Alþýðublaðið - 08.10.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 08.10.1965, Side 4
Rltstjórar: Gylfi Gröndal <áb.) og Benedlkt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Siman: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. ASsetur: AlþíBuhúsið við Hverfisgölu, Eeykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- blaSslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Alþingi ALÞINGI kemur nú saman til funda á ný eftir sumarlangt hlé. Mörg stórmái bída úrlausnar aið venju, sumt mál sem varða stundarerfiðleika þjóðar búsins, en önnur eru grundvallarmál sem varða fram tíðina. Fyrsta mál Alþingis er venju samkvæmt fjárlaga frumvarpið, og verður stefnt að því sem fyrr í tíð nú- íverandi ríkisstjórnar að afgreiða fjárlög hallalaus Annað mál, sem kemur til kasta Alþingis á þessu hausti eru veigamiklar breytingar á húsnæðismála 'löggjöfinni í samræmi við samkomulagið, sem gert var við verkalýðsfélögin fyrr í sumar, og felur í sér imjög miklar umbætur á þessu sviði. Annað stórmál, sem Alþingi mun fjalla um nú í haust eru breytingar á afurðasölulöggjöfinni, þar sem það kerfi, sem unnið hefur verið samkvæmt all ar götur síðan á árinu 1943 er nú sprungið og verður því að finna þessum málum nýtt form. Það sem keppa ber að á þessu sviði er að dómi Alþýðuflokksins, að halda áfram samstarfi framleiðenda og neytenda, en þó á öðrum og skynsamlegri grundvelli en verið hef ur til þessa. Búast má við miklum og hörðum deilum um þetta mál. og freista verður þess af alefli að finna þar þá lausn er tryggt geti í senn hagsmuni framleið enda og neytenda. Skömmu fyrir þinglokin í fyrra var lagt fram stjórnarfrumvarp um verðtryggingu fjárskuldbind- inga. Þetta frumvarp verður lagt fram á ný og má búast við talsverðum umræðum um það, en frumvarpið er liður í viðleitni ríkisstjórnarinnar til að hamla gegn verðbólgunni. Á þinginu í vetur má einnig búast við umræðum um skóla- og fræðslumálin. Undir lok þingsins í fyrra var lagt fram stjórnarfrumvarp til nýrra laga um iðn fræðslu. Frumvarpið gerir ráð fyrir veigamiklum skipulagsbreytingum á iðnfræðslunni og skal sam- kvæmt því færa hana til nútímalegra horfs. Stefnt verður að því að þetta frumvarp verði að lögum á þessu þingi. Eins er líklegt að á Alþingi verði rætt um endurskoðun á ýmsum þáttiun skólalöggjafarmn ar, en um mikilvæga þætti hennar hafa verið sett lög nýlega (tækniskóli og tónlistarfræðsla), en annað er í endurskoðun og á það til dæmis við um náms- efni menntaskólanna. Eitt stórmálið enn, sem væntanlega kemur til kasta Alþingis í vetur, er hvort koma skuli hér á fót alúminíumverksfmiðju í sambaindi við væntanlega stórvirkjun ;við Búrfell. Svo sem-kunnugt er eru skoð anir mjög skiptar um það mál og má því búast við hörðum deilum. Ljóst er af þessari upptalningu, að Alþingis bíða mörg verfcefni og stór, og varðar þjóðina miklu að öll þessi mál verði farsællega til lykta leidd. 4 8. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐI0 rytmisk leikfimi fyrir konur á cl!um aSdri %tmisk mýkt, afslöppun Allir aldursflokkar Innritun í sírna 21124, frá kl. S-5 liennsla hefst n.k. þriijudag HAFDÍS ÁRNADÓTTIH nttra: i, B k i FREYJA SKRIFAR: „Ungur maður spáði því í bréfi til þín að' jatiburðir eins og þeir sem gerðust á Langholtsveginum að faranótt síðastliðins laugardags, ættu eftir að endurtaka sig hér í Reykjavík. Ekki legg ég það í vana minn að taka undir illspár en ég verð að segja það, að ég óttast, að ungi maðurinn muni reynast sannspár. ÁSTÆÐAN FYRIR þessum ótta mínum er sú, að frekja unga fólks ins, ókurteisi þess og ósvífni fer nú mjög í vöxt og stappar nærri því að vera í sama sniði og óeirð ir óaldarflokka í stórborgum erlend is. Þetta sýnir sig til dæmis með því, er skríll réðist inn í Lista- manna skálann, lét þar öllum ill um látum og skemmdi listaverk. UM ÞAÐ MÁL vil ég .Aðeins segja það, að þama hefur illa farið. Eftirliti ðhefur ekki verið mikið og mjög slæmt að ekki skyldi takast enn sem komið er að liafa upp á einhverjum þeirra sem þarna voru að verki. Má það jafnvel furðulegt teljast. Vil ég vænta þess, að allt verði gert sem unnt er til þess að koma upp um sökudólgana. LiðleskjuaSferðin dugir ekki. if Menn óttast að illspár rætist. + Göturnar í Reykjavík ótryggar. -ýtr Sjoppustöður og bíladrykkja. ÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÖ: ar við. Alveg það sama gildir um ungt fólk. EN í SAMBANDI við þetta vil ég minnast á eitt mál, sem hefur orðið til þess að auka vandræði enn meir en áður var. Eitt sinn var mikið rætt um sjoppurnar og stöður unglinga í þeim. Loks var það ráð tekið að loka sjopp unum þannig að ekki væri hægt að stahda í þeim. Öllum sjoppu eigendum var gert skylt að selja gegnum gat! ÞETTA HEFUR ORÐID til þess að nú geta flækingsunglingar1 hvergi verið nema á götunni. Mað ur sagði við mig í gær: Ungt fólk hefun vín mjög um hönd. Þeir gerðu það ekki inni í sjoppunum nema þá kannski með einhvers konar pukri og í sárafáum til fellum. Nú munu þeir fara með vín { bílana og drekka þar. Það er j ’höpmulegt að þurfa að segja j þetta, en ef maður vill horfast í i augu við staðreyndirnar í stað þess að þykjast ekki sjá það sem fer fram í kringum mann verður mað ur að segja það.“ MENN VILDU AFNEMA stöð urnar í sjoppunum, eins og Freyja segir í bréfi gínu. Menn héldu að sjoppurnar drægju unglingana frá heimilunum. En ef til vill sýnir reynslan annað. Ilannes á horninu. ÞAÐ LIGGUR HÉR í landi, að taka með silkihönzkum á afbrot um sem þessum, að afsaka slysa valda mcð því að þeir hafi verið ölvaðh og ekki vitað hvað þeir voru að gera, eða að hér hafi ungl ingsgrey verið að verki og það beri að taka mjúklega á þeim. Þessi grey muni bæta ráð sitt þegar frá líður. En þetta held ég að sé hinn mesti misskilningur. AGALEYSIÐ er verst. Ef ekki verður undinn bráður bugur að því að hafa hemil á uppivöðslu , seggjum, þá mun óróinn maenast og gera götur höfuðstaðarins að vett.vangi hverskonar ofbeldis við friðsamt fóik af hendi svona Ivðs. Við ættum að vera búin að læra eifthvað af l'ðleskiuaðferðinni., Jafnvel húsdýrin þurfa tamning' Gluggasfengur gormar, krókar og hringir. Verzlunin Brynja Laugavegi 29.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.