Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.07.1965, Blaðsíða 3
Orkunotkun eykst frá ári til árs INNAN SKAMMS mun ungur liáskólastúdent, Þorbjörn Broddason, halda út í Surts ey og dveljast þar sumarlangt sem gæzlumaö'ur á vegum irannsóknarráðs. Alþýðiublaðið hringdi í hann í dag til að fá náazari ijregnir af þssarj fyrirhuguðu „útlegð“ hans- — Ég fer sennilega austur um aðra helgi( tegir Þorbjöi'n. —Og verðurðu einn í eynni? — Nei, meiningin er að ég verði þar við annan mann, en enn mun ekki fullfrágengið hver félagi minn verður, svo að ég get ekki farið með það. — Og hvert veiður verkefni þitt í eynni? — Ég á að vera þar ,við gæzlu og einnig vísindamönn um til aðstoðar- Ég geri ráð fyrir að þeir skilji eftir ýmis leg tæki, sem ég verði látinn annast, svo að hægt verði að gera samfelld'?r athuganir. Annars veit ég ekki nákvæm lega ennþá í hverju starfið verður fólgið, en nú alveg á næstunni verða settar reglur um Surtsey og umgengni þar, og þá ætti það 'að fara að ský.r ast. Þessar reglur hljóta að verða birtar einhvern næsta daginn og þær þarf að kynna almenningi vel. — Eitthvert húsaskjól muntu hafa í eynni? —Já.húsið er nú ekki alveg komið upp en það er búið að leggja undirstöðuna að því og það verður reist núna al veg á næstunni- Og eins og ég sagði býst ég við að geta far ið út í eyna eftir rúma viku til dvalar. — Heldurðu ekki að það verði leiðinlegt að vera þar svona lengi? — Nei, ég held að það sé engin ástæða til að láta sér leið ast. Annars veit ég náttúru lega ekkert um það svona fyr ir fram hvernig vistin í eynni verður- Ég hef raunverulega ekkert um þetta að segja núna; það verður ekki fyrr en ég hef verið í eynni að ég kann að hafa eitthvað frásagnarvert í fórum mínum. Reykjavík KB í NÝBIRTRI skýrslu frá raf- orkumálastjóra segir frá þvi, að í árslok 1964 hafi uppsett afl allra almenningsrafstöðva landsins ver ið komið upp í 149 258 kw og hafði það aukizt um 2 643 kw á árinu eða um 1,8%. Afl vatnsrafstöðva var alls 122 678 kw eða 82,2% af heildarafl- inu, en margar dísilstöðvar eru starfræktar um land allt. bæði sem varastöðvar og sem aðalstöðv ar í þeim héröðum, er ekki hafa enn verið tengd við rafmagnskerfi vatnsaflasstöðvanna. Þessar dísil Stór og fullkomin kembi og spunaverksmiðja var tekin í notk un á Álafossi fyrir nokkru. Með tjl komu þessarar nýju verksmiðju er möguleiki á a® auka framleiðsl una mikið og að framleiða góða vöru með mjnni vinnukrafti. Árs aíköst oV«jrfesi(|:unnar er miðuð við 500 tonn og eru möguleikar stöðvar eru að tiltölu flestar og stærstar á Austfjörðum. Orkuvinnslan á árinu 1964 nam alls 665 656 Mwh og hafði aukizt ub 3,9% frá fyrra ári. 98,1% ork unnar var unnið með vatnsafli. Almenn orkunotkun, þ. e orku- notkun að frádreginni notkun áburðarverksmiðjunnar, Sements- verksmiðjunnar og Keflavíkurflug vallar, varð alls 468 815 Mwh og hafði aukizt um 4,2% frá fyrra ári,- en stórnotkun varð alls 196 870 Mwh og hafði aukizt um 3.3%; þar af jókst notkun Áburðarverk Framh. á 14 siðu. á tvöföldun vélakosts hennar ef þurfa þykir. Verðmæti ullarinnar er unnin er í verksmiðjunni eykst um 50% , en áður var ullin flutt út þvegin en óunnin. Verksmiðjan getur afgreitt allt að 400 tonn af bandi miðað við tví skiptar vaktir- Þar sem hér á landi er markaður fyrir aðeins um 150 tonn á ári fer mest af framleiðslunni til útflutnings og þegar hefur verið samið um sölu á mun meira magni. Aðaláherzl an er lögð á að vefa gólfteppa band eða um 60—70% af heild arframleiðslunni. Þorbjörn Broddason: — engin ástæða til að láta sér leiðast. ’ ---------- -------------- ----------- ■ 29 STUNDA BID Á KASTRUPVELll Ný verksmiðja á Álafossi 83 SKEMMTIFERÐAMENN biðu 29 klukkustundir í flugstöð inni í Kastrup við Kaupmanna- íhöfn eftir flugferð til Suður-Ev rópu, en komust að lokum af stað á fimmtudag, en höfðu þá beðið innilokaðir á flugstöðinni á þriðja dag. Ástæðan til þessarar löngu biðar var, að ferðaskrifstofan, sem sá um ferðina, gat ekki séð þeim fyrir flugfari, en flugvél frá spönsku leiguflugfélagi sveikst um að senda vél til Kaupmanna hafnar, og engin önnur flugfélög vildu leigja vél til ferðarinnar. í hópnum sem beið voru að mestu leyti Svíar. Var þeim ekki sagt frá hvernig í pottinn var búið og hinu og þessu borið við. þegar reynt var að útskýra fyrir þeim hvernig á biðinni stæði. Ein af viðbárunum var sú, að vél frá Flugfélagi íslands, hefði tafizt vegna þoku á íslandi, en með henni áttu að vera 10 Kýpurbúar sem beðið var eftir. Það er sænsk-dönsk ferðaskrif- stofa, sem fyrir ferðinni stendur, og höfðu allir farþegarnir greitt fargjöld til ýmissa staða við Mið jarðarhaf. Dönskum flugumferðar yfirvöldum var ekki farið að lítast á blikuna, þegar farþegarnir voru búnir að bíða á annan sólarhring og ferðaskrifstofan gat enga við hlýtandi skýringu gefið á, hvers vegna flugvél þeirra kom ekki og kom enda í ljós að þarna var maðk ur í mysunni. Það var ekki von á neinni flugvél frá London, eins og látið var í veðri vaka heldur voru ferðaskrifstofumenn eins og útspýtt hundskinn við að reyna að fá einhvers staðar flug vél leigða og að standa við gerða samninga við ferðafólkið, en það gat heldur ekki fengið farseðla sína endurgreidda Krafðist þá flugstjórnin þess að ferðaskrif- stofan legði fram 60 þús. danskra kr. tryggingu fyrir að farþegarn ir kæmust aftur heim, ef úr flug inu yrði. Og enn urðu ferðaskrif stofumenn að fara af stað og út- vega þessa peninga og tókst það. Þegar peningarnir voru loks fengnir kom í ljós að spænska flugfélagið hafði ekki sent vélina vegna skuldar ferðaskrifstofunn- ar og þótt farþegarnir hefðu greitt mun hærri upphæð fyrir farseðla sína er nam leigu flugvélarinnar gat ferðaskrifstofan ekki lagt fram tryggingu fyrir flugvélaleig unni. Og að síðustu kom í ljós að það var umboðsmaður flugfélags ins sem lagði fram tryggingu fyrir að farþegarnir kæmust aftur heim, en ekki títtnefnd ferðaskrif stofa og hvað varð af þeim hundr að þúsundum sem hún fékk fyrir selda farseðla veit enginn, en eftir 29 stunda bið í Kastrup kom ust 83 þreyttir og leiðir ferðalang ar loks af stað til hins langþráða Miðjarðarhafs. Framkvæmdastjóri Álafossverk smiðjunnar er Ásbjörn Sigurjóns son. \ 36 skip með , 29.450 mál Reykjavík, — KB, 36 skip fengu í nótt samtals 29-450 mál að Því er síldarleitin á Dalatanga tiáði blaðinu í morg un. Síld þessi fékkst á sömu slóff um og áður, suður undir Færeyj' um effa um 130—140 rnílur suð austur frá suðri frá Dalatanga Á þessum slóðiun hefur verið ágæt is veiðiveður, en ekki hefur sfld fundizt nær svo teljandi sé. Þessi sklp fengu 1000 mál og' þar yfir: Höfrungur II. 1800, Þon lákur 1000, Elliði 2200 (þar af voru 600 mál tekin í flutningaskip á miðunum), Haraldur 1500, Súlan , 1200, Gullver 1800, Bjarthr 1000, Snæfugl 1300, Sigurborg 1000, Guð' mundur Péturs 1200, Barði 1008. ; Farþegar biða í hópum á Kastrup flugvelli eftir vélinni, sem ekki var einu sinni búið að útvega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. júlí 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.