Alþýðublaðið - 28.07.1965, Page 9
erfitt fyrst í stað kemur áreiðan-
lega upp í vana að muna þær. Og
munið að fara alltaf yfir þær allar
áður en myndin er tekin, á eftir
er það orðið of seint. Ef þið eruð
ekki alveg viss um hvernig á að
stilla myndavélina skuluð þið bara
spyrja einhvern ferðafélaga ykkar
sem alltaf er með dýru, fínu
myndavélina sína á lofti, og hann
segir ykkur áreiðanlega til með
umburðarlyndum þóttasvip, en
honum er ekki eins leitt og hann
lætur, því honum þykir talsvert
varið í að vera spurður ráða sem
þaulvanur ljósmyndari og ferða-
langur.
HVERNIG FILMUR
Og þá er að ákveða á hvers kon-
ar filmu á að taka, og þá fyrst og
fremst hvort nota á svart hvíta
filmu eða litfilmu Um margar gerð
ir er að ræða af hvorri tegund.
Verðmunur er nokkur eftir teg-
undum en ekki ýkjamikill. Hér
verður gefið upp verð á nokkrum
Kodak filmum og þótt verðið á
öðrum tegundum skakki einhverju
munar það aldrei miklu. Svart-
hvít filma 35 mm. með 36 mynd-
um kostar 36.60 kr. framköllun
24.00 kr. og síðan hver mynd sem
gerð er í stærðinni 9x13 cm kr.
5.25. Kodak framleiðir aðallega
þrjár gerðir af litmyndum. Koda-
chrome sem á eru 20 myndir
kostar 248.00 kr. með framköllun
og með 36 myndum kostar hún
376.00 kr. Ektachrome með 20
myndum kostar 151.00 kr. en fram
köliunina.verður að kaupa sér og
kostar 117.00 kr. Báðar þessar teg-
undir eru svokallaðar litskugga-
myndir, sem þýðir að myndirnar
eru ekki gerðar á pappír eins og
venjulega heldur koma þær fram
pósitífar á filmunni og eru sýndar
með sérstakri sýningarvél, sem
kastar myndinni á vegg svipað og
kvikmyndum. Ódýrustu sýningar-
vélarnar kosta 1051.00 kr. Þá er
einnig hægt að fá negatífar filmur.
Eftir þeim eru gerðar litmyndir á
pappír 20 mynda filma af þessari
gerð kostar 114.00 kr. og framköll-
unin 84.00 kr. Síðan kostar hver
mynd í stærðinni 9x12 cm. 29.00
kr. Með hverri filmu, af hvaða teg
und sem er fylgja nákvæmar upp-
lýsingar um hana og hvernig á að
nota filniuna. T. d. hve ljósnæm
filman er. Þar með er tafla sem
sýnir hvernig á að stilla ljósopið
við hin ýmsu birtuskilyrði og ættu
þeir sem ekki eiga ljósmæli að
halda þessari töfiu til haga, því á
henni má sjá hvernig stilla á ljós-
opið í samræmi við hraðann, og ef
ekki gleymist að fara- eftir töfl-
unni, sem er aúðskilin, er varla
hætta á öðru en að filman verði
rétt lýst.
Enginn byrjandi þarf að gefast
upp og hætta þótt hann fái ekki
góðar myndir eftir fyrstu filmun-
um sem hann tekur, heldur að
skoða þær vel og reyna að gera sér
grein fyrir í hverju gallarnir liggja
og taka síðan fleiri myndir og sjá
hvort ekki rætist úr.
ÞAÐ ER DÝRI AÐ TAKA SLÆM AR MYNDIR!
KAUPIÐ AÐEINS
GÓÐAR MYNDAVÉLAR
SEM SKILA GÓÐUM
MYNDUM -
vMl£5
Sb
GE
FRAMKÖLLUIVI OG KOPERUSVI
FLJÓTAR—BEYUR
GEVAFÓTÓ
Lækjaríorgi
mm. gleiðhornslinsa kr. 3705.00
kr. og svokölluð Zoomlinza, sem
er 85—300 mm. það er að segja að
hægt er að nota hana bæði sem að-
dráttarlinsu og venjulega linsu
kostar kr. 22100.00. Ein vinsælasta
vélin sem framleidd hefur verið,
bæði meðal áhuga- og atvinnuljós-
myndara er Rolleiflex. Filmu-
stærðin í henni er 6x6 cm. Þetta
er mjög vönduð vél og einkar
handhæg, og auðlært að fara með
hana. Einn aðalkosturinn er að
þegar horft er í hana áður en mynd
er tekin kemur myndin fram í
fullri filmustærð.
★ DÝRARI MYNDAVÉLAR
Eins og komið hefur fram er
byrjendum í ljósmyndatöku ekki
ráðlegt að kaupa dýrar myndavél
ar, nógur er til þess tíminn síðar,
þegar lengra er á veg komið, en til
gamans fylgir hér með verð á
ágætri vél, en alls ekki þeirri dýr-
ustu. Þetta er reflex myndavél af
Canongerð, 35 mm. Reflex þýðir
að kíkt er út í gegnum sjálfa lins-
una. Verðið á vélinni með einni
linsu er kr. 10.465 og þar sem hún
er gerð þannig að skipta má um
linsur í henni er ekkert vit í öðru
én að kaupa fleiri og kostar 38
• ÍÍSTWP-
AUÐVELT AÐ NOTA FLASH
gggSSS-n
rKodak
AUÐVELT AÐ HAFA MEÐ SER
HANS PETERSEN"
SiMi 20313 BMUSTRIETI 4
KODAK INSTAMATIC 100
með innbyggðum flashlampa,
KR. 864,-
ALÞÝÐUBLAÐfÐ - 28. júlí 1965 0