Alþýðublaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 10
1 ■'« A.k4í Skemmtiferðir aiíf-iw með skipum Baltic liríe: Vín-Yalta-Vín. Með flugvél til Lúxemborgar og Vínar og frá Vín til Yalta með fljótaskipi eftir Dóná með víðkomu í Bratisslava-Budapest-Bel- grad-T. Severin-Ruse-Djudrju-Galaz-Ismail og til Yalta við Svartahaf. Sömu leið til baka, Verið 3 daga á Yalta og stansað í hinum borgunum part úr degi. Alls 14 daga ferð. Mjög heillandi og skemmtileg ferð. Hljómsveit um borð í skipinu, ágætis aðbúnaður. Verð: 21.500 kr. á mann. 16 daga ferð. -V* I Mmmmmm London — Kaupmannahöfn — Gauta- borg — Stokkhólmur — Hélsinki — Leningrad. og til baka. 14 daga ferð. Ve'rð 13.400. Farið með skemmtiferðaskipum í júní-júlí-ágúst og október. á 12 daga fresti.' Flogið til London og til baka Rólegar ferðir um Norðursjó og Eystrasalt með fýrsta flokks skemmtiferðaskipi, höfð viðkoma í fyrrnefndum borgum. Hægt að hafa viðdvöl eftir jjörf á útleið og heimleið í London 'fi' mmmmwwwwr Genoa — Napoli S Marseilles • — Pireaus — Istanbul •• Varna lÉ 'il'-r•— Constanta — Odessa — Yalta ^ V. m og gochi. (Miðjarðarhaf og Svartahaf). Verð: 21. 500..00. Flogið til Parísar — Marseilles og farið með sketmmtiferðarskipi á .fyrrtalda staði. | 21.daga ferð. W))))))))))))))))))))))))))))))))) = Gdynia — Amarica line SS = London - Las Palmas — Martinque — Nassau 3e = Miami — Curaco — Barbados — London. 17.1- jgj 1 22.2 1966 36 daga ferð. Verð frá 24.570.00-46.170 3= = 00. Flogið til London og til baka. Dvalið í 1 dag jgr = til 4 daga á hverjum stað. S })))))))))))))))))))) ' (((((((((((((((((((((((((((((((((U r Kaupmannahöfn — London — Quebec -— Montre -3= = al. 18 dagar. Verð: 28170.00. í báðum tilfellum §§ = ferðast með M.s. Batory. Glæsilegt skemmti- § = ferðaskip, =3 1 Upplýsíngar veittar í ferðaskrifstofu vorri § LAN □ S 9 N ^ ___ FERBASKRIFSTOFA § § Skólavörðustíg 16. II. h»ð 3= § SlMl 22890 BOX 465 REYKJAVÍK 1 ^////////////////////)//////)////;/)/))))))))))/)))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))k Gang!eri Framhald úr opnu. væntanlega tekin upp fyrir næstu áramót. í stuttu viðtali við Alþýðu- blaðið skýrði hinn nýi ritstjóri frá því, að Gangleri hefði haf- ið göngu sína árið 1926 á veg- um sr. Jakobs Kristinssonar, síðar fræðslumálastjóra, og undir hans ritstjórn, en Guð- spekifélagið tekið við útgáfu hans árið 1930; frú Kristín Matthíasson, kona Steingríms • læknis og tengdadótt Matth- • íasar skálds, gerðist þá rit- • stjóri og hafði það starf með höndum til 1935, er Gretar 1 Fells tók við því. Hefur hann því unnið manna mest að út- ,(gáfu blaðsins síðastliðin þrjá- tíu ár, og auk þess skrifað í það fjölmargar stórmerkar greinar. Gangleri er nú prentaður í 2000 eintökum, að sögn Sig- valda Hjálmarssonar, og hefur því fundið hljómgrunn hjá fleirum en félagsmönnum Guð- spekifélagsins, sem eru u.þ.b. 620 að tölu. „Enda er ritið al- mennur vettvangur fyrir þá menn, sem hafa áhuga á and- legum málum og vilja fræðast um sem flest í þeim efnum, jafnt vísindi, heimspeki og trúarbrögð sem hin svokölluðu dulrænu fræði,” svo að notuð séu orð Sigvalda sjálfs. — í þessu sambandi tók ritstjórinn það enn fremur fram, að allir þeir, sem í ritið skrifuðu, — yrðu sjálfir, að bera ábyrgð orða sinna, enda prédikaði Guðspekifélagið engar skoðan- ir heldur heimilaði félags mönnum sínum fullkomið skoð- anafrelsi. „Guðspekifélögin gefa út tímarit víða um heim,” sagði Sigvaldi að lokum, „en þau eru yfirleitt ætluð félagsmönn- um sjálfum, — Gangleri hefur hins vegar þá sérstöðu, að vera í senn félagsrit og alþýðlegt fræðslu- og fréttarit. Upp á síðkastið hef ég verið að vinna þeirri tillögu fylgi, að hefja útgáfu alþjóðlegs fræðslurits almenns efnis 1 þessum anda með útkomustað í Englandi, en enn sem komið er, get ég ekkert sagt um, hvort af þyí verður. Þó er ég vongóður . .” Bless... Framh. úr opnu. — Eg heiti Smári, sagði sá tninni. — Já, sagði ég. — Finnst þér ekki hann Kristján eiga fínt hjól? spurði sá, sem hét Smári. — Jú, jú, svaraði ég. — Og það drífur agalega vel, maður, bætti hann við. — Er það, Kristján? spurði ég. — Já, svaraði eigandinn, það drifur nærri því alltaf vel. — Nú, en ekki alltaf? — Nei, svaraði eigandinn hálf vandræðalegur, það spól- ar nefnilega, þegar maður fer á því upp brekkur. — ór. Hannes á horninu Framhald af 4. síðu ÉG MAN í>VÍ MIÐUR EKKI, hvað langt er síðan að byrjað var á byggingu beint á móti Hverfis- götu 32, að líkindum 2—3 ár, en ekki kemst upp af byggingunni annað en súlur, sem steinflötur var svo steyptur ofan á, en fyrir nokkru var svo slegið ryðguðu járni og timbri utan um þessa beinagrind, og þarna blasir þessi ómynd við öllum, sem leið eiga um götuna. Eru engin takmörk fyrir því hvað lengi menn mega hafa hús í smiðum, sérstaklega við helztu umferðargötur borgar- innar? Víða á gangstéttum borgarinnar er kominn allgóður og frjósamur jarðvegur, enda sprettur gras og arfi víða meðfram húsunum á gangstéttunum, — það er kann- ski sízt að lasla. en einhvern veg- inn kann ég ekki við þessa frjó- semi á þessum stöðum. Vildi ég, Hannes minn, mælast til þess, að þú gengir um þessa staði, sem ég hef nefnt, helzt í rólegheitum snemma að morgni, og vita þá hvers þú verður vísari, — og hvort mál mitt hefur ekki við rök að styðjast. Þá gætir þú líka at- hugað hvernig þakrennurnar á sumum húsunum eru, t. d. ef gengið er upp Klapparstíg, hægra megin frá Hverfisgötu, — þar eru rennurnar, margar hverjar verri en engar, því miður, og svo mun viða vera um borgina. Óþrifnaðar- púkinn sést of viða að verki í þess- ari borg, sem gæti verið fögur, ef þeir sem byggja hana reyndu sumir hverjir að ganga um hana sem sannir þegnar hennar. ÞAR SEM ÉG fór að stinga nið- ur penna langar mig til að minn- ast fáum orðum á Hafnarfjarðar- kaupstað, — þó að það sé á öðr- um vettvangi, en það sem að framan er ritað um höfuðborgina. Ég hef oft verið að hugsa um það, að ég hef aldrei heyrt getið um, að farið sé með erlenda ferðamenn, sem hér hafa stutta viðdvöl, til Hafnarfjarðar, en þangað eiga all- ir ókunnugir erindi, því staðurinn hefur margt að bjóða gestum, sem aðrir bæir eiga ekki til. — Þar er hraun, og áreiðanlega sérkennileg asta bæjarstæði hér á landi, og líklega þótt víðar væri leitað. — Þeir eiga fallegan og um leið sér- stæðan blett til að sýna, og láta dást að, en þar á ég við garðinn þeirra „Hellisgerði”. AKUREYRARBÆR. SEM RÍK- ASTUR er af fallegum görðum, svo ég tali ekki um sjálfa höfuð- borgina, Reykjavík, getur ekki boð ið erlendum ferðamönnum annað eins náttúruundur af garði að vera eins og Hafnfirðingar geta. — Það getur skeð að til Hafnarfjarðar sé yfirleitt farið með ferðamenn, en þá hefur það farið fram hjá mér, og bið ég þá velvirðingar á fá- fræði minni. Leiðin frá Reykjavík er ekki löng, en bví miður er veg- urinn, þó malbikaður eigi að heita, einhver sá leiðinlegasti og versti á þessu annars fallega landi okkar”. ÞórsmörBc Framhald af 5. síðu. ára. En það er mjög erfitt að koma í veg fyrir að unglingar kom ist með áfengi inn í Þórsmörk, því að lagreglan hefur hvorki mannafla né aðstöðu til þess að leita í farangri unga fólksins, en þar hefur án efa leynzt mikið magn af sterkum drykkjum. Sam kvæmt upplýsingum lögreglunn- ar var hellt niður geysimirklu magni af áfengi, sem tekið var af unglingunum eftir að þeir fóru að staupa sig inni í Þórsmörk. En það hefur þó ekki verið nema nokkrir dropar úr hafinu. Svo almenn var ölvunin í Þórsmörk bæði á laugardag og sunnudag. Hitt er svo annað mál að allir, sem í Mörkina fóru, skemmtu sér vel og nutu þess að vera í dásam Iegu veðri á þessum sérkennilega og fagra stað. Það er ekki ungl- ingunum að þakka, heldur veðrinu og æðri máttarvöldum. Það gleym ist þeim seint, sem heyrðu Úlfar Jacobsen syngja ljóðið um hann „Old McDonald", sem átti fullt af kindum, kúm, svínum. hund- um og alls konar kvikindum, á meðan flugeldunum var skotið og varðeldurinn tendraður um mið- nætti á laugardagskvöld. Þeir, sem hlustuðu á útvarps- messu séra Bjarna á sunnudags- morguninnn uppi á Valahnúki, gleyma því seint. Þeir, sem viðstaddir voru dans samkomurnar í Húsadal á laugar dags og sunnudagskvöld, gleyma se:nt þeirri einsföku „stemmn- ingu” sem ríkti þar, þegar tónlist piltanna úr Sóló blandaðist hávað anum frá díselmótornum, sem framleiddi' rafmagn handa gítörum um þeirra, en áðum dimmdi yfir fjöllunum í fjarska og vinalegur hálfmáninn brosti á rauðleitum kvöldhimninum. — ór. Vinnuvélar til leigu Leigjum út litlar rafknúnar Bteypuhrærivélar Ennfremur rafknúna grjót- oe múrhamra með borum oe fleyeum. LEIGAN S.F Sími 23480 ,1,0 7- ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 :

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.