Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 9
Þóra Vilbergsdóttir ásamt syni sínum. Kristni, en hann var að hjálpa möminu sinni. síðan er mörinn brytjaður saman við. Þetta er svo sett inn í vamb- irnar og soðið og eftir 3 klukku- stundir kemur upp úr pottunum rjúkandi heitur blóðmör. í lifrar- pylsu er svo í staðinn fyrir blóð notað lifur og nýru, söxuð saman, og hrærð saman við rúgmjöl og haframjöl og mör bætt í. Með hverju árinu gerist æ fágætara að gerðir séu lundabaggar og er það r á sláturkaupunum. miður, því að þeir eru mjög góð- ir, séu þeir vel tilbúnir. Lunda- baggarnir eru gerðir úr ristlinum, ásamt hálsæðum eða lundum (það- an draga lundabaggarnir nafn sitt) og/eða hjörtum. Utan um þetta er svo þindinni vafið, og lundabagg- inn soðinn og síðan pressaður. — Einnig má reykja lundabagga og eru þeir þá gott álegg ofan á brauð. í slátursölunni á Laugavegi tók- um við tali frú Petreu Ingimars- dóttur, en hún var að kaupa sér slátur. Petrea sagðist alltaf taka slátur og búa bæði til blóðmör og lifrarpylsu. Hún var ekki alveg viss um, hvort hún byggi til lunda- bagga í þetta skiptið, en hún sagð- ist alltaf hafa búið til lundabagga liingað til, enda verið vön því í sínum uppvexti, að þeir væru bún- ir til. Petrea ætlar að vinna í slát- urgerðinni ásamt með dóttur sinni. Mjög algengt er, að tvær eða þrjár húsmæður vinni í sam- einingu að sláturgerðinni. Vinnst þá verkið oft betur, því að margar hendur vinna létt verk. Inni í Sólheimum í einu háhýs- inu hit.tum við húsmóður, sem er nýbúin að taka slátur og var að sauma saman vambirnar, sem eiga að fara utan um sláturkeppina. Húsmóðirin heitir Þóra Vilbergs- dóttir, og hún segist einungis ætla að búa til lifrarpylsu, engan blóð- mör. Öllum á heimilinu finnst lifr- arpylsan svo góð, en þau eru ekk- ert of hrifin af blóðmör. Úr háls- æðunum, sem fylgdu í slátrinu, ætlar Þóra svo að búa til kæfu. Þóra er ekki aldeilis ein í slátur- Framhald á 10. síðn. Frú Petrea Ingimarsdóttir. Sigurbjörg Sigurbjarnardóttir af- hendir afgreiðslumiðana. \ Kennarí og starfs- stúlka óskast Við vistheimili ríkisina í Breiðuvík, V-Barðastrandars. - er laus staða barnakennara. Einnig vantar heimilið starfs sttUku. ÆskHegast væri að ráða barnlaus kennarahjón ! tU þessara starfa. AJlar nánari upplýsingar veita Ág'úst H. Pétursson, Patreksfirði og forstöðumaður heimilisins í Breiðuvík. Skrifstofa ríMsspítalanna. '■ Vélvirkjun | Viljum ráða menn í vélvirkjim og vélvirkja. j ■ 1 Vélsirtiðjan Klettur hf. Hafnarfirði, — Símar 50539 og 50139. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir og sendiferðabifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9 mánudaginn 11. október kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. SÖLUNEFND V-AKNAKLIÐSEIGNA. NJARÐVÍKURHREPPUR\ Ver.kamenn óskast nú þegar í vinnu hjá Njarðvikur- hreppi. Uppl. í síma 1696 og 1520. VERKSTJÓRINN. SKRIFSTOFA FORSETA ISLANDS í Alþingishúsinu verður opnuð aftur mánudaginn 11. október. . J eppaflokkurinn lýkur glæsilegri leikför um. landið með loka- sýtningu á gamanleiknum JEPPA Á FJALLI í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,30. Miðassla í Austurbæjarbíói frá kl. 4. Áskriftasíminn er 14900 ALÞYÐUBtAÐIÐ - 9. okt. ,1965 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.