Alþýðublaðið - 08.10.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.10.1965, Blaðsíða 10
Uppfinning Framhald af 6. síðu Uppfinningin útilokar blöndunginn benzíndæluna og loft- og bensín síuna úr bílnum. Ef að uppfinning þessi reynist verð framleiðslu mun hún lækka að mun kostnað við rekstur bíla, og það tekur að eins 40 mínútur að setja hana í gamlan bíl og kostar ekki nema um 1500 krónur. Aðalatriði upp finningarinnar eru að í benzín geymi bílsins verður loft, sem ýt ir benzíngufu inn í eins konar varageymi. Frá þeim geymi úðast síðan gufan inn í vélina. Verk fræðingurinn minnikaði benzín- eyðslu síns eigin bíls úr 0,94 lítrum á mílu niður í 0.45 lítra á mílu. Opnan Framhald úr opnu. íslandi og jafnvel þótt víðar væri leitað. Enn í dag er viti í Málmey, að vísu ekki i sama stíl og sá sem hér var nefndur, heldur eins og vitar gerast nú til dags. Á Sturlungaöld settist Guðmund ur biskup Arason eitt sinn að um tíma í Málmey, er hann var hrak- inn frá biskupsstólnum. Þaðan gerðu svo hann og menn hans á- rásir á biskupssetrið á Hólum í Hjaltadal. Kirkja var í Málmey frá því snemma á öldum, en var aflögð með konungsbréfi árið 1765. Þau álög hafa hvílt á eyju þessari, að þar má engin gift kona dvelja lengur en 19 eða 20 ár. Hafa um það spunnist þjóðsögur, ef út af hefur brugðið, samanber frásögn- ina um konuna í Hvanndalabjörg- um. Þar kemur við sögu galdrameist- arinn frægi séra Hálfdán í Felli í Sléttuhlíð, sem var sagður skóla- bróðir Sæmundar fróða úr Svarta- skóla í París. Um þessa sögu orti Jón Trausti mikinn og kröftugan Ijóðaflokk. Er i þjóðsögunni sagt frá því, að tröllin í Hvannabjörg- um hafi tekið konu bóndans í Málmey. Hálfdán prestur reið þá á Grána sínum út fyrir Almenn- ingsnöf og særði konuna fram. Þess eru dæmi, að ábúendur í Málmey hafa flutt í land eitt ár, til að losna við álögin. Þórðarhöfði er, fljótt á litið þriðja eyja Skagafjarðar, en þegar betur er að gáð, kemur í ljós, að’ liann er landfastur á tveim stöðum. Það eru tvær mjóar ræmur, sem koma í veg fyrir, að hann sé eyja, og milli þeirra er Höfðavatn, nokkuð fisksælt vatn og fallegt. Höfðinn er 180 metra hár syðst, en lækkar svo eftir því, sem norðar dregur. Á Höfðaströndinni, sem er aust- ur af Þórðarhöfða, eru ýmsir merk isstaðir. Gröf er gamalt höfuðból. Þar er talið, að sálmaskáldið Hall- grímur Pétursson sé fæddur. Bænhúsið á Gröf var reist í kaþólskum sið, en var komið í nið- urníðslu, þegar Gísli biskup Þor- láksson á Hólum lét endurbyggja það. Prestsþjónustur fóru þar fram, þar til Grafarkirkja var af- tekin með konungsbréfi árið 1765. Kirkjuhúsið stóð þó áfram. Þjóð- minjavörður lét svo endurbyggja bænhúsið og færa það í sína upp- runalegu mynd og búning, og end- urvígði biskup íslands það árið 1953. Hof á Höfðaströnd hefur ver- ið eitt af stórbýlum Skagafjarðar frá þvi á söguöld. Þar sátu löng- um höfðingjar og forystumenn Skagfirðinga og ýmsir stóreigna- menn. Hofsósverzlun var í landi Hofs og voru eigendur hennar líka eigendur Hofs. Barð í Fljótum var mesta höfuðból Fljótamanna. Þar hefur verið kirkjustaður og prests- setur um langan aldur. Á Hólum í Hjaltadal var til skamms tíma biskupssetur, þar sem ríkjum réðu margir stórmerki legir menn. Hólar hafa alltaf skip- að mikinn sess í hugum Skagfirð- inga, og tala þeir alltaf um að fara „heim að Hólum”. Þar er einnig bændaskóli, en kvennaskóli er á Löngumýri. Fell í Sléttuhlíð var prestssetur frá fyrstu öldum kristninnar allt fram til ársins 1891. Kirkja hefur verið þar frá gamalli tíð og er enn. Þar hefur lengst af verið þing- staður Fellshrepps. Við Mannskaðahól er talið, að Skagfirðingar hafi ráðið niðurlög- um Englendinga, sem þar eiga að hafa komið á land. Lengi vel var talið, að Bretarnir væru heygðir í nokkrum hólum, sem eru rétt við þjóðveginn hjá Mannskaðahóli, en Kristján Eldjárn mun hafa kann- að hólana og ekki fundið neitt, sem til þess gæti bent, að saga þessi hefði við rök að styðjast. Miklir bardagar voru háðir í Skagafirði fyrr á öldum og þá oft mannskæðir, en bardagar við fyrrnefnd átök fóru fram. Nú drepa Skagfirðingar nær eingöngu lax og silung. Mikil lax- og silungaveiði hefur löngum verið í Miklavatni, eins og annars staðar í héraðinu. Sú saga gengur nú um Fljótin, að laxa- seyði þau, sem sett voru í Ólafs- fjarðarvatn í fyrra eða hitteðfyrra, hafa villst af leið, þegar þau ætl- uðu til heimkynna sinna eftir ver- una í sjónum, og komið upp í Miklavatn í staðinn fyrir Ólafs- fjarðarvatn. f Haganesvík er mér sagt, að ljómandi falleg bleikja veiðist beint fyrir framan kaupfélagið, rétt við land. Bezt gengur að veiða hana 10 mínútum eftir háflóð, segja kunnugir. í Haganesvík var löggiltur verzl- unarstaður 1897. Samvinnufélag Fljótamanna var stofnað 1919, og rekur það þar eitt af fáum kaup- félögum, sem eingöngu er byggt á sveitunum í kring. Haganesvík er nokkuð stór vík milli Straumness og Almenninga. íbúar þar eru þrír, kaupfélags- stjórinn, kona hans og dóttir þeirra. Það má lengi halda áfram að ræða um Skagafjörð og Skagfirð- inga, en ekki verður farið mikið lengra að þessu sinui. Sögustaðir héraðsins eru fjöl- margir, og má með sanni segja, að ,,hver einn bær á sína sögu”, og svo mikið er víst, að Skagfirðinga hefur aldrei skort mikla höfðingia. Ef til vill hafa einhverjir tilvon- andi höfðingjar verið að líta dags- ins ljós, á meðan ég renndi augun- um yfir þetta Mómleva hérað, og lét hugann r 'ika imdir skýjuðum himni Skagafjaröar. -ór- Hafnargjöld v Framhald af 7. síðu. ig yrði árleg fjárþörf hafnarinnar J umfram venjuleg rekstrarútgjöld i um 25 millj. kr. með óbreyttu verð lagi. Gerð hafa verið drög að fram kvæmdaáætlun fyrir höfnina árin 1966 — 1970 og eru þar taldar upp helztu framkvæmdir, sem ráðast þarf í svo sem aukning viðlegurým is í Vesturhöfninni um 5—600 m. sem kosta mun um 30 millj., bygg ingu skemmu á Grandagarði og byggingu 7-8 þús. ferm. hafnar skemmu á Austurbakkanum. Einn !ig er þar talið að endurnýja Kópavogur Börn eða unglingar óskast til að bera A1 þýðublaðið til kaupenda í Kópavogi. — Uppl. hjá útsöiumanni í síma 40319. Alþýðublaðið óskar að ráða blaðburðarbörn í eftirtalin hverfi: Teigagerði Miðbæ Laugaveg, neðri Hverfisgötu, efri Kleppsholt Miklubraut. Skjólin Hverfisgötu, neðri Tjarnargötu Seltjarnames I. Laufásvegur Benzínsala - Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. þurfi timburbekk á Ingólfsgarði, | helmingi Faxagarðs og bátabrygg ! um mjög fljótlega, og nauðsyn beri til að byggja yfir verkstæði hafn arinnar hið fyrsta. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 Bíllinn er smurSur fljótt og vel. Seljum allar tegundir af smurrlíu Sfarfssfúlka óskasf Starfsstúlka óskast í eldhús Flókadeildar, Flókagötu 31. Upplýsingar gefur matráðs- konan á staðnum milli kl. 13 og 17 daglega. Skrifstofa ríkisspítalanna. Námskeiö fyrir frystihúsverkstjóra Námskeið í verkstjórn og vinnuhagræðingu verður haldið fyrir verkstjóra frystihúsa 28. okt. — 24. nóv. n.k. Námskeiðið er skipulagt í samráði við Sölu- miðstöð Hraðfrystihúsanna og Sjávarafurða deild Samb ísl. samvinnufélaga. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást í Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, Reykjavík. S t j órn Verkst j órn amámsskeiðanna. SMURÍ BRAUÐ Snlttur. Oplð frá kl. 8—2S.St Brauðstofan Vesturgötu 28. SímS 16012 IQ 8. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.