Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 8
um frá Reykjavik og Akureyri, en sá flugvöllur, sem nú er á Siglu i tfirði er ekki nógu1 stór fyrir i stæn-i vélarnar. Nýjan er verið að gera, og er. áætlað, að hann verði kominn í gagnið síðari hluta næsta árs. Er þessi flugvöllur þegar orð inn 600 metra langur, en ætlun in er að bæta sunnan við hann 150 metrum næsta sumar. Síðar : meir má búast við, að hann verði lengdur upp í 1000 metra. Ættu þá nokkuð stórar innanlandsvélar að geta lent á þessum nýja flug > velli. Þess mætti geta, að á meðan sjóflugvélanna naut við voru fast ar áætlunarfugferðir til Siglufjarð ar og að sjálfsögðu þaðan aftur. En það eru víst liðin fimm ár frá því að Katalínaflugbátur Flugfé lags íslands hóf sig á loft af Siglu firði i síðasta sinn. Siglufjarðarkirkja stendur hátt og gnæfir yfir bæinn. Á turn henn ar var sett upp stundaklukka í tilefni af aldarafmæli séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds, og leik ur hún eina laglínu úr lagi séra Bjarna „Kirkjuhvoll'' á hverju • kvöldi klukkan sex. Setur þetta . sérstæðan og skemmtilegan blæ á baainn og er aðkomufólk sér lega hrifið af klukkuspilinu og . margir bæjarbúar stanza og hlusta , á meðan klukkan leikur þessa ' fallegu laglínu. Á jólum er kveikt á stóru jóla- - tré á aðaltorginu og alls konar ljósaskreytingum víðsvegar um bæ inn. A gamlárskvöld er svo brún Hvanneyrarskálarinnar, sem er beint upp af kaupstaðnum, skraut lýst og gamla ártaiið myndað með ljósum í hlíðinni. Kiukkan tólf á miðnætti breytist ártalið í tölu hins nýja árs og þúsundum flug elda er skotið upp. Þannig er nýja árinu heilsað og hið gamla kvatt. Mörg ár eru liðin frá því að Þormóður rammi nam Siglufjörð á landnámsöld. Einn af yngri íbú um Siglufjarðar sagði mér að Þormóður þessi hefði verið kall aður rammi, vegna þess, að hann hafi gert mikið af að innramma myndir. en hið rétta í málinu mun vera það, að hann, var talinn mjög rammur að afli, og því nefndur hinn rammi. Þormóður bjó á Siglunesi, sem er austan megin fjarðarins og lokar hluta af mynni hans um leið og nesið stöðvar stórar. öldur úthafsins, svo að þær komast ekki inn á fjörðinn. Eyrin sem kaupstaðurinn stendur á heit ir Þormóðseyri, eftir hinum fyrsta Siglfirðingi. í þann tíð, er Þormóður hinn rammi sigldi skipi sínu fyrst inn á Siglufjörð, mun landið hafa ver ið skógi vaxið milli fjallfc og fjöru, eins og segir í íslendinga bók. Nú eru fjallshlíðarnar að mestu gróðurlausar, þótt stöku grasflákar teygi sig upp eftir Verzlunin Túngata 1 h.f. SIGLUFIRÐI — SÍMAR 224 OG 133. KVENNA og HERRAFATNAÐUR Ávallt mikið úrval af kventízku- vörum, kvenkápum og barnafatnaði. Bifreiðaverkstæðið Neisti h.f. Eyrargötu 12 — Sími 203 Sigiufirði. Framkvæmum allskonar bílaviðgerðir. Bifreiðaverkstæðið Neisti h.f. SIGLUFIRDI Hér sér yfir nokkrar af síldarverksmiffjunum á Siglufirði, en þær eru alls fimm, þeim. Niður við sjóinn er gróður inn meiri og annars staðar á lág lendi er mjög gróðursælt. Tré er nú aðeins að finna í görðum við hús bæjarbúa, en fallegir garðar eru þónokkkuð matgir, prýddir ýmsum tegund um blóma»og túngróðurs. Ef við lítum á spjöld sögunnar kemur í ljós að fyrsta verzlunin er stofnsett á Siglufirði árið 1788, en þá voru íbúar staðarins vart fleiri en svo, að telja mátti á fingrum sér. Strax eftir þetta fer svo Siglufjörður að verða meiri staður unz þannig var komið mál um að konungur löggilti hann sem verzlunarstað 20 maí árið 1818 Líður nú heil öld milli merkis atburða, en árið 1918 hinn 20. maí, þegar verzlunarréttindin voru orðin 100 ára, fékk Siglufjörður kaupstaðarréttindi. Þá var þar kos in fyrsta bæjarstjórnin. Fyrr á öldum var mikil útgerð frá Siglunesi. Bæði sóttu þá sjó inn þeir, sem bjuggu á Siglunesi og menn úr nálægum byggðarlög um. Munu hákarlaveiðar hafa ver ið mest stundaðar, og blómaskeið þeirra verið á öldinni sem leið. Til dæmis mætti nefna það, að frá Siglunesi voru gerð út 14 hákarla skip árið 1869. Laust fyrir aldamótin, nánar til tekið á árunum 1890—1900, gerðu Norðmenn þaðan út 20 hvalbáta. Svo kemur síldin til sögunnar því að árið 1880 er á Siglufirði stofnað félag, sem gangast á fyr ir síldveiðum í svonefnda síldar lása. Þessi aðferð þótti athyglis verð, en fljótlega lognaðist félags skapurinn útaf og síldarlásarnir reyndust ekki betur en svo, að fljót lega var hætt notkun þeirra. Líða nú ár og dagar fram til 1903. Þá vöktu Norðmenn Siglfirð inga aftur upp af dvalanum, sem þeir höfðu legið í árum saman, Norðmenn bentu á gildi síldveið anna og sýndu Siglfirðingum ný tæki til veiðanna, reknet og hring nót. Þetta hreif, og síðun hefur allt snúizt um síldina í þessum laglega litla bæ. Ár eftir ár hefur verið trúað og treyst á síldina, þennan silfur fisk, sem óvissari en en nokkurt happdrætti. Stundum hefur hún heimsótt Siglufjörð, sem yfirleitt er nefndur gíldarbær, — stundum ekki. Segja má, að síðastliðna tvo áratugi hafi síldin ekki leitað á miðin fýrir norðan land, og er Úr Og klukkur r i fjölbreyttu úrvali Svavar Kristinsson úrsmiður S;glufirði Húsbyggjendur Húseigendur. Tökurn aff okkur byggingar allskonar húsa og annarra mannvirkja. Önnumst viðgerðh'. Smíffum: Hurðir, glugga og allar gerðir af innréttingum til húsa. Sendum hvert á land sem er. Getum útvegaff hverskonar byggingarvörur eftir pönt- unum. Höfum alltaf á lager hina velþekktu steinull til einangr- unar, einnig allar þykktir af einangrunarplasti. Höfum umboff fyrir hið heimsþekkta Cudogler, sem við útv/'gum með stuttum fyrirvara. BYGGINGAVERKSTÆÐiÐ S.F. Grundargötu 1, Siglufirffi. Skúli Jónasson. Sími 385. — Reynir Sigurðsson. í 8 22. október 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.