Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 3
Verða farþegarnir
rúmlega 1000?
Reykjavík — ÓR.
ÉNN einu sinni fer Verzlunar-
mannahelgin í hönd og fólk fer að
hugsa til ferðalags. Á föstudags-
kvöld má búast við að þúsundir
Reykvíkingar fari úr bænum
bæði í einkabilum og hópferðabíl-
um, og ef að líkum lætur liggur
leið flestra þeirra í Þórsmök.
Feðaskrifstofa Úlfars Jacobsen
liefur nokkur undanfarin ár efnt
til, hópferða í Þórsmörk, og var
ferð Úlfars í fyrra stærsta hóp-
ferð, sem um getur á íslandi, Þá
verzlunarmannahelgi voru far-
þegar ferðaskrifstofunnar 978, og
má telja nokkurn veginn víst að
þeir fari yfir 1000 núna.
I þriðja sinn hefur Úlfar Jac-
obsen nú skemmtikrafta með í
Þórsmerkurferðinni. Er þar efst á
blaði SÓLÓ, fjörug unglingahljóm
sveit. M.a. verða nú frumfluttar
tvær tónsmíðar eftir meðlimi
hljómsveitarinnar. Þeir, sem á-
liuga hafa áð geta lært nýjan
dans, á kvöldskemmtunum þeim,
er haldnar verða á vegum Úlf-
ars.
Þrjú met í
gærkvöldi
Á frjálsíþróttamóti KR á
Melavellinum í gærkvöldi
setti Halldóra Helgadóttir,
KR, nýtt íslandsmet i 400 m.
hlaupi, hljóp á 64.1 sek.
Gamla metið, sem Halldóra
átti var 68.4 sek. Erlendur
Valdimarsson, ÍR, setti ung-
linga og drengjamet í
kringlukasti, kastaði 48.57
m. Annar í keppninni varð
nýbakaður íslandsmeistari,
Þorsteinn Löve, ÍR, með
46.10 m. Nánar um mótið á
íþróttasíðu á morgun.
lH
Yfirfararstjórar verða þeir Úlf
ar Jacobsen og Sigurður Þorsteins
son en auk þeirra verður fjöldi að
stoðarfararstjóra.
Eins og áður mun Ferðaskrif-
stofu Úlfars Jacobsen aðstoða
fólk á einkabílum og ferja það,
svo það komist einnig í Þórsmörk.
Skógrækt ríkisins hefur úthlutað
skrifstofunni svæðinu í Húsadal
til afnota og helur það verið girt
af. Verður seldur aðgangur að
kvöldskemmtunum skrifstofunnar
á þessu svæði, og skal fólki, sem
ekki ferðast á vegum skrifstof-
unnar, bent á, að hægt er að kaupa
slíka miða á skrifstofunni áður
en farið er. Eins er hægt að kaupa
aðgöngumiðana um leið og miðar
skógræktarinnar eru keyptir á
leiðinni inn, í Þórsmörk.
Þess ™á geta hér með að fimm
hudraðasta og þúsundasta farþeg
anum hjá Úlfari í Þórsmörk verða
veitt verðlaun.
Eldflðugum
verður skot-
i5 23.ágúst
FRÖNSKU rannsóknareldflaugunum verður væntanlega
skotið upp af Skógasandi föstudaginn 23. ágúst og eru vísinda
mennimir þegar farnir austur til undirbúnings. Tilgangurirm
verður sá sami og áður, að rannsaka Van Allen beltin og reyna
að komast að því hvaðan elektrónur og prótónur í himinhvoif-
inu fái kraft sinn. Þá verða einnig framkvæmdar rannsóknir
á jörðu niðri í samvinnu við íslenzka vísindamenn og loks geisla
mæilngar sem aðallega verða gerðar með loftbelgjum.
Allar munu aðgerðirnar svipaðar og í fyrrasumar, en belg
irnir þó vera stæri, fara hærra, og einhverjar aðrar endur-
bætur hafa verið gerðar, Myndin er af vagni, sem í eru ýmis
tæki viðkomandi eldflaugarskotinu. Mynd JV.
DAUFT YFIR
SlLDVEIÐUM
Reykjavík KB
ENN er sama deyfðin yfir síld
veiðunum fyrir austan og undan
farna sólarhringa. í fyrrinótt var
bræla á Austfjarðamiðum, en í
gærmorgun var veður orðið þar
gott, en ekki hafði frézt af veiði
siíðdegis í dag, þegar blaðið átti
tal við síldarleitina á Dalatanga.
Nokkur síld fannst þó við Hroll
augsevjar í fyrrinótt og fékk Gull
berg þar 1300 mál. Við Hjaltland
eru nú 25 íslenzk skip að veiðum,
og í gær höfðu 11 þeirra tilkynnt
síldarleitinni á Dalatanga um afla,
samtals 8.300 mál.
170 SKIP MED
YFIR 500 MÁL
SAMIÐ VIÐ ASB
í FYRRINÓTT voru undirritaðir
samningar milli ASB — félags af-
greiðslustúlkna í brauða- og mjólk-
urbúðum og Mjólkursamsölunnar,
én deilu þessari var vísað til sátta-
semjara og hafði hann milligöngu
'um samningsgerðina.
Helzt ákvæði hinna nýju samn-
ihga eru þau, að samið var um
6.6% kauphækkun frá 1. apríl sl.
qg síðan 4% hækkun á káupi frá
1|5. þ. m., eða samtals 10.86%
kauphækkun. eru þessar hækkánir
i samræmi við þær kauphækkanir,
sém áfgreiðslufólk í verzlunum
liofúr fengið á þessu ári. Þá var
samið um kiukkutíma styttingu á
liinitni raunverulega vikuvinnu-
tíma stúlknanna, og verður mjólk-
urbúðum frá 1. ágúst lokað kl. 1
e. h. á laugardögum í stað kl. 2
áður. Greiðslur vegna veikinda
eftir eins árs starf verða 45 dagar
í stað 3 daga áður, samið var um
frí fyrsta mánudag í ágúst, en
þann dag hafa afgreiðslustúlkur
mjólkurbúða ekki haft áður, nokkr
ar smærri breytingar voru einnig
gerðar á samningum aðila.
Samningarnir gilda til og með
31. desember n. k. og voru undir-
ritaðir með fyrirvara um sam-
þykki félagsfundar ASB sem halda
átti í gærkvöldi, Mjólkursamsalan
skrifaði einnig undir með fyrir-
vara.
Fulltníar ASB Við samningagerð
ina vóru Birgittá Guðmundsdóttir,
Frámhald á 14. síðu
Vitað er um 184 skip, sem feng-
ið hafa einhvern afia, þar af hafa
170 skip fengið yfir 500 mál og
tunnur.
Mál og tunnur
Akraborg, Akureyri....... 6.227
Akurey, Reykjavík ........ 9.100
Akurey, Hornafirði ....... 1.715
Anna, Siglufirði ......... 5.689
Arnar, Reykjavík.......... 8.003
Arnarnes, Hafnarfirði .... 1,728
Arnfirðingur, Reykjavík .. 6,899
Árni Geir, Keflavík...... 606
Árni Magnússon, Sandg. .. 9.658
Arnkell, Hellissandi..... 1.016
Ársæll Sigurðss. Hafnarf. 2.881
Ásbjörn, Reykjavík....... 6.409
Áskell, Grenivík •........ 2.208
Ásþór, Reykjavík.......... 5.180
Auðunn, Hafnarfirði .... 4,258
Baldur, Dalvík ........... 5.017
Bára, Fáskrúðsfirði........ 11.163
Barði, Neskaupstað ...... 12.110
Bergur Vestmannae......... 6.582
Bergvík, Keflavík......... 1.898
Bjarmi, Dalvík ........... 4.508
Bjarmi II., Dalvík........ 8.818
i Bjartur, Neskaupstað .... 12.749
Björg, Neskaupstað ....... 5.094
Björg II., Neskaupstað .... 3.802
Björgvin, Dalvík ......... 7.120
Rjörgúlfur, Dalvík ...... 6.437
Björn Jónsson, Reykjavík . 2.516
Brúnir, Keflavík .......; 2.391
Búðaklettur, Hafnarfirði . 4.476
Dagfari, Húsavík .......... 14.235
Dan, ísafirði .............. 1.122
Dofri, Patreksfirði .......... 838
Draupnir, Suðureyri .......... 724
Einar Hálfdans, Bol.vík .. 6.953
Einir, Eskifirði ........... 4.542
Eldborg, Hafnarfirði....... 11.410
Eldey, Keflavik ........... 5.723
Elliði, Sandgerði .......... 5.158
Fagriklettur, Hafnarfirði .. 2.940
Fákur, Hafnarfirði ......... 2.323
Faxi, Hafnarfirði .......... 7.370
Framnes, Þingeyri .......... 3.567
Freyfaxi, Keflavík ........ 1.141 ■
Friðb. Guðmundss. Suðure 1.308
Fróðaklettur, Hafnarfirði.. 3.644
Garðar, Garðahreppi .... 4.340
Gjafar, Vestm.e............ 9.405
Glófaxi, Neskaupstað .... 2.388
Gnýfari, Grundarfirði ... 1.408
Grótta, Reykjavík ........ 10.911
Guðbjartur Kristján, ísaf. 9.733
Guðbjörg, Ólafsfirði ...... 4.896
Guðbjörg, ísafirði......... 4.463
Guðbjörg, Sandgerði .... 6.232
Framh. á 14. siðu
Verkföll í
Grikklandi
AÞENU, 27. júlí (NTB-Reuter)
— Báðir aðilar í stjórnmálaerjun
um í Grikklandi töldu niðurstöð-
ur allsherjaverkfallsins í Aþenu
og nokkrum stærri bæjum í dag
sigrur fyrir stefnu sína. Georg
Bakatselos, verkalýðsmálaráð-
herra í hinni nýju stjórn Novasar,
sagði blaðamönnum að verkfallið
hefði farið algerlega út um þúf-
pr. Verkalýðsleiðtogrinn Nikolas
Papavheorhiu sagði að verkfallið
væri því sem næst algert.
Verkalýðssamband Grikklands
boðaði til verkfallsins sem liðar í
áróðursherferðinni til stuðnings
Giorgis Papandreou fv. forsætis
ráðherra, sem sagði af sér fyrir •
tveimur vtkum sökum ágreinings
við Konstantín konung um ástanu i
ið í heraflanum.
Framhald á 5. síðu >
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júlí 1955 3 *
t-ú.v.ÆúU • v: tS C