Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 8
KONAN OG HEIMILIÐ i: | NÚ er sláturtíðin og húsmæðurnar ; hamast við að sjóða slátur, blóð- í mör, liírarpylsu, og sumar búa til lundabagga. Nú þarf ekki lengur að geyma slátrið í sýru yfir vetur ! inn, þægindi nútímans sjá fyrir j því. og nú má :geyma ósoðna slátur- í keppi mánuðum saman í frysti. i Sumir geyma þó enn þá slátur í . sýru, þar-eð mörgum finnst súrt } slátur gott, sérstaklega roskna fólk ! inu. Flestir eru sjálfsagt sammála um það, að slátur sé góður matur, heit lifrarpylsa og heitur rúsínu- j blóðmör er hvort tveggja mesta ? hnossgæti, að nú ekki sé talað um ! kalda niðurskorna lundabagga, og ; slátrið er mjög hollur matur, sem .j inniheldur mikið af járni og víta- | mínum. Mjög er gott til þess að ' vita hversu síátur er vinsæll mat- ur og vinsældir þess fara sízt minnkandi. Þá tilheyrir oft slátur- gerðinni að búa til sviðasultu, sem j er afbragðs fæða. j Innst á Laugaveginum í slátur- I • i sölu Sláturfélags Suðurlands hef- ur undanfarna daga verið mikið verzlað. Margir hafa verið að kaupa slátur, og í dag er síðasti söludagurinn. Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir heitir stúlkan, sem afhendir af- greiðslumiðana, en sá háttur er hafður á slátursölunni, að kaup- endur greiða fyrst eins mörg slát- ur og þeir ætla að kaupa, þá fá þeir afgreiðslumiða og afhenda þá afgreiðslustúlkunum, sem síðan taka til slátrið. Eitt slátur er 3 pelar af blóði, sviðahaus, lifur, hjarta, tvö nýru ásamt vömb, keppi og þind og hálsæðar fylgja einnig með. Hreinsaður ristill fylg- ir stundum með, en það fer eftir atvikum, hvort hann hefur komið með slátursendingunni í slátursöl- una eða ekki. Sem sagt ristill- inn er ekki alltaf fáanlegur. — Mörinn fylgir ekki með, hann verð- ur að kaupa sérstaklega, og biður Sigurbjörg okkur að taka það fram, þar eð margar húsmæður hafa ekki áttað sig á því. ‘4 Afgréiðslustúlkurnar í slátur- sölunni verða að hafa snör hand- tök, þegar margir bíða. Flestir kaupendurnir hafa með sér bala eða önnur stór ílát og gamla mjólk- urbrúsa undir blóðið. Og húsbænd- urnir virðast ekki síður áhugasam- ir en húsmæðurnar við að sækja slátur. Þeir rogast með stóra þvottabala fulla af mör og sviða- hausum inn í bílana sína og börn- in hjálpa líka til og bera þá gjarn- an blóðið. Við erum orðin svo vön því að sjá slátur, að við kunnum ekkert ver við að vera með fullan brúsa af blóði heldur en mjólk, en hætt er við að sumum óvönum slíku mundi finnast nóg um að sjá blóðið. fossa ofan í brúsana eða að sjá sviðin afhöggvin lambahöfuðin stara ásökunaraugum upp úr þvottabölunum. En hvað um það, blóðmörinni, lifrapylsan og sviða- sultan renna niður með beztu lyst, og það eru víst flestir sammála um, að betri matur er vart til. Þegar svo balarnir og brúsarnir með slátr inu eru komnir heim á borð, er haf- izt handa við sláturgerðina. Vamb irnar, sem notaðar eru utan um sláturkeppina eru þvegnar vei, þar til þær eru ljósar og tandur- hreinar. Þá er næst að klippa þær niður í hæfilegar stærðir og síðan Texti og myndir: Anna K. Brynjúlfsdóttir Frú eru þær saumaðar saman. En auð- vitað er þá skilið eftir hæfilegt op fyrir verðandi innihald, sem svo er saumað fyrir, þegar keppirnir eru tilbunir til suðu, því að hvergi má vera op á keppunum, þá fer allt innihaldið út í vatnið og eyði- leggst.. Eftir saumaskapinn er byrjað að gera slátrið. Blóð, rúg- mjöl og haframjöl ásamt salti er hrært saman í réttum hlutföllum, Afgreiðslustúlkurnar Iiafa nóg að gera., Húsbændurnir sýna ekki tninni áhuga en húsmæðurna (*8 9- okt. 1965 — (iALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.