Alþýðublaðið - 07.08.1965, Síða 2
iieimsfréttir
....siáastlidna nótt
★ WASHINGTON: — Utanríkisráðherra Ghana, Quaison-Sac-
■íkey, sagði í gær að boðskapur sá er hann flytti Johnson forseta frá
Nkrumah, forseta Ghana, gæti sennilega stuðlað að framgangi frið
arins í Vietnam Nkrumah hefur beðið Quaison-Sackey að færa John
Æon boðskapinn að fenginni skýrslu um niðurstöður heimsóknar sér
legs fulltrúa hans, Kwesi Armah, í Hanoi.
★ PLEIKU: — Bandarískir hernaðanráðunautar sögðu í gær
að Kínverjar berðust við hlið hermanna vír fastaher Norður-Vietnam
i orrustunni um Pleiku í SuðurVietnam. Vopnaviðskiptin virðast
vera að þróast í einhverja stórfelldustu orrustu Vretnamstríðsins
óg kunna að vera upphafið að ,,monsún-sókn“ Vietcong, sem lengi
dvefur verið beðið eftir.
★ NEW YORK: — Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, Arthur
Coldberg, kom til New York í gærkvöldi að ræða við fulltrúa Örygg
isráðsins um Vietnamdeiluna. Goldberg sendi forseta ráðsins, rúss
anum Morozov, bréf fyrir viku þar sem hann kvaðst vilja hafa
eamvinnu við meðlimi ráðsins í tilraunum til að koma á samningum
■um lausn í Vietnam. U Thant aðalritari telur 'gagnslaust að kalla ráð
ið saman án þátttöku Kínverja eða Norður-Vietnammanna en kann
að falla frá því.
ÞORSTEINN ÞORSKABITUR
LEGGUR BRÁTT ÖR HÖFN
Siglufirði. — JM-GO.
TOGARINN Þorsteinn þorska-
bítur kom liingað fyrir skömmu
og er nú verið að leggja síðustu
hönd á undirbúning skipsins, en
það á að gera tilraun til að flytja
sjókælda síld af Austurlandssvæð-
inu til söltunarstöðva á Norður-
Ný brú byggð
DANIR hafa nú í hyggju að
byggja nýja brú yfir Litla-Belti,
milli Jótlands og Fjóns, og er
áætlað að smíðin muni kosta um
200 milljónir danskar. Mun nýja
brúin verða tekin til notkunar ár-
ið 1970 og verður hið glæsilegasta
mannvirki.
landi. Búizt er við að skipið haldi
úr höfn alveg á næstunni.
Síldarflutningaskip Rauðku,
Gulla, kom í gær með tæp 4000
mál af síld að austan.
Alltaf er nóg vinna í frysti-
húsunum við að vinna úr ufsa.
Bátarnir fá ufsann í nót hér út
af firðinum, inni á Skagafirði og
nú síðustu dagana alla leið aust-
ur við Mánáreyjar. Til marks um
aflann má taka fram að vélbátur-
inn Hringur er búinn að fá 600
tonn á einum mánuði. Skipstjóri
á Hring er Jón Sveinsson. Nokkr
ir aðkomubátar leggja svo upp hjá
hraðfrystihúsi ísafoldar.
Veður er gott hér á Siglufirði,
sólskin og blíða og mannskapur
inn fremur hress í bragði þrátt
fyrir síldarleysið.
4r MOSKVU: — Sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Foy D.
Köhler, yfirgaf í dag veizlu í Kreml til heiðurs konungi Afghanist-
-an vegna harðrar gagnrýni Aleksej Kosygin forsætisráðherra á
«tefnu Bandaríkjanna í Vietnam.
★ AÞENU: — Konstantin konungur lýkur viðræðum við st5órn
•nálaforingja á morgun og skipar nýjan forsætisráðherra. Papand-
reou verður sennilega ekki fyrir valinu og ástandið er sagt alvar-
Jegt. I
★ SAIGON: — Minnst 24 Suður-Vietnammenn og Bandaríkja
flnenn biðu bana eða særðust er bandarísk flugvél hrapaði til jarð
•ar í 'gær á aðalgötu bæjarins Nha Trang, 320 km norðaustur a£
Saigon.
★ WASHINGTON: — Johnson forseti undirritaði í gær hin
taýju lög um jafnan kosningarétt og lýsti því yfir að rutt væri
ú-r vegi síðusu leifum ánauðar blökkumanna.
★ LONDON: — Afvopnunarmálaráðherra Breta, Chalfont lá
varður, kom til Genf í gær frá Lundúnum eftir að hafa ráðfærzt við
Stewart utanríkisráðherra um tillögur vesturveldanna um bann við
•dreifingu kjarnorkuvopna. Hann telur heldur litlar líkur á að sam
komulag náist fljótlega í þessu máli.
★ KHARTOUM: — Mahgoub, forsætisráðherra Súdan, kom til
Khartoum í gær eftir að hafa fengið tryggingu fyrir því hjá grann
ríkjum að þau aðstoði ekki uppreisnarmenn í Suður-Súdan. Hern.
um hefur verið skipað að hefja sókn gegn blökkumön'num.
Þórshöfn í Færeyjum. — HJ.
Nú er Ólafsvökunni, þjóðhátíð
Færeyinga, lokið. Að þessu sinni
var óvenjulega margt um útlenda
gesti hér í bænum, mest bar þó á
íslendingum, sem fjölmenntu
hingað. Voru þar á ferð hópar frá
Austfjörðum, sem tekið höfðu sig
saman og komið flugleiðis. Einnig
kom margt íslendinga sjóleiðina,
þar á meðal 30 félagar úr ung-.
templarafélaginu Hrönn í Reykja-
vík, sem komu í heimsókn til góð-
templara hér í Þórshöfn. Hrönn
keppti í knattspyrnu og handknatt
■leik um Ólafsvökuna.
Nú er orðið fátt um íslendinga
hér i bænum. Þeir eru flestir farn-
ir heim með minninguna um góða
skemmtun og ánægjulega hátíð.
Lögþing Færeyja var sett á Ól-
afsvökunni. Athöfnin hófst með
því að þingmenn og prestar gengu
skrúðgöngu til kirkju og hlýddu
messu. Síðan fór þingsetning
fram í þinghúsinu, þar sem Hákon
Djuurhus lögmaður hélt þingsetn-
ingarræðuna. Hann sagði m. a. að
ekki yrði efnt til kosninga í haust,
þar s.em stjórnarflokkarnir hefðu
veitt sér traustsyfirlýsingu. Þess
má geta, að þjóðveldismaðurinn
Erlendur Patursson var ekki við-
staddur þingsetninguna, þar eð
hann var ekki í landinu, en eins og
kunnugt er var það Erlendur, sem
mestan þátt átti í því að stjórnar-
kreppan komst á sl. vor. Fundir
hafa verið haldnir daglega síðan
þingið var sett, en engin mál lögð
fram.
Hækkerup forseti
Allsherjarþings?
PER HÆKKERUP kemur til
greina sem forseti næsta Allslierj-
arþings SÞ, sem hefst í september,
að því er áreiðanlegar heimildir
herma.
Aðrir norrænir stjórnmálamenn
koma einnig til greina, þar á með-
al Sivert A. Nielsen, sendiherra
Noregs hjá SÞ, og Ralph Encklen,
fv. sendiherra Finna hjá SÞ. Sagt
er, að Nielsen, sem nýtur mikils
álits í aðalstöðvum SÞ vegna
starfa sinna í Öryggisráðinu, þar
sem hann liefur verið fulltrúi um.
tveggja ára skeið, hafi engan sér-
stakan áhuga á forsetastarfinu.
MÁLGAGN sovézku stjórnarinnar
Izvestia sakar Interpol um að vera
of önnum kafið við að hafa upp á
andfasistiskum flóttamönnum fyr-
ir ríkisstjórnir Spánar og Portú-
gal, en hirða þess í stað minna
um sitt aðalhlutverk, uppljóstrun
alþjóðlegra glæpamála.
mWmmWm
mmmmm
að lífi litlu stúlkunnar.
Þau hafa árangurslaust
reynt að ná sambandi við lækn-
inn, en síminn heima hjá
honum svarar ekki, — því að
læknirinn er í sumarleyfi ein-
hvers staðar í Evrópu. Sæn-
sku dagblöðin hafa gengið í
lið með foreldrunum til að
reyna að hafa uppi á læknin
um, — því að öllu óbreyttu
er talið að litla stúlkan, Linda,
eigi aðeins örfáar vikur ólif-
aðar.
Myndin er af Lindu og móð-
ur hennar.
LITLA stúlkan hér á mynd-
inni er tveggja ára gömul, og
læknarnir á borgarsjúkrahús-
inu í Malmö í Svíþjóð hafa
kveðið upp þann úrskurð, að
lífi liennar verði ekki bjarg-
að, þar sem hún sé með ó-
láeknandi lungnakrabba.
Foreldrar stúlkunnar hafa
þó veika von um að takast
megi að bjarga lífi hennar, ef
þeim tekst að hafa uppi á
lækni, sem Elis Sandberg heit
ir, en hann hefur framleitt
sérstakan hormón, sem tal-
ið ér að ef til vill geti bjarg-
2’ 7. ágúst 1965 - ALÞÝDUBLAÐIÐ