Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 1
Föstudagur 23. júií 1965 — 45. árg. 162. tbi. - VERD 5 KB.
mótssetnin
Reykjavík KB.
HÁSKÓLABÍÓ var meira en þéttset
ið, þegar 19. norræna skólamótið
var sett þar í gærmorgun. Mótgest
ir voru til muna fleiri en húsið rúm
aði í sæti, og var komið fyrir lausum
stólum víða í salnum, en auk þess
stóðu margir í göngum og stigum og
frammi í anddyrinu, en þar var kom
ið -fyrir hátöiurum.
SviSið var fagurlega skreytt blóm
um og fánar allra Norðurlandanna
sex stóðu þar í tveimur hvirfing-
um: annars vegar fánar Danmerk
ur, Finnlands og Færeyja, en hins
vegar fánar íslands, Noregs og Sví
þjóðar. Athöfnin hófst rrieð því að
kammerhljómsveit undir stjórn
Björns Ólafssonar lék íslenzk þjóð
lög. Síðan bauð Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri' móteiglesti vel-
komna, en að ávarpi hans loknu
setti dr. Gyifi Þ. Gíslason mennta
málaráðherra skólamótið með
stuttri ræðu. Er ræða lians birt
í heild annars staðar hér í blað-
inu.
Að setningarræðu menntamála-
ráðherra lokinni var þjóðsöngur
íslands leikinn, en síðan fluttu
fulltrúar hinna Norðurlandanna
stutt ávörp, hnir K. B. Andersen,
meriritamálaráðherra Danmerkur,
Jussi Saukkonen, menntamálaráð-
herra Finnlands, Helge Sivertsen
merinamálaráðherra Nor»gs og
Sven Mobarg, skrifstofus'tjóri í
sænska menntamálaráðuneytinu,
Framhald á 10. síðu
OOOOOOOOOOOO OOOO
Þessa mynd tók Ijósmynd.
ari Albýðublaðsins vif. setn.
ingn 19. norræna skólamóts
ins í Háskólabíó í gærmorg
un. Sem sjá má á myndinni
var salur hússins þéttskipað
ur.
Nokkrir fulltrúanna á
skólamótinu.
TtKNR
LANDHELG
Nokkrir dragnótabátar voru
staðnir að ólöglegum veiðum í
Garðssjó um síðustu helgi. Það
var þyrla Landhelgisgæzlunnar er
kom að þeim á þessum veiðum.
Bátarnir hafa fært sig mjög upp
á skaftið undanfarið með ólögleg
ar veiðar á þessu svæði. Um helg
ina var þyrlan staðsett við Garð
skagavita og fór hún nokkrar ferð
ir þaðan út yfir Garðsjó og vöruð
ust skipstjóramir ekki þessar að
gerðir og voru teknir í landhelgi
Voru bátamir oft að þessum veið
um upp undir landssteinum.
Danmörk
- Island
5-0
Falkenberg 22. júlí (NTB TT)
Á NOIUÐURLANDAMÓTI ungl
inga í knattspymu sem hófst í dag
sigrúðu Danir íslendinga með 5
mörkum gegn engu. í hálfleik var
staðan 2 — 0. Svíar unnu Finna með
2 mörkum gegn engu.
Mótið er haldið í Falkenberg í
Svíþjóð. Verður því haldið áfram
á föstudag.
Greíndin nýtist ekki
alltaf sem skyldi
Reykjavík KB.
DR. MATTHÍAS JÓNASSON prófessor flutti fyrsta erindið, sem
haldið var á norræna skólamótinu, sem þessa dagana stendur yfir
í Reykjavík. Nefndist erindi hans Dreifing greindar í samfélagi og
skólum, og gerði hann þar grein fyrir rannsóknum, sem fram hafa
farið hér á Iandi, á greind íslenzkra bama og unglinga.
Dr. Matthías hóf mál sitt með
að benda á, að það væri ekki leng
ur einkamál hvers og eins, held
ur þjóðfélagsleg nauðsyn, að
greind fái að þroskast við hám
og nýtast til starfa. Vék hann síð
an að rannsóknum á greind bama
hér á landi á aldrinum 3—16 ára
en alls hefur verið könnuð greind
um 5000 einstaklingá á þessum
aldri eða 3,4% íbúa lajidsins, þessi
fjöidi er 13,4% af þpim árgöng
um, sem um er að iæða. Niður
stöður þær, sem hann ræddi, byggj
ast þó ekki á greindarkönnun
nema 3702 einstaklinga, 1856
stúlkna og 1846 pilta. Kom í Ijós
að meðalgreind alls hópsins var
102,6 greindarvísitölustig, en væri
hópnum skipt í sjö flokka eftir
atvinnu föður, kom í ljós, að mun
urinn á greind neðsta flokksins
og þess næstefsta var tiltölulega
lítill, en hins vegar vai- greind
barna í efsta flokknum, en þar
voru börn embættismanna og sér
fræðinga, til muna hærri. Athug
unin benti einnig til þess, að stúlk
ur hefðu að jafnaði hærri greind
arvísitölu en piltar fram til sex
ára aldurs, en þá tækju þeir að
sækja á og hefðu yfirhöndina
allt til sextán ára aldurs eða svo
langt sem rannsóknimar náðu.
Þó kvað dr. Matthías þennan
mun vera lítinn og niðurstöðurn
ar um þetta ekki öruggar að öllif
leyti.
Liður í rannsókninni var, ad
sögn dr. Matthíasar, sá, að bor
in var saman greind 1875 bama
úr hópnum og árangur )eirra á
þremur prófum, barnaprcfi, ungl
ingaprófi og landsprófi. Við þessa
könnun kom m.a. í ljós, að stúlfc
Framhald á 15. siðu.
Home búinn að
segja af sér
LONDON, 22. júH (NTB— Reuter).
Leiðtogi brezka íhaldsflokksins
Sir Alec Douglas—Home, til
kynnti í dag að hann mundi segja
af sér sem flokksleiðtogi jafnskjótt
og eftirmaður hefði verið valinn.
Fyrsta atkvæðagreiðslan fer fram
á þriðjudaginn, en úrslit verða
ekki tilkynnt fyrr en á fimmtu
dag.
Ef naðsyn krefur verða að fara
fram þrjár atkvæðagreiðslur til
að finna nýjan leiðtoga í stað Sir
Alec Douglas—Home, sem er 62
ára að aldri, samkvæmt nýjum regl
um um val flokksforingja. Sagt
Frambald á 15. siðu
Alec Douglas—Home