Alþýðublaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 16
Hvernig' skyldi nú samkomulagið vera hjá þeim hinum megin ...
Aðfaranótt sunnudags leit-
nðu Vestmannaéyingar á sjó
og landi um tveggja tonna
báts. Jóns króks, sem þrír
piltar höfðu farið út á um
hádegisbil á sunnudag ....
Morguriblaðið.
Jújú, menn tala mikið um
" vöxtinn á sér og „línurnar”
eins og kerlingarnar orða
það. Eitthvað verða menn
i líka að tala um — á meðan
þeir eru að éta ....
Æ, svaka er trist að maður
skuli líka geta orðið þreytt-
ur á að sofa. Að minnsta
kosti er ég alltaf þreyttur,
þegar ég þarf að fara í skól-
aun á morgnana........
* PABLO PICASSO gerir sitt
*vað fleira en að mála og gera
höggmyndir. Síðasta uppátæki
fcans er að teikna fatnað bæði á
■fcarlmenn og konur, og ekki stend
W á sölunni því snobbararnir
fcurfa ekki annað en að sýna vöru
tnerkið á fötunum til að hver
*segi sjá að þau eru teiknuð af
ejálfum Picasso.
FÁTT hefur vakið meiri athygli
undanfarna daga en fréttin frá
Ameríku um það, að fundizt hafi
kort, er staðfesti að Evrópubúum
hafi verið um það kunnugt
snemma á 15. öld, að til var land
vestan Atlantshafs. Þegar þessi tíð-
indi bárust, þóttu þau svo merki-
leg, að jafnvel virðuleg dagblöð
gleymdu sóma sínum af ákafa við
að koma fréttinni á framfæri. Enda
er þetta í alla staði mikil frétt,
þótt virðulegur sagnfræðingur láti
reyndar hafa það eftir sér í blaði,
að kortafundur þessi sé lítið merki
legur fyrir íslendinga, þótt vitlaus
um útlendingum geti þótt svona
kort merkilegur hlutur.
En það er sem sagt nú loksins
viðurkennt af vísindamönnum, að
ekki sé það eintóm lygi, sem standi
á gömlum bókum íslenzkum, að
fyrri aldar sjómenn liafi flækzt
þvert yfir Atlantshafið og komið
þar að ókunnum ströndum. Kortið
sker úr um, að það hafa þeir gert,
enda er það heldur ekki svo undar-
legt, þegar þess er gætt, hve frum-
stæður seglaútbúnaður var á skip-
um norrænna manna, og hve illa
þau létu að stjórn. Eftir að Græn-
land var numið, væri það satt að
segja lieldur ótrúlegt, ef öllum sem
þangáð ætluðu, hefði tekizt að
ramba á landið, þótt það sé með
stærri eylöndum í lieimi. Enda
stendur í þeirri bók, sem talin er
áreiðanlegust, að Bjarni nokkur
Herjólfsson hafi villzt til Ameríku
á leið til Grænlands og síðan span-
að Leif Eiríksson upp í það að
kanna þetta land nánar, en sjálfur
var hann svo óforvitinn maður, að
hann nennti því ekki.
Þau tíðindi að amefískir fræði-
menn liafi nú viðurkennt söguleg-
ar staðreyndir um síðir, hafa að
sjálfsögðu valdið óblöndnum fagn-
aðí hér á landi. Okkur þykir alltaf
dálítið gaman að stæra okkur af
Leifi Eiríkssyni, jafnvel þótt þjóð-
erni þeirra feðga, hans og Eiríks
hins rauða, sé raunar dálítið óljóst.
Við höfum frændur okkar Norð-
menn alltaf svolítið grunaða um að
reyna að stela frá okkur Leifi, eins
og við orðum það svo smekklega,
og að sjálfsögðu kunnum við því
afarilla. Þess vegna varpar það dá-
litlum skugga á gleðina hjá mörg-
um, að bandarísku vísindamenn-
irnir, sem hafa rannsakað kortið,
héldu heljar mikinn fund með
norskum vísindamönnum og
skýrðu þeim frá málinu áður en
nokkrir aðrir fengu um það að
heyra. En amerísku prófessorarnir
eru flestir af norskum ættum og
þótt kortafundurinn sé ágætur hjá
þeim, þá rennur þeim sjólfsagt
blóðið til skyldunnar þegar um það
er að ræða að gera Leif norskan.
Hér er sjálfsagt um samsæri að
ræða til að svipta okkur heiðrin-
Um af ferðalögum Leifs Eiríksson-
ar. Spánverjar taka enn dýpra í
árinni og fullyrða, að kortið sé
falsað og liður í svívirðilegu sam-
særi sem hafi þann einan tilgang
að draga úr lilutdeild Spánverja
við fund Ameríku, og niðra þar
með hina göfugu spænsku þjóð.
Við íslendingar erum að vísu um
margt ólíkir Spánverjum, en við
eigum þeim það sameiginlegt að
þurfa á fornri frægð að halda, og
löngu i dauðum afreksmönnum,‘
vegna þess að samtíðin býður upp
á fátt, sem hægt er að halda blygð-
unarlaust á lofti.
— Það var nú ekki góð hug
mynd hjá þér, að láta hann
rúlla sígarettunni sjálfan. . .
<xxxx>oooo<x>ooooooooooooooooooooof
- : 0
Leikslok.
I leiksins æsing og æði
ég öskraði hreint eins og naut.
Og lijarta mitt hoppaði af bræði,
Þegrar heppnin féll K. R. í skaut.
En því eru menn að þjarka
og þenja sig blað eftir blað,
þótt knattspyrnu heift og liarka
komi handalögmáli af stað?
Menn gerðu að gamni sínu
og glettust við úrvalið.
— Ég útdeildi mimnvatni mínu
á vort meistara-knattspyrnulið'.
Kankvís.
0
v
0
0
. o,
<v
o:
0
0
0
0
0
0.
OOOOOOOOOOO000<C>00000000000000000;