Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 11
 ' Mi i :: llÉÉ-wi á i . .v^a ^ -we ?ítfV *•• :4!BBfc? ••• <r-r,,•**&&?^«&feÉí-• “ *••••••. ‘kerU&föl&ý Tekst Patterson oð sigra 22. nóv.? „They never come back“ — þeir koma aldrei aftur. Þessi orð virðast hafa misst gildi sitt síð, ustu árin. Floyd Patterson sýndi. að hann kom aftur, þegar hann vann titilinn af Ingemar Johans son. Hann var sá fyrsti er það gerði. Nú mun hann reyna aftur — sýna að þetta hugtak er úrelt. 22. nóvember mun Floyd Patt erson berjast v:ð Cassius Clay og ekki er vafi á því að keppnin mun vekja mikla athygli um allan heim Clay hefur loksins fallizt á að verja titilinn gegn Patterson, en Clay hefur þó talað með mikilli fyrir litningu um þennan vinsæla hnefa leikara og ekki talið það samboð ið sér, að berjast við hann. Þetta er takmark, sem Patterson hefur lengi stefnt að. Það er ekki vafi á því, að þetta verður hans þýðing armesta keppni mun þýðingarmeiri en viðureignin við Sonny Liston ov Tneemar Johanson. Þetta er hans barátta um að vera eða ekki vera í hnefaleikahringnum. Ef hann tapar, er hans síðasta tæki *æ*-í horfið. Hann hefur allt að vinna. Heyrst hefur í Bandaríkjunum Frh. á 15. síðu, Tekst Patterson að sigra Clay? Brummel frá keppni í ár Eins og skýrt var frá í blað inu í gær fótbrotnaði heimsmet liafinn í hástökki, Velerij Brummel í fyrradag. Læknar segja að hann verði frá keppni í a.m.k. eitt ár og því er ósennilegt, að hann taki þátt í Evrópumeistaramótinu í Búdapest um mánaðamótin á gúst september næsta ár. Sumir læknanna eru ekki vissir um, að hann geti keppt aftur með sama árangri, en hann gekk undir vel heppnaðan uppskurð í gær. ÞESSI IILAUPARI heitir Bengt Nájde og er sænskur, Ilann komst í fremstu röð langhlaupara í heiminum í sumar og setti m.a. sænskt met í 5000 m. hlaupi. í lands- keppninni við Finna í haust stóff hann sig meff ágætum. Þessi frumlega mynd var tekin úr hnefaleikakeppni nýlega. Þaff skal tekiff fram aff hnefaleikarinn til vinstri ætlar ekki aff fá sér bita úr andstæffing sínum, þó aff myndin virffist benda til þess- tMMMMMMWnMMMMMVW ' I Æfingar hand- I knattleiksdeild- ar ÍR ÆFINGAR Handknattleiksdeildar ÍR eru hafnar fyrir nokkru. Æft i er í ÍR-húsinu, þrek og tækniæfing-1 ar, í iþróttahúsinu aö Hálogalandi og í íþróttasal Réttarholtsskólans, en hann verður opnaður um 20. október. Æfingarnar fara fram á eftir- töldum tímum: HÁLOGALAND: Á sunnudögum kl. 6.20 til 7.10 4. flokkur. Þriðfu- daga kl. 8.30 til 9.20 3. flokkur og kl. 9.20 til 10.10 1., 2. og meistara- flokkur. Laugardaga kl. 5.30 til 6.20 3. flokkur og kl. 6.20 til 7.10 1., 2. og meistaraflokkur. ÍR-HÚS við Túngötu: Föstudaga kl. 8.30 til 9.30 1., 2. og meistara- flokkur. Æfingar í Réttarholts- skóla verða auglýstar síðar. Þjálfari deildarinnar er hinn kunni handknattleiksmaður Matt- hías Ásgeirsson. Valur-ÍBAídagog KR - ÍBK á morgun í dag kl. 3 heldur Bikarkeppni KSÍ áfram á Melavelli. Þá leika Valur og Akureyrt um það hvort liðið mætir Akumesingum eða Keflavík eða KR-b 'í úrslitaleik keppninnar. Ekki er nokkur vafi á því að þetta verður mikill baráttuleikur. Valsmönnum hefur gengið illa í sumar og þeir leggja áreiðanlega allt kapp á að komast í úrslit. Akureyringar hafa að sjálfsögðu einnig fullan hug á að sigra og í einhverju norðanblaðanna var sagt nýlega, að takmark Akureyringa væri að sigra í Bikarkeppninni og taka þátt í Evrópubikarkeppni næsta sumar. Á morgun kl. 3 leika Keflavík og KR b á Njarðvíkurvellinum en þeim leik var frestað fyrir nokkru. Það liðið, sem sigrarleikur ; við Akranes í undanúrslitum. 1 í fyrra urðu þau, óvæntu úr I slit, að B-lið KR sigraði Keflavík 1 trúlegt er að Keflvíkingar taki leikinn núna alvarlegar en þeir I gerðu þá. Þó má búast við því, | að leikurinn verði hinn skemmti1 legasti. Steingrímur Björnsson miðherji Akureyringa. ALÞYÐUBLAÐIÐ - 9. okt. 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.