Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 1
Laugardagur 9. október 1965 - 45. árg. - 227. tbl. - VERÐ 5 Kf». Myndin er tekin áður en þingmenn g-engru tii kirkju í gær er Alþingi var sett. Hér ræðir Emil Jónsson utanríkisráðherra við biskupinn yfir íslandi, séra S’igurbjörn Einarsson og séra Arngrím Jóusson, sem messaði í Dómkirkjunni. Mynd JV. Fjárlagafrumvarpið kemur á mánudag Reykjavík, EG ALÞINGI ÍSLENDINGA var sett í gærdag við hátíðlega aw höfn, eftir að þingmenn höfðu hlýtt á messu hjá séra Arngrímí Jónssyni í Dómkirkjunni. Dr. Þórður Eyjólfsson forseti liæstaréttar, einn af handhófum forsetavalds, las upp bréf um kvaðningu Al- þingis til funda. Þingfundi vai- að því búnu frestað til klukkan hálf tvö á mánudag, en þá hefst ftmduj á ný í sameinuðu þingi, og verð- ur þá fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1966 lagt fram. Þingmenn, söfnuðust saman í anddyri þinghússins skömmu fyr ir klukkan hálf tvö og gengu það an til kirkju. 1 fararbroddi voru handhafar forsetavalds, forsætis ráðherra, forseti sameinaðs þings og forseti hæstaréttar. Biskupinn yfir íslandi og ráðherrar gengu næstir, en síðan komu þingmenn 1 RDA FLUTTAR INN LANDRÚNADARAFURDIR? Reykjavík. — — Mér finnst það vera orðið' i- hugunarefni, hvort það sé ekki landbúnaðinum sjálfum, að ég ekki tali um neytendur, til góðs. að eitt- hvað væri fáanlegt hér á markaðn- um af erlendum landbúnaðarvör- um, t. d. kjöttegundum, sem alls ekki eru framleiddar á íslandi. Sjálfsagt væri þó að tolla þennan innflutning þannig, að verðlag hans væri í samræmi við fram- leiðslukostnaðinn innanlands. Á þessa leið’ mælti dr. Gylfi Þ Gísla- son, viðskiptamálaráðherra i ræðu er hann hélt á aðalfundi Vcrzlun- arráðs íslands í gærmorgun Viðskiptamálaráðherra gerði í upphafi ræðu sinnar grein fyrir þróun efnahagsmála liér á landi á þessu ári og ræddi síðan um tvö mikilvæg viðfangsefni, sem fram- undan væru á sviði íslenzkra efna- hagsmála, annars vegar stefnu ís- lendinga í viðskiptamálum út á við, og verður sá kafli ræðu ráð- lierrans birtur í heild hér í blað- inu á sunnudaginn, og hins vegar landbúnaðarmálin og fer sá kafli úr ræðu Gylfa hér á eftir: Einhverjum kann að þykja und- arlegt, að ég telji ástæðu til þess að ræða vandamál íslenzks land- búnaðar á aðalfundi Verzlunarráðs ins. En sannleikurinn er sá, að vandamál landbúnaðarins eru orð- in að einu höfuðvandamáli ís- lenzkra efnahagsmála. Ástæða þess, að svo er komið, er sú ann-1 ars vegar, að íslenzk landbúnaðar- i framleiðsla hefur aukizt svo mik- ið á undanförnum árum, að nú þarf að flytja verulegan hluta liennar til útlanda, og hins vegar, að bilið milli framleiðslukostnað- arins innanlands og söluverðsins erlendis fer vaxandi ög er orðið svo mikið, að útflutningsbætur þær, sem greiða ber samkvæmt gildandi lögum, eru orðnar svo Framhald á 15. síffu. og gestir; flest sendimenn erlendra ríkja á íslandi. Dr. Páll ísóífsson lék ó orgelið við messuna í dómkirkjunni, en Dómkórinn söng. Prestur var sem fyrr segir, séra Arngrímur Jóns- son, sóknai’prestur Háteigspresta kalls og lagði hann í ræðu sinni út af stjötta versi 55. kapítula, spá dómabókar Jesaja, en það hljóðar svo: Leitið drottins meðan hai)n er að finna, kallið á liann meðán hann er nálægt. Þingmenn héldu á ný ti Alþing ishússins, þar sem dr. Þó: ður Ey jólfsson las upp bréf liandhafa forsetavalds um kvaðningi Alþing is til funda, lýsti hann oví yfir að Alþingi væri sett og árnaði því heiUa í störfum. Forsætisi áðherra Framh. á 14 síðu. Gylfi Þ. Gísiason, viðskiptamálaráðherra flytur ræðu sína. Ekkert nýtt komib í Ijós Rvík, ÓTJ. IXNBROTIÐ í Krónt ia við Mávahlíð, þar sem stolið var rirm, lega hálfri milljón króna, er enn í rannsókn. Héðinn Skúlason hjá rannsóknarlögreglunni. se: n hefur rannsóknina með höndum, tjáði A1 þýðublaðinu í dag, að ekkert nýtt hefði gert enn sem komiff er. Allir ráðherrar Alþýðuflokks ins tala á fyrsta fundinum ALLIR, þrír ráðherrar Alþýðuflokksins tala á fyrsta fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á þessu hausti, sem haldinn verður í Iðnó n.k. þriðjudagskvöld. Fundarefnið er: „Aðalmál stjómmálanna“. Sigvaldi Hjálinarsson ritstjóri mun stjórna um ræðunum. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur hefur fyrir nokkru gengið frá vetrardagskrá sinni og hún hefst n.k. þriðjudag me'ff al- mennum féiagsfundi. Framsögumenn verffa: Emil Jónsson, utan- -■ríkisráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra og ® Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmálaráðherra. Þeir munu ræða um stjómmálaviðhorfiff, stærstu viðfangsefni ríkisstjórnar innar nú er alþingi kemur saman á ný og þau mál, sem framund an em. Mörg stórmál em nú í uppsiglingu og er ekki áð efa, að ráðherrar Alþýðuflokksins munu segja mikil tíðindi úr stjóm málimum á íélagsfundinum á þriðjudagskvöld. Til þess að gera fundinn líflegan hefur stjórn Alþýðuflokksfélagsins fengið sér- stakan stjðrnanda til þess að .stjórna umræðunum. Verður þa® Sigvaldi Hjálmarsson ritstjóri, sem áður hefur stjórnað umræð- mn á fundi Alþýðnflokksfélagsins. Félagsfundurinn hefst kl. 8.30 í Iffnó.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.