Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14900. Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. •— Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Xítgefandi: Alþýðuflokkurinn. Burt með sóðaskapinn TÍMI sumarleyfanna stendur nú sem hæst og eru ferðalög hér innanlands í byggðum og óbyggð- um í hámarki. í kjölfar mikillar fjölgunar bifreiða og lengingar akvegakerfisins hefur umferð á þjóðveg- um landsins vaxið gífurlega undanfarin nokkur ár. •Ef veður er fagurt um helgar má segja, að nær stöð- 'ugur straumur bifreiða sé á öllum helztu aðalleiðum í grennd við borgina. Bifreiðafjölgunin er órækur vottur um aukna al imenna velmegun og ber því að fagna. Eins er gott Til þess að vita, að fólk skuli nota frístundir sínar til þess að kynnast landi sínu og stórbrotinni náttúru þess. Það er aðeins eitt, sem skyggir á í þessu sam- bandi og það er hin slæma umgengi á mörgum fjöl- sóttum ferðamannastöðum, með þjóðvegum og jafn ’vel í óbyggðum fjarri öllum mannabústöðum. Þetta þarf að laga. Það er því miður allt of algeng sjón, að sjá bréfa rusl og matarleifar liggja sem hrávið um allt, þar sem ferðafólk hefur áð. Þetta ætti að vera algjör ó- þarfi því lítil fyrirhöfn er að sjá svo til, að ekkert rusl verði eftir þar sem stanzað hefur verið. Það ætti eng- um að vera ofverk að tína saman leifarnar og urða þær eða grafa. Mjög mikið af allskyns matarumbúðum er nú orð ið úr málmi eða málmþynnupappír af einhverju tagi. Þessum umbúðum fá hvorki vatn né vindar grandað íyrr en seint og síðar meir og alla stingur þetta í þugu, sem leið eiga um fagurt umhverfi, sem mis- þyrmt hefur verið á þennan hátt. j í óbyggðum hafa víða verið reist sæluhús þar sem ferðalangar geta fengið afdrep. Umgengi um þessa staði er oft fyrir neðan allar hellur og engum til sóma. t Það þarf ekki nema einn gikkinn í hverja veiði- stöð og það er ekki nóg að margir gangi snyrtilega am, ef allir gera það ekki. Erlendis liggja víða stór- . sektir við að kasta bréfarusli á víðavangi, en vonandi Darf ekki að grípa til neinna slíkra ráðstafana hér til lað kippa þessum málum í lag. I Skylt er þó að geta þess, að skátar og aðrir reynd ir útilífsmenn sýna yfirleitt þá umgengni úti í náttúr unni sem sómi er að og mættu ýmsir þar af læra. í þessum málum verður engu áorkað nema með sameiginlegu átaki allra sem hlut eiga að máli. Væri vissulega vel, ef hægt væri að bæta umgengnina með því einu að hvetja fólk til að ganga vel um og án þess að þyrfti að grípa til svipaðra sektarráðstaf ana og beitt er erlendis, en þess fer að verða þörf hvað úr hverju, ef svo heldur sem horfir. 4 14. júíí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Boðhlaup kvenna á íþróttamóti U.M.F Samþykktir ÍÞRÓTTAMÁL. Þingið skorar á Ríkisstjórn ís lands að leggja fyrir Alþingi á ikomandi hausti til að samþykktar frumvarp til laga um breytingu á lögum um iþrótakennaraskóla itelanóls, sem nefnfi skipuð af menntamálaráðuneytinu samdi og skilaði ráðuneytinu í nóvember 1964. Telur þingið að frumvarpið feli í sér aukna aðstöðu til menntun ar og iþjálfunlar 'leiðbeinencVum sem annast eiga stjórn hins íþrótta lega og félagslega starfs innan ungmennafélaga. Þingið fagnar þeim íþróttamann virkjum, sem nú er verið.að ljúka við á vegum íþróttakennaraskóla íslands 'að Laugarvatni og þakkar ríkisstjórn góðan skilning á nauð syn þeirra framkvæmda. Þingið samþykkir að skora á ríkisstjórnina að fá samþykkt á fjárlögum 1966 það háa uppliæð til byggingar heimavistar íþrótta kennaraskóla íslands, að lieima vistarhúsið megi fullgera 1967, svo skólinn geti tekið húsið í notkun 1- október það ár. Þingið lýsir yfir þakklæti sínu til þess skólastarfs sem allt frá 1932 hefur verið innt af höndum að Laugarvatni til menntunar og þjálfunar kennara og leiðbeinanda fyrir störfu ungmennafélaganna bindur mikla von við starfrækslu íþróttakennaraskóla íslands til efl ingar ungmennafélagsskapnum- Þingið lætur í ljós ánægju sína yfir vaxandi starfrækslu sumar búða á vegum héraðssambanda. Samþykkir þingið að fela stjórn UMFÍ 'að vinna að samræmingu styrkja til þess starfs og setja ireglur um starfstilhögun og starfs mannahaíd. Þá vekur þingið ahygli á til breytingu í rekstri sumarbúða t. d. að fyrir eldri unglinga sé liafð ur sá liáttur á, að þeir vinni fyrir uppihaldi sínu með 4 tima dag legri vinnu og njóti síðan ókeypis tilsagnar í íþrótum. Einnig bendir þingið á nauðsyn að efnt sé til námskeiðs í félags störfum. Þingið samþykkir: 1- að stjórnir héraðssambandanna vinni að því í samvinnu við sýslunefndir og sveitarstjórn ir, fræðsluráð og skólanefndir skólastjóra og sambandsfélög sín að koma á umferðarkennslu í íþróttum milli skóla og félaga á sambandssvæðunum á þeim grundvelli, að laun og ferða kostnaður skiptist milli sveit arsjóðs og félaga en upp í þenn an kostnað afli stjórnir hér 'aðssambandanna styrkja frá ríkissjóði, UMFÍ; ÍSÍ og sýslu sjóðum. 2. að fáist ekki kennari eða sam staða um umferðarkennslu, þá stuðli stjórnir héraðssamband- anna að því, að til félaga og skóla þar -sem enginn getur annast tilsögn í íþróttum, sé fenginn kennari eða leiðbein andi úr nágrenninu, sem komi a.m.k. tvisvar í viku til við komandi skóla og félags, til að annast íþróttakennslu á þeirra vegum. Laun og ferða kostnað sé leitast við að fá greiddan eins og greint er frá í 1. lið. 3- að fáist hvorugri þeirri aðferð Bjarni Bjarnason lieiðursgestur mótisins flytur ræðu. komið við, sem greinir í lið 1 eða 2; þá sé unnið að því að koma á reglubundnum hópferð um frá þeim félagssvæðum, er eigi ep unnt ‘að koma við í þróttaæfingum, til staða þar sem aðstaða er góð til íþrótta æfinga og íþróttakennari eða leiðbeinandj til staðar. Kostnaður til slíki-a flutninga, samþykkir sambandsþing UM FÍ 1965 að sé styrkhæfur og felur stjórn UMFÍ að vinna að því að aðrir hlutaðeigandi aðilar viðurkenni hann styrk hæfan. Þingið skorar á ríkisstjórn ís lands að samþykkja tillögur þær sem nefnd skipuð af menntamála ráðuneytinu samdi og skilaði til ráðuneytisins á sl. hausti vegna endurskoðunar á lagaákvæðum um íþróttacjóð og leggja málið fyrir Alþingi á komandi hausti. Þingið lýsir yfir því, að vei'ði efna hagur íþr.sjóðs eigi bættur muni tak.a fyrir eðlilega öflun íþrótta mannvirkja til íþróttaiðkana fyf- ir skólaæsku, almenning og frjáls an íþróttafélagsskap. Þingið samþykkir, að kosin verði leikur verði tekinn inn sem keppn isgrein á næsta landsmóti- Þingið samþykir; að kosin verði nefnd til undirbúnings keppni í hópíþróttum á komandi landsmót um bæði í þeim greinum, sem þegar er keppt í og öðrum sem áhugi er fyrir. Nefndin ljúki störf um fyrir næsta sambandsráðs- fund. Þingið felur væntanlegri stjórn að vinna að því, að farið verði með flokk íþróttamanna til keppni í einhverju Norðurlandanna, að afloknu landsmóti hverju sinni. Þingið telur hagkvæmara, að velja keppendur til utanfarar eftir af rekum þeirra á landsmóti. Þingið felur væntanlegri sam koma á skipulegri keppni í skák milli héraðscambandanna og fari úrslitakeppni fram í sambandi við sambandsþing eða landsmótsþing eða landsmót- Þingið samþykkir, að landsmót

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.