMWftwwMwwMw Fata viðgerðir SETJUM SKINN A JAKKk AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA I 1 SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sími 18448. SÆNGUR v- * *æ, Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FEÐURHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 16738 Hrein frisk heilbrigð huö MLVEA V kiviA C Jil ' ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. júlí 1965 J 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.