Alþýðublaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 8
Regnið streymdi úr loftinu. Sumir töluðu um skýfall, aðrir sögðu, að það væri engu líkana en hellt væri úr fötu. Hvort tveggja var rétt í þetta sinn. Það þurfti enginn að efast um hvort rign- ing væri eða ekki. Það fór ekki milli mála, allra sízt ef »mcnn fóru milli húsa. Allir, sem út komu urðu rennblautir um leið. Droparnir voru stórir og það small í, þegar þeir komu niður á bíla borgarinnar. Að sjálfsögðu féllu þeir einnig á allt það, sem var undir berum himni. Það þykja ekki stórfréttir, þó að rigni í Reykjavík, enda er það daglegt brauð, þegar komið er fram á þennan árstíma. Hinar sí- gildu og sífelldu haustrigningar í höfuðborginni á hverju hausti, eru samt eitt aðalumræðuefni manna á meðal, á meðan þær standa yfir. Flestum er illa við þær, en þó eru þeir til, sem telja regnið kærkomið og nauðsynlegt. Borgin þarf að fara í bað eins og íbúar hennar. Þeir baða sig að minnsta kosti einu sinni í viku. Þeir, sem búa í Reykjavík, kippa sér ekkert upp við það, þó að hann rigni einn og einn dag, eina og eina viku eða einn og einn mánuð. Fólk fer hér helzt ekki út úr húsi án þess að hafa með sér regnhlíf, regnkápu eða eitthvað það ann- að, sem hlíft gæti viðkomandi fyr ir dropunum stóru, sem fallið hafa margra kílómetra leið ofan frá drungplegum skýjum niður á höf uðborg landsins. Rigping kemur engum á óvart, sem 4valið hefur hér að minnsta kosti eina viku. Það var á mánudaginn, að mér datt í hug að skoða höfuðborgina í rigningu. Ég hafði ekki náð í neitt opnuefni í miðvikudagsblað ið, og var að skrifa einhverja frétt þegar ég tók allt í einu eftir því, er ég leit út um gluggann, að það var komin ausandi rigning. Rigning í Reykjavík ætti að vera tilvalið efni, hugsaði ég, þegar. ég fór í frakkann. Svo tók ég mynda vélina með mér og hélt áleiðis út Einhver, sem komst að því, hver ætlun mín var, hló, og sagði að það væri útilokað að skrifa heila opnu "iim rigningu; efnið væri svo lítið og ómerkilegt. Annar hugð ist hughreysta mig með því að segja mér, að engu ómerkari mað ur en sjálfur Tómas Guðmunds- son hefði e'tt sinn ort merkilegt ljóð um rigningu. Ég hugsaði með mér, að það sak aði ekki að athuga máiið og ef ég kæmist að raun um að blessuð rign ingin væri svo lítilfjörlegt efni, að útilokað væri að gera úr henni heila opnu, þá yrði svo að vera. Mér fannst ekki hægt að gefast upp fyrirfram. Það var engu minni ys og þys í miðbænum þennan rigningardag en aðra daga. Fjöldi bíla var á ferð eftir rennblautum götunum og margt fólk á hlaupum eftir hálum gangstéttum. Borgarbúar þurftu auðvitað að fara ferða sinna og gera allt sem nauðsynlegt var, þó að það væri rigning. Þeir, sem ekki þurftu nauðsynlega niður í bæ eða höfðu kannski ætlað sér að fá sér gönguferð í góða veðrinu, sem allir búazt við á hverjum degl, þeir héldu sig innan dyra þennan blauta dag. Mest var umferðin að venju í Austurstræti. Þar mátti sjá alls konar fólk alla vega klætt. Flestir voru með einhvern leiðindasvip á andlitinu þar sem þeir strunsuðu áfram í bleytunni. Margir hverjir fitjuðu upp á nefið og pírðu augun, eins og mannskepnan gerir ósjálf rátt, þegar hún finnur leiðinlega lykt, en því var ekki að dreifa í þessu tilfelli. Peningalyktina frá síldarverksm’ðjunni í Öfirisey lagði ekki inn yfir borgina þenn an dag. Það var einfaldlega rigningin, sem átti sök á þessum svip borgarbúa. Kvenfólkið var flest með regn hlífar útspenntar og maður. varð að gæta að sér að fá ekki pinnana sem standa út úr þeim, (regnhlíf unum) í augun um leið og þær, sem héldu á þeim fóru fram hjá. Sumar konur voru með plasthlífar á höfðinu. bessar hlífar, sem hægt er. að brjóta saman og hafa í vas anum eða töskunni þegar ekki er rigning. Karlmennirnir voru nær allir í einhverium yfirhöfnum, nema þeir sem daglega eanea í leðurjökkum og bítiaskóm. Þeir klæddu sig ekki samkvæmt veðrínu, heklur sam- kvæmt tízkunni. Einstaka karlmað ur var með regnhlíf, en slíkt verk færi ei> enn ekki talið til nauðsynja hluta fyrir karlmenn hérlendis, og þeir, sem gerðust svo djarfip, að láta sjá sig með þessi þarfaþing vöktu athygli í bænum, jafnmikla og jólasveinar myndu vgkja um hásumar. Sumar dömurnar voru í regn kápum eða regnúlpum með hettu og voru þessi hlífðarföt í öllum regnbogans litum, en mest bar þó á skærrauðum. Fólkið, sem gekk eftir gang- stéttunum, gætti þess, að verða ekki fyrir skvettum frá bílunum sem ösluðu áfram í pollunum, á óslét.tu malbikinu. Þurrkurnar á framrúðum bíianna hömuðust við að striúka dronaua burt. þannig að sá, sem v:ð sÞ'rið sat. gæti séð út. Það k'omii a’t+af nýir og nýir dronar í stað be:rra, sem teknir voru burt af elerinu, en þeir síðarnefndn nrðu að litlum læk, sem rann ríS’Tr á vélarhús bílsins að þaðan niðv,. ,á rötuna. sem allt af blotnað'' meir og meir. Kr'stián iránnir og Hannes Flaf stein stóðu fvrir frgman stjórnar ráðið og tétii vatnsveðrið ekkert á sig fá. Að siáifsögðu rigndi einnig á aliar nSrer stvttur borgar •jnnar. os fiootan þeirira höfðu þörf fvrir bvottinn. Laufblöðin. sem undanfarið hafa fall:ð af triánum eru orðin gegnblaut. oe bafa límzt við gang stéttarnar. PtnVu sinnum renna menn tji. besar beir stíga á blöð in. en bau erri ekki síður hál en bananabvði. 'R'n sá er munurinn á laofbiöðuin iw bonanaþvðunum, að engínn seoir ne=tt. þegar hann rennur tM e«e dett.ur eftir að hafa stieið á loufhiað á gangstétt, því nð nibun finnast lauíblöðin svo fnUov ou +ái,„ram fvrir haust- ið, en bananabóðinu bölva flestir. g 13. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Texti og myndir: Ölafur Ragnarsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.