Alþýðublaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 10. nóvember 1965 - 45. árg. 255. tbl. VERÐ 5 KR. Enn er mikil veiði eystra Reykjavík, GO Enn heldur aflahrotan áfram austur af landinu. VeSur var sæmi- legt á miðunum í fyrrinótt og var orðið gott í gærmorgun. Skipin voru að veiðum á svipuðum slóð- um og áður, 44—45 mílur undan Dalatanga. Alls tilkynntu 54 skip um afla, samtals 57350 mál og tunnur. Þessir bátár fengu 1400 piál og tunnur eða þar yfir: Grótta 1750 mál og Hrafn Sveinbjarnar- §on III 2200 mál, þeir voru báðir með tvær landanir. Ingvar Guð- jónsson 1900 mál, Jörundur III 1400, Guðrún Guðleifsdóttir 1400, Bjartur 1600, og Jón Garðar með 2700 tunnur. Ungur maður kveikti i sér New York, 9. 11 (NTB Reuter) Ungur stúdent, sem eitt sinn reyndi að gerast munkur, kveikti í sér fyrir framan bygffingu Sam einuðu þjóðanna í New York í morgun og hrópaði að hann væri á móti ölluin styrjöldum. Lögreglu Framh. á 14. síðu. Með framangreindum afla er heildaraflinn á undangengnum þrem sólarhringum kominn yfir 200,000 mál og tunnur. Eisenhower á sjúkrahúsi Fort Gordon, Georgíu, 9. 11. (NTB - Reuter.) Eisenhower fv. forseti lá í kvöld í súrefnistjaldi á hersjúkrahúsinu í Fort Gordon í Georgiuríki, en Iæknar segja að ef liann hafi fe|g ið hjartaslag hljóti það að vera mjög vægt. Dr. Thomas Mattingly sagði, að Iíða mundu þrír sólarhringar þar til að segja mætti með vissu hvort Eisenhower hefði fengið hjartaslag' að nýju. Eisenhower, sem er 75 ára' að aldri, var fluttur á sjúkrahús ið í nótt þegar hann fann til sárs auka í brjósti er hann dvaldist í kofa við golfvöll þann, sem liann kann bezt við. Dr. Mattingly, sem stundaði Eisenhower þegár hann fékk hjartaslag 1955, fór í skyndi frá Washington til Fort Gordon. Hann sagði í kvöld, að líðan Eis enhowers væri góð eftir atvikum. ^ÓOÓOOO<>0K>ÓOO<XX><><><KXXX><><XXX>OO<>' Vöxtur Háskólans síðasta áratug í ræðu sínni í Háskólanum í gærkvöldi gerði Gylfi Þ. Gisla- son menntamálaráðherra athyglisverðan samanburð á Háskól- anum nú og fyrir tíu árum. Hér fara á eftir nokkrar liclztu tölur úr þeim samanburði: 1955—56 1965—66 Stúdentar alls 762 1116 í guðfræði 40 27 I læknisfræði 234 252 í lögfræði 97 184 í viffskiptafræð'i 97 141 1 heimspekideild 255 442 í verkfræffi 39 70 Prófessorsembætti 25 37 Aðrir keimarar 48 88 Heildartala kennara 73 125 Stúdentaliluti af 20—21 ára landsmönnum 5,20 6,6% ' Brautskráðir kandidatar 75 73 Fjárveiting í millj. kr. 3,8 27,4 Tekjur af happdrætti i millj. 0,9 9,9 Hlutdeild I þjóffarteikjum 0,94% 1,68% fiK>0<>C<0<X><><><X><>0<><X>0<X><XXX><><X><X><XX>' Framsögumenn á fundinum í Háskólanum í gærkveldi. Talið frá vinstri: Prófessor Ólafur Bjórnsson, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Ingi R. Helgason, alþingismaður og prófessor Ólafur Jóhann- esson. ör vöxtur HáskóEa Islands síöustu ár - og framtíðarstefna í málefnum skólans að mótast Ríkisstjórnin hefur nýlega samþykkt að efna í samráði við Háskólaráð! til sérstakrar atliugunar lá nauðsynlegri eflingu Háskóla íslands á ’ næstu árum og mótun fastrar stefnu fyrir þróun skólans á næstu 1—2 áratugum. Frá þessu skýrði Gylfi Þ. Gíslasón menntamálaráð- heria á fundi um málefni Háskólans, sem stúdentar efndu til í gærkvöldi. Auk ráðherrans voru frummælendur á fundinum þeir Ólafur Jóhannesson prófessor, Ólafur Bjömsson prófessor og Ingi atriði varðandi Hóskólaitn, sem hann hefði áhuga á. Ann ið værí að lækka stúdentsaldurinn um eitb ár, úr 20 í 19 ára, og liraða þann ig námi þeirra, sem gæ u, þótt aðrir gætu haldið gamla hraðan um. Þó kvað ráðherran í ýmsa R. Helgason alþingismaður. Farmliald á 14 síðu. Gylfi sagði, að Háskólinn hefði nýlega gert könnun á þörf fyrir nýja kennslukrafta næstu 10 ár, en sú þörf er talin nema 32 nýj um prófessorsembættum og 49 öðr um kennaraembættum. Hefur rík isstjórnin fallizt á þessa áætlun og hefur fyrsta prófessorsembætt ið samkvæmt henni þegar verið stofnað í lífeðlisfræði.' í fjárlaga frumvarpi næsta árs ér gert ráð fyrir næstu fjórum: í ensku, norð urlandamálum, mannkynssögu og réttarsögu. Gylfi gerði ítarlegan samanburð á stöðu Háskólans nú og fyx-ir áratug, og ex-u þær tölur birtar í töflu hér á síðunni. Hafa fjárveitingar tii Háskólans sjöfald ast á þessu tímabili, en aukizt um 260% ef gert er ráð fyrir breyttu peningagildi. Tekjur af Happdrætti Háskólans hafa tífald azt. Stúdentafjöldi hefur aukizt um 46% og kennarafjöldi um 71 %. Hins vegar taldi ráðherra það ástæðu til alvarlegrar rannsókn ar, að tala útskrifaðra kandidata hefur ekki aukizt á þessu tíma bili. Ráðherrann nefndi tvö skipulags Sjö í viöbót segja upp EINS OG SAGT var frá í blaðinu í gær, liefur Jón F:nns- son, fullt|rúi við ;borgairfóigetae(mbættið í Hafnarfirði, sagt starfi sín.u lausu í mótmælaskyni við nýafstaðna veitingu em- bættisins. Nú hafa til viðbótar s.iö starfsmenn við skiifslofur borgarfógetans í Hafnarfirði einnig sagt upp. Fara nöfn þi irra hér á eftir: Guðni Guðnáson, fulltrúi, sem séð Ihefur um þinglýsing ar o. fl. Einar Ámason, gjaid'keri. Jóln Bjarnason, bókari. Jónas Sveinsson, bókari. Gunnlaugur Guðmundsson, afgreiðslumaður tollskjala. Björg Sæland, ritari. Steinunn Hafstað, skrifstofustúlka. Þess má geta, að Gunnlaugur er elzti starfsmaður sla-if stofunnar, hefur unnið þar í rúm 30 láir. Starfsmen.n skrif- stofunnar eru alls 16 og hefur því helmingui- þeira-a sagt upp stanfi sínu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.