Alþýðublaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 10
Byggingakostn.
Framhald af 7. síðu.
raféindaheila Háskólans til úrlausn
ar. ÍEn á meðan þessar upplýsing
ar eru ekki fyrir hendi, hefi ég til
hneigingu til að svara spurning
unni neitandi því að ef einhverjar
Úrbætur væri hægt að gera, þá
tel ég að þær væru þegar komnar
fram á þeim langa reynslutíma,
sem byggingakerfið hefir fengið
Hins vegar hefi ég á reiðum hönd
um avar við spurningu um það,
hvort lækka megi byggingarkostn
að verulega með breyttri gerð
húsa, en þá er ég kominn út fyrin
ramma þeirrar spurningar, sem
fyrir mig er lögð.
2. spurning: Hvaða skipulag
byggingaframkvæmda teljið þér
heppilegast?
Ég tel heppilegast hið frjálsa
útboðskerfi, þar sem hinar mis
munandi bygingaraðferðir fá að
njóta sín, enda verði settar strang
ar reglur um útilokun á óraunhæf
um undirboðum. íslenzkum bygg
ingariðnaði er brýn nauðsyn, að
nokkur fjármunamyndun geti átt
sér stað meðal verktaka. Það er
öruggasta leiðin til aukinnar verk
vöndunar og til endurbóta á úr-
eltum starfsaðferðum.
SVÖR
Ingimars Á. Magnússonar
húsasmíðameistara.
Spurnig 1.
Teljið þér að lækka megi bygg
ingarkostnað verulega með ó-
breyttri gerð húsa?
Svár:
Já, það má vafalítið lækka bygg
ingarkostnað frá því sem nú 'er.
Einkum eru það tvö atriði, sém ég
vil benda á, og ég tel að geti
mjög stuðiað að lækkun hans.
Annars vegar er það aukin sam
ræming og stöðlun í húsbygging
um sjálfum, og hins vegar raun
sýnni vinnubrögð hjá þeim sem
vinna að skipuiagsmálum og und
irbúningi byggingarhverfa.
Menn eru nokkuð sammála um
nauðsyn á stöðlun hinna einstöku
byggingarhluta, svo sem hurða og
glugga, en alltof lítið hefur orðið
af þessu í reyndinni. Það verður
ekki lögð of mikil áherzla á sparn
að sem af því hlytist, ef unnt væri
að samræma stærð og gerð þess
ara hluta, þannig að unnt væri til
dæmis að kaupa glugga, gler og
innréttingahluta beint af lager.
Það er vart til frambúðar að næst
um hver íbúð krefst sérsmiðar í
eitistökum smáatriðum. Of lí.til
áherzla er lögð á að velja úr þær
beztu húsateikningar sem fram
koma stuðla að þvi að fullkomna
þær með tilliti til notagildis og
hagkvæmni í útfærslu og síðan
nota þær við byggvngu heilla
hverfa. Það gengur ekki, að hvert
einstakt íbúðarhús sé unnið eins
og minnismerki og verði að vera
frábrugðið öðrum, sem á undan
eru komin.
Skipulag og undirbúningur bygg
ingarhverfa af hendi opinberra að
ilja getur haft mikil áhrif á bygg
ingarkostnað. Mjög hefur þess orð
ið vart, að skipulagið hefur kraf
izt óheppilegrar stærðar íbúðar
húsa, einkum fjölbýlishúsa, þannig
að þau eru ef til vill 2—3 metrum
of stutt til að vel megi nýta gólf
flötinn. Kostnað sem leiðir af
annmörkum sem þessum ætti að
vera hægt að útiloka.
Spurning 2.
Hvaða skipulag byggingarfram
kvæmda teljið þér heppilegast.
Svar:
Fyrst og fremst þarf að úthluta
byggingarlóðum að hausti til, þann
ig að unnt sé að teikna húsin, gera
framkvæmdaáætlanir og aðra und
irbúningsvinnu að vetrinum. Með
tilliti til árstíða og veðráttu hér
er það mjög mikilvægt að vinna
við nýbyggingar geti hafizt
Snemma vors þaþnig að ljúka
megi við að steypa husin upp og
pússa þau að utan áður en frystir
að hausti. Yfir veturinn má þvf
næst ljúka innanhússpússningu
og vinna að innréttingum.
Bygging íbúðarhúss á ekki að
þurfa að taka lengri tíma en eitt
ár. Byggingarhraðinn er háður
góðri verkstjórn og því að verkið
hafi verið vel skipulagt og undir
búið áður en framkvæmdir hófust
Nauðsynlegt er að verkefni séu
tekin í réttri röð og ekki standi
á efni.
Til að gera byggingarfram-
kvæmdina sem hagkvæmasta er
mikilvægt að úthlutun byggingar
lóða sé ekki háttað þannig, að
framkvæmdir dreifist á marga ein
staka aðila. Það fyrirkomulag að
veita mismunandi aðilum sam
bygðg stigahús er ekki æskilegt.
Slíkt getur haft hin skaðlegustu á-
hrif á skipulag og framkvæmda
hraða byggingarinnar og aukið
kostnað hennar. Ég tel að stefna
eigi að því að byggjendur ljúki
framkvæmdum að fullu áður en
þeir skili þeim af sér. Með því gefst
mestur kostur á að nota byggingar
hluta sem má fjöldaframle'ða.
Að lokum vil ég láta i ljós óá
nægju yfir þeirri stefnu sem tev
in hefur verið upp t.d. hér í hnf
uðborginni að húseigendur bert
kostnað af holræsa og gatnagerð
í hinum nýju hverfum. Afnot þess
ara mannvirkja eru ekki bundin
við húseigendur sjálfa og það sem
verra er, þeim er lítill kostur gef
inn á að hafa áhrif á kostnað í
sambandi við framkvæmdirnar.
SVÖR
Skúla Norðdahls
arkitekts F.A.J.
Spurningum ritstjórnarinnar
verður aðeins svarað með því skil
orði, að skýr greinarmunur verði
gerður á því, sem ég lýsi álit
mitt,' ályktunum byggðum á vissri
reynslu og einhverri þekkingu og
hinu, sem eru áþreifanlegar stað
reyndir, sannanlegur veruleiki.
1. Hvort ég telji að lækka megi
byggihgarkostnað verulega með
óbreyttri gerð húsa, svara ég ját
andi.
Það álit styðst við það, að í öll
um löndum, þar sem framkvæmd
ar hafa verið skipulagðar athug
anir og aðgerðir til að lækka
byggingarkostnað, hafa stærstu
vinningarnir unnizt í endurbótum
á hinum venjubundnu byggingar
gerðum. Hefur þetta verið gert
með betri hagnýtingu vinnuafls
og byggingarefna, auknum véla- og
verkfærakostnaði, endurbótum á
skipulagi hút-?rna og réttri nýt
ingu bygginga^Cnanna.
Öllum sem til þekkja er ljóst
að hjá okkur muni vera meira
að vinna í þessum efnum en víð
ast annars staðar.
Ýmis skilyrði þyrftu þó að fylgja
þessu svari, en vera má að svarið
við næstu spurningu komi að ein
hverju í þeirra stað.
2. Hvaða skipulag byggingar-
framkvæmda teljið þér heppileg
ast?
Svar: Það skipulag, sem er í
fyllsta samræmi við:
a) stærð viðfangsefnisins,
b) stærð og útbúnaður vinnu
aflsins, fjölda iðnaðar- og verka
manna og vélakost,
c) möguleika á útvegun efnis á
réttum tíma miðað við þarfirnar
fyrir það,
Kópavogur
Börn eða unglingar óskast til að bera AI
þýðublaðið til kaupenda í Kópavogi. — Uppl.
hjá útsölumanni í síma 40319.
Alþýðublaðið
óskar að ráða blaðburðarbörn í eftirtalin hverfi;
Teigagerði
Miðbæ
Laugaveg, neðri
Hverfisgötu, efri
Kleppsholt
Miklubraut.
Skjólin
Hverfisgötu, neðri
Tjamargötu
Seltjarnames I.
Laufásvegur
Benzínsalð - Hjólbarðaviðgerðir
Opið alla daga frá kl. 8—23,30.
Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt
Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900.
d) möguleikana til fjármagns
skipulagningar, og að þessir þætt
ir séu í samræmi innbyrðis.
Hafi ritstjórnin haft annað í
huga við samningu spurninga
sinna, skal hér drepið á þrjú atr
iði.
Ef verið er með fyrri spurning
unni að slæðast eftir því, hvort
lausn okkar á vandamálinu: hár
'byggífcgarkostnaður, sé að ger
bylta húsagerð okkar með nýjum
efnum og byggingaraðferðum, þá
tel ég það ekki enn þá skjótustu
aðferðina.
Slíkar aðferðir verður að byggja
á því að við völdum almennri
skipulagningu byggingarfram-
kvæmda og kunnum að meta rétt
eiginleika og gerð byggingarefn
anna.
Ætlist ritstjórnin til að fá svar
við því, hvort byggja skuli ein
býlishús, en svarið, auk þess, sem
að framan greinir, háð vissri þekk
i ingu á skipulagskostnaðinum, sem
1 er verulegur þáttur hins raunveru
lega byggingarkostnaðar.
Þá þekkingu skortir hér og því
treysti ég mér ekki að leggia mat,
á það. Sinsvegar ar rétt að benda
á, að um allan heim er verið að
hverfa frá hinni einstaklings
bundnu leið til þess að leysa hús
næð'svandamál þjóðanna.
Skipulagslega er þróunin sú, að
hið opinbera, byggingarfélög og
byggingasamvinnufélög leysi þessi
vandamál í stórum einingum með
skipulagðri framkvæmdastarfsemi
Það leiðir aftur af sér ný viðhorf
til húsagerðanna.
Eitt leyfi ég mér að fullyrða
í þessu sambandi. Það er, að mis
ræmi það, sem en á milli skipu
lags annars vegar og hins vegar
úthlutunaraðferða og skfpulagn
ingar undirbúnings og fram
kvæmda fjölbýlishúsa hér í Reykja
vik, er með eindæmum og til þess
eins að stórauka byggingarkostnað
og torvelda jákvæða þróun.
Óski ritstjórnin eftir svari við
því, hvort halda eigi uppteknum
hætti að láta byggingarófrótt fólk
annast meginhluta allra húsbygg
ingaframkvæmda og láta gott
heita að stöðugt fækki í stéttum
byggingariðnaðarmanna eða að
stefna beri að því, að byggingar
framkvæmdir verða að öllu leyti
unnar af til þess menntuðu fólki
verður svar m’tt, að okkur beri
að láta hvern þjóðfélagsþegn vinna
þau störf, sem hann hefur mennt
un til að vinna og okkur beri að
stuðla að því, að í þjóðfélaginu
séu hæfir einstaklingar til að vinna
þau verk sem þarfirnar krefjast.
Opnan
Framhald úr opnu.
störfunum. Hún á þrjá syni, Krist-
I in, Guðmund og Vilberg og sá
| elzti, Kristinn, sem er að verða
, sex ára í næstu viku, er að hjálpa
j mömmu sinni við undirbúning
! sláturgerðarinnar. Hann er mjög
| áhugasamur og hlakkar til, þegar
1 búið er að sjóða lifrarpylsuna og
hann getur fengið að smakka á
henni. Honum finnst líka afskap-
lega gaman að horfa á mömmu
sína klippa vambirnar og sauma
þær svo saman og hann gerir sitt
( beztá til þess að hjálpa til. En
! öðru hverju hvílir hann sig samt
j og fer þá að teikna á stórt, hvítt
| blað, sem liann á, og hann er líka
I nýbyrjaður í smábarnaskóla. Krist-
| inn segir okkur, að pabbi sinn sé
j bíistjóri hjá Guðmundi Jónassyni
| og Kristni finnst afskaplega gam-
an að fá að sitja í bílnum lijá
honum pabba sínum, og það finnst
. litlu bræðrum hans líka.
! Á leið úr Sólheimunum í bæinn
, aftur, ökum við fram hjá slátur-
sölunní á Laugaveginum og alltaf
er sama ösin. Tvær konur koma
þaðan út og bera á milli sín þvotta-
j bala. Upp úr honum gægjast nokk-
ur iambahöfuð.
10 9. okt. 1965,- ALÞÝÐUBLAÐIÐ