Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.07.1965, Blaðsíða 5
rerði haldin þriðja hvert árr en ekki fjórða hvert ár eins og verið hefur. STARFSÍÞRÓTTIR. Þingið hvetur ungmennafélög til þess að leggja aukna rækt við starfsíþróttir, þar sem þær stuðla að aukinni verkmenningu og auka starfsgleði og vandvirkni :• starfi jafnframt því sem iðkun þeirra eykur á fjölbreytni í félagsstarfi ungmennafélaganna. Þar sem miklu varðar um hag (nýtt 'gildi starfsiþk'ótta, ihversu vel er háttað leiðbeiningastarfi felur þingið sjórn UMFÍ að skipu leggja Það mjög vel og leita í því. sambandi samstarfs við félagssam tök og stofnanir, sem annast fræðslustarf á því sviði sem starfs íþróttirnar koma inn á. 1. Jafnframt felur þingið stjórn UMFÍ að endursemja reglur um keppni í starfsíþróttum á landsmótinu og leggja þær síð an fyrir næsta sambandsþing- 2. þingið telur nauðsyn bera til bandsstjórn að freista þess að fjölbreytni sé aukin' í starfsíþróttakeppni og bendir á í því sambandi hvort ekki munj möguleikar á einhvers konar hópkeppni. Ennfremur telur þingið nauðsynlegt, að nýjustu erlendar reglur um keppni í starfsíþróttum séu jafnan fyrir hendi í íslenzkri þýðingu hjá UMFÍ og 'að jafn an sé fylzt með nýjungum og breytingum erlendis í þessari keppnisgréin. Frá sögusýn Þi’ngið telur að leggja beri meiri áherzlu á félagslegt uppeldi i skól um landsins en gert er. í því sam bandi vill þingið benda á: 1- að í menntun kennara verði lögð áherzla á það, að kennar ar geti orðið góðir leiðbeinend ur nemenda sinna á sviði fé lagsmála. 2. að skólunum verði sköpuð þau ytri skilyrði er auðveldi félags störf t.d. hvað húsako-t snert ir og aukna starfskrafta. 3- að á námsskrá skólanna vérði ætlaður tími til að þáttar skólastarfsins. ngoinni að Lauga vatni á móti U.M. einnig skógarverði Þórði Pálssyni fyrir hans ágæta starf þar. 24- sambandsþing UMFÍ felur væntanlegri sambandsstjórn að athuga möguleika á því að gera merki Þrastaskógar úr málmi, en það er þröstur á grein. Merkið verði síðan til sölu fyrir gesti skógarins og notað í sambandi við vígslu leikvangsins í Þrasta skógi. 24. sambandsþing UMFÍ ákveð ur að kosin skuli 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um fram F.r. tíð Þrastaskógar sem miðstöðvar fyrir ungmennafélögin. i því sam bandi skal nefndin hafa í huga miðstöð fyrir æskulýðsstarfsemi, dvalarhótel, og fjáröflun til þeirra framkvæmda. Þrír nefndarmanna skulu kjörn ir af sambandsþingi, en sambands stjórn kýs tvo. Nefndin kýs sér formann og ritara. Nefndin skili áliti sínu til sambandsstjórnar fyr ir næsta sambandsráðsfund- Ferðtakostnaður nefhdarinn|m skal greiddur úr sambandssjóði- 24. sambandsþing UMFÍ telur æskilegt, að eitt hefti Skinfaxa verði helgað Þrastaskógi að mestu með áliti til þeirra framkvæmda sem nú fara Þar fram. Verði þar rakin saga staðarins frá þv: hann. komst í eigu UMFÍ 1911. 24. sambandsþing UMFÍ fagnar því að danska Þjóðþingið hefur nú samþykkt að afhenda íslending um handritin. Sambandsþingið tel ur að sámþykktin og afhending handritanna beri ljósan vott um '•kilning dönsku þjóðarinnar á menningararfleifð íslendinga og verði til þess að treysta vinátíu bönd þessara frændþjóða- Þingið lítur svo á, að afhending handritanna verði sígilt fordæmi um samskipti milli þjóða. Þingið beinir þeim tilmælum til r'kisstjórnar íslands, að hún bjóði heim forsætisráðherra Danmerk ur i þakklætis- og virðingarskyni- vegna afgreiðdu þeirrar er hand ritamálið hlaut í danska þinginu. Þingið telur núverandi ástan«> í sjónvarpsmálum óviðunandi Off íslenzkri þjóðmenningu til mikils vanza. Þingið skórar á stjórnvöld aðl ráða bót á þessu vandamálj og koma hið fyrsta á menntandi ís lenzku sjónvarpi- Þingið hvetur til endurreisna*1 Skálholts og Hóla og þakkar þæ* framkvæmdir, sem þegar hafa oríj ið einkum í Skálholti. Framhald á 15. síðu Þingið minnir á nauðsyn þess að öll gát sé höfð á um með ferð búvinnuvéla og hvetur eindregið alla eigendur slikra vélar til þess að hafa þær alltaf í bezta lagi, svo að vanræksla í því efni verði ekki orsök slysa- FÉLAGSMÁL. Þingið fagnar þv: að mennta málaráðherra hefur skipað æsku lýðsmálanefnd. Væntir þingið þess að nefndin ljúki störfum hið fyrsta. Þingið lítur svo á, að hin frjálsa félags tarfsemi hafi miklu hlut verkí að gegna í þágu uppeldis og þegnskapar og telur að brýn nauðsyn beri til þess, að efla hana til fjölbreyttra og markvissra starfa. Þingið þakkar aukna fjárhags aðstoð ríkisins og væntir þess, að framhald verðj á henni, og að UMFÍ verðj veittur fastur tekju stofn eins og ÍSÍ, svo hægt verði að tryggja að samtökin geti veitt þá þjónustu, sem nauðsynleg er á hverjum tíma í þágu öflugs og mannbætandr fétagsstarfs undir liandleið.siu menntaðra og reynd ra æsk'-'-lýðsleiðtoga- Nauðsynlegt er að ráða fastan erindreka til þess að byggja upp aukna æsku lýðsstavfsemi- Þiiígið tdlur %'.au<V.ynlegt að stefna að því að gera héraðssam böndunum fjárhagslega kleift að ráða æskulýðsleiðtoga, sem fast 'an starf mann tjl eflingar hinu mikla starfi í félags— og íþrótta málum, sem fer fram á þeirra veg um viðsvegar um landið. Þingið skorar á ungmennafélögin að vera á verði um hlutverk sitt. Þingið skorar á Alþingi og ríkis stjórn og aðra aðila er þar um fjalla, að efla skóla og uppeldis störf í landinu á sem víðtækustum vettvangi. Sé haft í huga að skapa íslenzkum æskulýð sem jöfnust mennta- og þroskaskilyrði : bæj um og sveitum landsins. Þingið beinir þeirri áskorun til ríkisstjórnar íslands að láta nií þegar endurskoða löggjöf um Fé lagsheimilasjóð með það fyrir augum að skipuleggja betur að stoð við slíka-r byggingar og bæta úr því ófremdarástandi, sem rík ir að Félagsheimilasjóður skuldar félagsheimilum víða um land stór fé- Skapar það fátækum félögum sem ráðist hafa í byggingu félags ljeimila mjög erfiðar fjárhagsá stæður til heilbrigðs félagsstarfs. í sambandi við þá endurskoðun | óskar þingið að leitað verði til \ UMFÍ. Þingið treystir því, að rík iSstjórnin leggi fram tillögur í þessu máli á næsta Alþingi. Þingið minnir á fyrri samþykkt ir um bindindismál og hvetur for ráðamenn þjóðarinnar til þess að ganga þar á undan með góðu for dæmi. ísland vínlaust án allra, bahna ætti að vera takmark þjóð arinnar. Þingið lýsir ánægju sinni á þeirri viðleitni ýmissa héraða, að gangast fyrir vínlausum menning arlegum skemmtisamkomum ung menna og hvetur öll samböndin til þessr að leita eftir samstöðu í sínu héraði um þau mál. 24. sambandsþing UMFÍ þakk ar þeim ungmennafélögum, sem unnið hafa að gróðursetningd í Þrastarskógi undanfarin ár og ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 14. júlí 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.