Alþýðublaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 7
ÖLD er liðin síðan danska skáldið Sophus Claussen fæddist, en hann var að margra dómi slyngastur ljóðsmiður með þjóð sinni í þrjá áratugi — frá alda- mótum til dauðadags 1931. Slíkur maður er harla frásagnarverður. íslenzkir þýðendur hafa hins vegar hvorki vaxið né minnkað af þeim vanda að túlka skáldskap hans. Sophus Claussen mun ó- þekktur að kalla hér í útskerinu. Eg kynntist ljóðurja hans á land- spítalanum í Kaupmannahöfn fyrir fimmtán árum og þakka þeim ýmsar góðar stundir. Má því ekki minna vera en ég láti hans getið nokkrum orðum í til- efni aldarafmælisins. Sophus Claussen var tveimur árum yngri en Viggo Stucken- berg og ári eldri en Johannes Jörgensen. Gerðist hann ungur vinur þeirra og samherji, þó að brátt skildi leiðir sem von var. Claussen rann blóð til annarrar skyldu en þeim. Rasmus faðir hans barðist lengi og vel í fylk- ingarbrjósti vinstri flokksins, sem var djarfur og róttækur áður en verkalýðshreyfingin kom til sögunnar í dönskum stjórnmál- um. Sophus Claussen var sveita- maður að uppruna og festi í æsku djúpar rætur á Langalandi og Falstri. Hann sór sig í ætt við fólkið þar og játaði Iöngum fleiri skoðanir en fagurkerarnir og draumóramennirnir í hópi jafnaldranna. Veröldin opnaðist honum á stúdentsárum, Sophus Jlaussen gaf sýn og heyrn langt suður í álfu, en jafnframt mundi liann mætavel alla ævi heima- slóðirnar og átthagana. Sú tví- skipting varð honum samt eng- an veginn andlegur fjötur. Þvert á móti. Hann sigi'aði í glímunni við andstæðurnar, gerðist heims- borgari eins og Johannes Jörg- ensen og þó sízt ódanskari en Jeppe Aakjær og Johannes V. Jensen, en spegill hans var stærri, tilfinningin næmari og túlkunin nýstárlegri. Listrænustu kvæði lians virðast sprottin úr kviku persónulegrar reynslu, hvort sem hann varð sér úti um örlagaseiðinn í ímyndun eða veruleika. Sophus Claussen var meistarl táknsins í danskri ljóðagerð sam- tíðar sinnar, enda lærði hann af frönsku snillingunum Paul Ver- laine, Stéphane Mallarmé og Charles Baudelaire, en heim- færði námið á sjálfan sig, land og þjóð af frábærri íþrótt. Odd- borgurunum fannst hann kveðja sér hljóðs á skáldaþinginu í hneykslanlegum gáska með túlk- un þeirrar kenningar, að hundr- að kossar af konumunni væm lítils virði móti því að kyssa hundrað stúlkur. Ástarkvæði hans voru ófeimnar og einlægar játningar, hann svipti til rekkju- tjöldum í mörgu ljóði og var ekki við eina fjölina felldur, söng nautninni lof og dýrð og trúði naumast á meyfæðinguna. Allt var það honum þó leit feg- urðar og listar, enda þótt sumar konurnar í kvæðum hans séu ekki spariklæddar gyðjur ný- komnar úr mátulega heitu baði. Konan var honum raunar vera af lioldi og blóði, en hann gerði liana líka að tákni eins og í ljóð- inu ógleymanlega um rigning- una, sem er hvort tveggja í senn dropatal og stúlkumynd. Sophus Claussen reis ekki öndverður gegn raunsæisstefnu Brandesar heldur hóf viðhorf hans í æðra veldi margslungins skáldskapar. Og hann lýsir kvensemi sinni, ímyndaðri eða áskapaðri, svo kurteislega, að orðin þurfa eng- an að hneyksla á tímum hisp- ursleysis og jafnréttis! Hitt gef- ur að skilja, að þau hafi ekki verið englamál í eyrum skin- helgra og viðkvæmra fyrir og eftir aldamót. Snjallast hefur Sophus Claus- sen sennilega lofsungið nautnina í kvæðinu fræga I en frugthave: flUGLER Fiestar þykktir {yrirliggjandi A og B gœðaflokkar MARS TRADING CO. H.F. KLAPPÁRSTIG 20 S I M I- 1 7 37 3 Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í Vífilsstaðahæli. Upp- lýsingar gefur forstöðukonan í síma 51855. Reykjavík 11. okt. 1965 Skrifstofa ríkisspítalanna.- Skrifstofustúlka óskast Staða ritara í röntgendeild Landspítalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt reglum um laun opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist til Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapp- arstíg 29, fyrir 23. okt. n.k. Reykjavík 11. okt. 1965 Skrifstofa ríkisspítalanna. Faldt der storm over solstille fTade? Min sjæl flagred op som et lin; og en lynflængt tordenkaskade skylled regn over grönne blade. Da det blev tyst, var du min. Der er fugtigt i stikkelsbærgange og dufter, nu det er tyst, ira det dyngváde græs og de mange kirsebærblomster, som prange skært mod et lufthav s& lyst. Lad mig vandre herind ved din side, mörköjede jomfru fin; dine liænder, de frugtblomst-hvide, lad tæt mig om livet glide, du min smidigrankende vin. Og din kind, de æbleblomst-röde, læn mod mig og kys min mund. Dine læber er vellugtsöde. Men de sarteste kærtegn glöde Ira öjnenes mörkblanke grund. Har din arm om min lials jeg trukken og din barm mod mit hjerte tæt, sá jeg hörer din sagteste sukken, cia frýser jeg ikke i duggen, da bæver jeg saligheds-let. Mod solnedgangs-bláet höjne frugtblomsterne deres pragt. F’oran mig to undrende öjne, foran mig din barm og din nögne prm mig om nakken lagt. Du er vád om din fod, du rene, og krydret som frugthavens lugt. Lad os kysses t.vst og alene! vi er selv som to æblegrene, skal blomstre og bære frugt. En Sophus Claussen orti líka um ástina og lífið í tákni dauð- ans af ríkri alvöru. Því til sönnunar er minningarkvæðið um Ingeborg Stuckenberg, er hefst þessum orðum: : Til dine öjnes Sndemusik i skumringstimen vi lyttecl sörgmodig. Din tavse mund stod smertelig modig i drömmepagt med dit tungsinds blik. Og svo kemur niðurlagið í sínum fínofnu blæbrigðum: r . . . Det greb dig som skændsel, at dödens læ ?; vil fælde hver dröm, som gögler og kogler, og blotte de stakkels blufærdige knogler, som kvinden skjulte med hvilelös vé. !r NSr Mæsten vendte det brogade löv til side fra træernes öde skelletter, du huskedc mörke, forglemte nætter, hvor dine blodfyldte savn blev til stöv. Sá gik du bort. Men den livets drik, du sögte, blev dig til bærme i munden. ‘ Vor ungdoms frimodige söster forsvunden og tabt i tágen dit tungsindsblik! Da dine hándtryk og spor forgik, vi sá din stolthed, som aldrig har sveget. Der fcliver fortvivlende lidt af sá meget: kun ándemusik. Þannig sló Sophus Claussen davíðshörpuna, og víst liefur- brá| af mörgum við þá tónleika. | Hfílgi Sæmundsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - \3. oKtóber 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.