Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 8
ENGINN vísindamaður hefur látið sér detta í hug, að Mariner IV. . myndi afhjúpa einhver „menning- arfyrirbrigði“ á Mars, og menn leggja heldur ekki mikinn trúnað á, að slíkt verði gert í náinni fram- tíð. Hins vegar eru umræður um ■menningu á öðrum hnöttum löngu • -komnar af teiknimyndasviðinu og nser skynsamlegum skoðunum. En það er heldur enginn vís- ' iindamaður, sem getur afsannað Iþað að menning ríki á öðrum '^hnöttum innan vetrarbrautarinn- ar, sem okkar „gamla, góða sól“ og ' stjörnukerfi eru hluti af. Talið er, iað innan vetrarbrautarinnar séu í kringum 100.000 milljónir sól- kerfa og hver veit nema sá daqur \renni upp áður en langt um líður, |að við förum að hafa við þau eitt- ' ',hvert samband. ' i i HYORT það er tímans og áreynsl- unnar virði að stofna til slíks sam- bands, hefur verið rætt fram og aftur af framúrskarandi stjömu- fræðingum og öðrum vísinda- mönnum. Þetta kemur meðal ann- ars fram í nýútkominni bók, sem nefnist „Við erum ekki ein“ (We are not alone) eftir vísindarit- stjóra stórblaðsins New York Times, Walter gullivan. Þar gefur hann greinargótt yfirlit um það, hverjar eru skoðanir nokkurra heimskunnra stjarnfræðinga og vís indafrömuða á þessum efnum, en spurninguna liðar hann í þrennt. 1. Hversu miklir möguleikar eru á að koma á slíku sambandi? 2. Hver áhrif myndi það hafa á jarðlífið, ef slíkt samband næðist? 3. Hvernig eigum við að ná til þessara „annarra menninga?" Ákvarðandi fyrir möguleika á sambandi er það, í hve ríkum mæli „öðrum menningum” — ef nokkr- ar eru — hefur miðað áfram á miðlunarbrautinni: hvort þær ráða yfir samgangna- og flutningatækni á borð við okkar. Á ráðstefnu í Green Bank-rannsóknastöðinni í Bandaríkjunum, þar sem allmargir Nóbelsverðlaunahafar voru meðal þátttakenda, var vakin athygli á þvi, að fyrst núna sé Jörðin kom- in á það menningarstig, að hún geti leitað sambands við aðra hnetti og haft möguleika til að ná því. En jafnframt því, sem við höfum náð þessu stigi tækninnar, hefur okkur einnig tekizt að koma okkur upp gjöreyðingar- vopnum, sem stofna þessari sömu tækni í voða, og þar með mögu- leikum á hvers kyns fjarskipta- samböndum. Svo kemur annað til álita: Samkvæmt alheimslegum út- reikningum samsvara 1000 ár nokkrum sekúndum, og líði menn- ing undir lok á skemmri tíma en 1000 árum, eru engir möguleikar að ná sambandi við hana sjálfa, heldur í mesta lagi menjar henn- ar. Á ráðstefnunni komust menn þó að þeirri niðurstöðu, að tækist tækninni að komast I gegnum 1000 ára tímabil án þess að líða undir lok, þá gæti farið svo, að vits- munalíf á öðrum hnöttum lifði að minnsfa kosti 100 milljón ár. Gangil maður út frá því, að hin venjulega menning lifi af fyrstu 100 árin, myndu fjarlægðirnar milli „menninganna“ í vetrarbraut okkar vera á milli 10 og nokkur hundruð Ijósára. (Eitt Ijósár er sá kílómetrafjöldi, sem ljósið fer á einu ári). Næst mj'ndu „menningárnar” vera hver annarri um miðbik Vetr- arbrautarinnar, þar sem er aðeins eitt ljósár á milli hvers sólkerfis, en í okkar hluta sólkerfisins eru ca. níu Ijósár á milli sólkerfanna. Þess vegna heldur Englendingur- inn C. M. Cade því fram, að það séu meiri líkindi til, að hægt sé að finna net fjarskiptandi „menn- inga“ í miðri Vetrarbrautinni en á „útkjálkum” hennar, þar sem jörðin heldur sig meðal annars. Ef hinni jarðnesku menningu t.ekst að komast í samband við menningu annarra hnatta, virðast pólitískar afleiðingar þess liggja i augum uppi. Um þetta segir stjörnufræðingurinn von Hoerner, að með slíku sambandi muni vaxa mjög horfur okkar á að afstýra eyðileggjandi styrjöld. Sambandið muni veita okkur vitneskju um, hvernig öðrum hefur tekist að forðast þessi örlög, og af því ætt um við að geta dregið lærdóma. Einnig myndi þetta veita okkur margháttaðar upplýsingar, sem að öðrum kosti gætu kostað milljónir ára í stað þúsunda. Einnig myndi sambandið ýta undir viðleitni til vinsamlegra samskipta í hverja átt, sem er, þvi að ella glataðist það, og því myndum við vart una. Það virðast því vera veigamiklar ástæður til þess að reynt sé að ná sambandi við vitsmunalíf á öðrum hnöttum. Með þessu hafa sérstak- lega mælt frægir menn svo sem stjarnfræðingurinn Frank D. Dra- ke og Kinverjinn Su-Shu-Huang, en hann hefur einkum lagt stund á að kynna sér, hverjar stjarn- gerðir hafi með sér fylgihnetti og þar með möguleika á lífi. Frank D. Drake telur vænlegast til þess að ganga úr skugga um, hvort líf sé alheimsfyrirbrigði, að safna hljóðum úr geimnum á þús und bylgjulengdum dreyfðum yf ir allt bylgjusvæðið. Loftnet tækja þessara skuli hafa a. m. k. 300 feta há. Verði rafemdaheili svo látinn vinna úr þessum geim- hljóðum og á þann hátt fundið út, hvaðan þau komi, hvar þau séu tíðust og hvort þau séu líkleg að benda á líf. Til þess að koma öllu þessu f framkvæmd og flýta þannig fyrir sambandi við menningu annarra hnatta þarf að vonum talsvert fjármagn en þó aðeins brotabrot af þeim miklu fjórmunum, sem nú er eytt til hvers kyns geimkönn unar. Er stungið upp á, að einhver góðviljaður milljóneri og mann- vinur komi nú mannkyni til hjálp- ar, kaupi sér syndakvittun og leggi fram nægilegt fé til þess að hefja megi framkvæmdir í þessu stórmerka máli. Klár raf- eindaheili Á heim sýningunni í New York geta gestir fengið að spyrja raf eindaheila um hvað sem er. Brezk ur kaupsýslumaður vildi reyna hæfileika vélarinnar og epurði um hæfilegan skrifstofustjóra fyr ír fyrirtæki sitt. Hann gaf þær upplýsingar, að maðurinn þyrftl að vera á sjötugsaldri og hafa líka áhuga á cricket og stjórn málum. Heilinn svaraði: Sir Alec Douglas—Home. | , SKÝRINGAR með uppdrætti. Svörtu strikin benda á: ; 1. Sjöstirnið. 2. Vetrarbrautin í Andrómedu. 3. Nyrði-himna- baugur (Pdlstjarnan). 4. Vega. 5. Opbiucius. 6 Areturus. 7. | Spica. 8. Litla-Magellansský. 9. Syðri-himnabaugur. 10. Stóra- Magellansský. 11. Regulus. 12. Conopus. 13. Sirus. 14. Rigel- ! 15. — 16. Pollux og Castor. 17. Betelgueze. 18. Aldebaran. Kort af vetrarbrautinni. Vetrarbrautin nær yfir 1000,000 ljósár og „sólin okkar“ liggur u.þ.b. 30.000 Ijósár frá mið- biki þ. e. a. s. við erum staðsett í útjarðrinum. Myndin er tekin frá Jörðu, svo að hún sýnir ekki Jörðina. Ef maður bryti mynd ina saman í miðju, hitti maður á miðju vetrarbrautarinnar. Raun verulega liggur þó miðbik vetrarbrautarinnar talsvert til hægri við miðju myndarinnar. Talið er, að á okkar vetrarbraut séu um 100.000 milljónir sólkerfa með reikistjörnur. Gufur og gasþokur blandast sól- kerfunum, svo að stjarnfræðingum okkar verður að ýmsu Ieyti ! örðugt um vik. Þau nöfn. sem gefin eru upp á kortinu eru næst um öll heiti ýmissa stjarna, sem hafa sérstaka þýðingu fyrir stjarnfræðinga. Sólin okkar snýst því nær hringlaga braut umhverfis miðbik vetrarbrautarinnar með 240 kílómetra hraða á sekúndu. 8 23. júlí .1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.