Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 9
Dularfullur, pólskur her-
foringi glatar her sfnum
TÍMAMÓT hafa orðið í Póllandi.
Yfirvöldin hafa ákveðið að leggja
niður pólitískan her landsins á
þeirri forsendu að nú sé svo kom-
ið aö hann hafi við engin vanda-
mál að stríða í sambandi við ör-
yggi innanlands. Þar með lýkur
tímabili í sögu landsins. Pólverjar
hafa rofið síðustu tengslin við hina
istalinistísku fortíð sína.
Menn úr innanlandsöryggissveit
unum og landamæraverðinum eru
nú undir venjulegri stjórn hersins
og landvarnaráðuneytisins. Áður
voru þeir undir stjórn innanríkis-
ráðuneytisins.
MOCZAR HERSHÖFÐINGI
— valdamikill að tjaldabaki
Þessar breytingar á völdunum
virðast hafa orðið þeim 45.000
mönnum, sem hér eiga hlut að
máli, mikið áfall. Á einni svip-
stundu glötuðu þeir sérstöðu
sinni og fréttir um megna óánægju
hafa borizt til liöfuðborgarinnar.
Sumir liðsforingjar óhlýðnuðust
bersýnilega að lesa dagskipunina
fyrir hermönnum sínum.
bæla niður óeirðir á ýmsum stöð-
um er áttu rót sína að rekja til
trúmála, einkum í nágrenni Kra-
kow vorið 1960.
Dularfullur herforingi
Helztu pólitísku áhrif sameining
ar öryggissveitanna og hersins
hafa verið þau, að athygli manna
hefur á ný beinzt að. hinum dul-
arfulla hershöfðingja Moczar. Þótt
hann hafi sem yfirmaður innanrík-
isráðuneytisins misst yfirráð sín
yfir öryggissveitunum og landa-
mæraverðinum, stjórnar hann lög-
reglusveitunum og hjálparsveitum
þeirra. Hann er einnig yfirmaður
gagnnjósnasveitanna, sem miklu
fé er kostað til.
Auk þessara starfa er hann al-
mennt talinn, bæði í Póllandi og
erlendis, leiðtogi stjórnmálasam-
taka, er ganga undir nafninu
„partisanar". Partisanarnir fengu
leikni í hermennsku þegar þeir
börðust gegn neðanjarðarsamtök-
um vinstri sinna á pólskri grund
í heimsstyrjöldinni síðari. Þar sem
þeir börðust í Póllandi og ekki
með pólskum hersveitum, sem
komið var á fót á sovézkri grund,
hafa þeir fengið á sig annan
stimpil, sem sé þann að þeir séu
„þjóöernissinnar".
En enga algilda, pólitíska skil-
greiningu er hægt að gefa á partis-
önunum. Enginn getur verið viss
um hvaða stefnu þeir mundu
fylgja í stjórnmálum ef þeir kæm
ust til valda. Samtök þeirra geta
að áliti ýmsra ráðið úrslitum um
stjórnmálaþróunina innanlands á-
samt kaþólsku kirkjunni og
menntamönnum. Talið er, að bað
sem verður um áhrif þeirra, hvort
þau aukast eða minnka, endur-
spegli grundvallarákvarðanir, sem
áhrif hafa á alla framtíð landsins.
Önnur samtök
Ekki alls fyrir löngu tók Mocz-
ar hershöfðingi einnig við stjórn
samtaka pólskra uppgjafaher-
KASTLJÖ
manna (sambands baráttumanna
frelsis og lýðræðis). Á undanförn-
um mánuðum hefur félagatala
samtaka þessara aukizt úr 170.000
í 200.000. Tilgangur þeirra er að
sameina alla þá, sem börðust á
stríðsárunum, og fjölskyldur
þeirra á bak við flokkinn og auka
áhrif sín um allt landið. Hershöfð-
inginn hefur gefið þá skilgrein-
ingu á samtökunum, að þau séu
vakandi afl í stjórnmálunum er
sameini samfélagið um fram-
kvæmd verkefna flokksins.
Moczar er sagður hafa stuðlað
að því að sætta þá Pólverja, sem
börðust með hinum fjölmenna
heimaher hægrisinna í Póllandi á
stríðsárunum og félaga úr neðan-
jarðarhreyfingu kommúnista, Al-
þýðuhernum, sem var miklu fá-
mennari en fékk allt hrósið eftir
styrjöldina er hann kom fram í
dagsijósið.
1 Frh. á 10. síffu.
Rányrkja í
livalveiðum
Gegn Úkraníumönnum
Þegar svéitir úr pólska hernum
sóttu inn í rústir Berlínar 1945
hafði þegar verið ákveðið að velja
beztu mennina úr þessum sveitum
I í öryggissveitir, sem halda skyldu
uppi lögum og reglu í Póllancfi.
Þessir menn úthelltu brátt blóði
sínu í fyrsta skipti í Póllandi eft-
ir styrjöldina. Þeir voru fluttir í
járnbrautarlestum og flutninga-
bifreiðum til hinna þéttu skóga
suðausturhluta Póllands og að-
stoðuðu lierinn í grimmilegri her-
ferð á árunum 1946 og 1947 gegn
úkraínskum skæruliðum, sem
streymdu yfir sovézku landamær-
in með rússneskar hersveitir á
hælunum.
Næst reyndi á öryggissveitirn-
ar 1956 þegar Gomulka kom fram
á sjónarsviðið og tök völdin i
sínar hendur gegn vilja valdhaf-
anna í Kreml. Sovézkar hersveit-
ir voru þess albúnar að sækja til
Varsjá og menn úr öryggissveitun-
um umkringdu höfuðborgina. En
aldrei kom til átaka. Síðan þetta
gerðist hafa öryggissveitirnar
fangizt við venjuleg skyldustörf
nema hvað þær aðstoðuðu við að
ÞESS gerist brátt þörf að setja
almennar reglur og koma á eftir
liti með hvalveiðum í heiminum
Þrátt fyrir ítrekaðar aðvaranir
vísindamanna hefur mikið fé ver
ið lagt í nýjar hvalveiðifram
kvæmd og hvalstofninn þolir ekki
auknar veiðar. Eigi hvalveiðar
að halda áfram, verður að gera
ráðstafanir til að takmarka þær,
segja sérfræðingar matvæla- og
landbúnaðarstofnunar (FAO).
Á fundj með fulltrúum frá A1
þjóðahvalveiðinefndinni í Lundún
um um síðustu mánaðamót sagði
Sidney Holt, yfirmaður fiskideild
ar FAO, að stofnunin hefði fagn
að þeirri ákvörðun, sem hvalveiði
nefndin tók nýlega, að takmarka
enn hámarksafla hvalveiða á næs
tu árum, en hins vegar kvaðst
hann harma að ákvörðunin tæki
ekki til allra hvalategunda- Til
að ná samkomulagi hefði nefndin
orðið að fallast á ótakmarkaðar
veiðar tveggja hvaltegunda.
Hvalveiðar eru miðaðar við blá
hvali, þannig að hver bláhvalur
jafngildir tveimur hvölum af ann
arri tegundinni sem leyfð er ó
takmörkuð veiði á (Langreyður)
og sex af hinni. Nefndin hefur
lagt til, að hámarksveiðin á ver
tíðinni 1965—66 verði 4500 blá
hvalir en á síðustu vertíð voru
veiddir 7000 bláhvalir.
Árum saman hefur hámarkið
verið alltof hátt, og hefur það ver
ið fóðrað með því að fjárfestingin
sé svo mikil. Samt sem áður hafa
flestar hvalveiðiferðirnar ekki gef
ið ágóða sem svaraði til hinnar
miklu fjárfestingar, sagði Holt
og hann sagði að FAO liti svo á
að nauðsyn bæri til að reikna út
hve hvalastofninn væri stór á
næstu tveimur árum, og væri stofn
unin reiðubúin að eiga samvinnu
við hvalveiðinefndina í þessu
brýna máli.
Skriístofa og verkstæöi
Kirkjugarða Reykjavíkur verða lokuð fyrir-
hádegi í dag, vegna jarðarfarar Guðmundar _
Helgasonar.
/ /erðo/ag/ð
Ódýrar stretchbuxur
Verðlækkun
Unglinga- og fullorðinsstærðir.
VERÐ AÐEINS
KR. 395.00
loCsöirN
Aðalstræti 9. — Sími 18860.
Áskriftasíminn er 14900
Bifreiðaeigendur
athugið!
Tökum að okkur viffgerðir á flestum gerðum bif-
reiða. — Kappkostum að hafa sem bezta og örugg-
asta þjónustu. — Pantið tíma í síma 37534.
Reyniff viffskiptin.
Bifreiðaverkstæðið STIMPILL
Grensásvegi 18.
Veiðimenn!
Aldrei fyrr hafa svo
vandaffir veiffijakkar
veriff fáanlegir hér á
landi.
Þaff bezta er þó aldrei
of gott.
Komiff og sjáiff.
Vinnufafabúðin
Laugavegi 76.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1965 $