Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 3
£v jv vX-vv-w. *.-. V.^O^ •. U Thant vongóður eftir ferð sína Londonl6. 9. (NTB-Heuter.) 1 Ferð mín til Indlans og Pakist • an var ekki misheppnuð. Þið skilj Stórlækkun hja SAS? Stokkhólmi. 16. 9. (NTB-TT). Forstjóri SAS, Karl Nilsson, sagði í viðtali við sænska útvarp ið í-dag að búast mætti við að far fijóldin yfir Atlantshafið yrðu stór lækkuð á næsta ári. Ilann sagði, að eftir þessa lækk un mundi verð farmið'a standa í stað í nokkurn tíma og mundu verð lækkanir á næstu fimm árum að eins nema um 5%. Nilsson, sagði að einnig mætti búast við far gjaldalækkun á innanlandsleiðum. ið mig betur þegar þið leslð skýrslu mina í Öryggisráðinu á morgun, sagði framkvæmdastjór inn í SÞ, U Thant, er hann hafði viðdvöl í London í dag á leið sinni til New York frá Indlandi og Pak- istan. Hann sagði , að hann mundi ef til vill fara aftur til Nýju Delhi og Karacki. Forsætisráðhenra Sovétríkjanna Anastas Mikojan sagði í kvöld að vinir Indlands og Pakistans yrðu að s+öðva þá sem vildu blása að glæðunum í Kasmírdeilunni. Hann sagði þetta í vezlu til heiðurs Ne Win hershöfðingja, forseta Burma sem er í heimsókn í Sovétríkjun um. Forsætisrdáðherra Indlands, Lal Hahadur Shastri, lýsti því yfir að Indverjar gætu ekki fallizt á þau skilyrði, sem Pakistanar settu fyrir vopnahléi. Hann sagði, að U Thant hefði sagt í skriflegri á skorun til hans og Ayub Klians forseta Pakistans, að óhugsandi Framh. á 14. síðu. Urslitin í Noregi TAI.NINGU er nú að fullu lokið í norsku kosningunum og hér fer á eftir lokayfirlit NTB um úrslit þeirra: 1965 1961 V erkamannaf lokkurinn 879.036 43.3% 858.642 46.9% Hægri flokkurinn 408.906 20.1% 354.795 19.3% Konunúnistar 29.450 1.4% 53.523 2.9% Kristilegi flokkurinn 157.724 7.8% 172.026 9.4% Miðílokkurinn 191.226 9.4% 125.644 6.8% j Vinstri flokkurinn 205.491 10.1% 134.243 7.3%: Sameiginlegir borgaralistar 37.448 1.8% 92.340 5.0% Sósialistíski þjóðarfl. 121.909 6.0% 43.992 2.4% Aðrir 442 0.0% 475 0.0% Greidd atkvæði alls: 2.031.632 (1.835.680) Kosningaþátttaka: 84.4% (77.3%) ALLIR Á MÓTI ÞVI AD ÉG SKRIFI LEIKRIT" Reykjavík — OÓ UPPHAF mannúðarstefnu nefn- ist nýtt ritgerðasafn eftir Hall- dór Laxness, sem út er komið hjá Helgafelli. í því eru 32 greinar um ýmis efni. Flestar þeirra hafa ekki áður birst á íslenzku, en komið í blöðum og tímaritum víða um heim á und- anförnum árum. Tvær ritgerð- anna hefur skáldið flutt í út- varp, Morgunhugleiðingar um Bach og Upphaf mannúðar- stefnu. Sú ritgerð var samin fyrir tékkneskt tímarit, sem ekki treysti sér til að prenta hana vegna hugmyndafræði, en síðan birtist hún í timaritum í ísrael og Ítalíu. Halldór Laxness rabbaði við blaðamenn í gær I tilefni út- gáfu ritgerðasafnsins, og kom í ljós að hann er með nýtt leikrit í smíðum og er byrjaður að reykja, eingöngu stóra vindla. — Framhald af Skáldatíma? Það er til athugunar, það er ekki til skrifað orð enn. Ég hef verið beðinn um það úr ýmsum áttum og skrifa það þegar ég fæ tóm til þess. — Ég hef lítið gert í sumar, en er að vinna að skáldverki. Er með allan hugann við leikrit. Er að skrifa það fyrir sjálfan mig, er svona að ala mig upp á gam- alsaldri. Annars eru allir á móti að ég skrifi leikrit. Þau fást ekki útgefin og enginn vill leika þau. Fyrst þegar ég skrifaði leikrit kom það í öllum blöðum, sums staðar með mynd. Ofurlítið var skrifað um leikrit númer tvö, en þriðja lelkritið var ekki minnst á og nú þegar fólk heyr- ir að ég er að skrifa fjórða leik- ritið fer um það kaldur hrísl- ingur. Útlendir forleggjarar hafa keypt nokkur leikrit, en þau eru hvorki leikin eða gef- in'út. Það er bara eitt eins- mannsforlag í Gautaborg, sem gaf út leikrit en einsmannsfor- lögin hafa ekki bolmagn til að koma neinu á framfaeri í stór- um löndum. Menn vilja ekkert gera fyrir smáa karla. Leikritið var mjög snoturlega gefið út en enginn minntist á það. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ekk- ert auðhlaupið fyrir skáldsagna höfund að gerast leikritahöfund ur. Skáldsagnapublikum vill lesa skáldverkin heima hjá sér og leikhúspublikum vill fara í leikhús. Við þessu er ekkert að gera. Laxness var spurður hvort hann áliti að honum tækist bet- Framhald á 15. síðu 00000000000<y<^00000000000<000000000000000000000000< Eldur kom upp við Lyfjabúðina Iðunni í gærdag. Þar var tvöföld gluggarúða í kassa, sem átti að fara að setja upp, og komst eldur í hálminn í kassanum. Rúðan skemmdist en annað ekki, og voru slökkviíiðsmenn fljótir að ráða niðurlögum eldsins. — Mynd: JV. Kirkjudagur Óháða safn- aðarins á sunnudaginn SUNNUDAGINN 19. september verður árlegur kirkjudagur Óháða safnaðarins í Reykjavík. Hefst hann með guðsþjónustu í kirkju safnaðarins við Háteigsveg kl. 2 e. h. Að lokinni messu hefst kaffi- sala, sem kvenfélag safnaðarins annast í safnaðarheimilinu Kirkju- bæ. Um kvöldið kl. 8.30 verður kvöldvaka í kirkjunni, þar sem all- ir eru velkomnir. Þar syngur Guð- mundur Jónsson óperusöngvari, Kjartan Sigurjónsson leikur á org- el, fluttur verður frásöguþáttur og kvikmynd sýnd. Á eftir verða svo kaffiveitingar í Kirkjubæ. Á þessum stað er áhugasamt fólk að byggja upp söfnuð, og söfn uðurinn hefur komið sér upp fal- legri kirkju og félagsheimili. Hér er mikið starf, sem kostar fé og fyrirhöfn. Kvenfélag safnaðarins hefur annazt undii’búning þessa kirkjudags, og er ekki að efa, að kirkjugestir vilja í senn njóta þarna frábærra veitinga og styrkja gott starf um leið. Fjáröflunarhlið kirkjudagsins er að sjálfsögðu mikilvæg, — þess vegna vilja kon- urnar, að sem flestir fái sér kaffi- sopa, — en hitt er ekki minna um vert, að fólk komi f kirkju til þess að lofsyngja sameiginlega. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. sept. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.