Alþýðublaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.11.1965, Blaðsíða 8
Andóf og áróður Bjarni Benediktsson frá Hofteigi: í A N D Ó F I Fjögur útvarpsleikrit Helgafell, Reykjavik 1965. 150 bls. HEITI þessarar bókar er ekki út í hött; höfundur hennar er sýni- lí ga í andófi, meira eða minna v svitandi í leikjunum, gegn sið- ujn og háttum samtíðarinnar. — Gfleggst birtist þetta andóf í seinni Iqikjunum tveimur í bókinni, Vexti bæjarins og Ryki, þar sem líka er reynt betur að hagnýta sér list- f()rm útvarpsleiksins en hinum fyrri í bókinni. Það virðist furðu fatítt hér að menn skrifi gagngert fyrir útvarp, og sjaldgæft að út- varpið leiti siíkrar samvinnu við höfunda nema þá um skemmti- efni; íslenzkir útvarpsleikir munu til þessa æði fáskrúðug bók- menntagrein. Eg minnist þess að hafa heyrt bæði Vöxt bæjarins og Ryk flutt í útvarp. Og hvað sem öðru líður um þessa leiki er þar þó gerð tilraun til að hagnýta sér útvarpið sem skáldskaparmið- il, flytja hlustendum þess einhvern boðskap, jafnvel ádeilu, í skáld- skaparlíki sem eigi þar sitt rétt og eiginlegt heimkynni. í stað þess að lesa upp eða flytja með öðrum hætti í hljóðnemann efni sem ætti annars staðar jafnvel eða betur heima. Báðir þessir leikir fjalla, hvor með sínu mótinu, um ofríki hlut- anna yfir mannlegu lífi, ofurvald þeirra og eyðingarmátt. Og það sém bezt lánast í leikjunum báðum er raunverulega ádeiluþáttur þeirra, uppmálun hlutanna sem rísa öndverðir gégn mannlegu lífi leikjanna, reikningshaldið og ryksogið í Ryki, framkvæmdafár- ið allt, byggingarnar og braskið í Vexti bæjarins. í þessari lýsingu er margt gert með hnyttni. Miklu miður tekst Bjarna Benediktssyni að gera skil því fólki og lífi sem honum er raunverulega hugleik- ið. Signý hænsnakerling er tilval- ið tilefni að gera gys að fram- kvæmda og framfarafári samtíðar- ipnar, en hún dugir höfundi sín- um ekki sem farvegur neins „já- kvæðs” boðskapar. Eftir hressilega hátt. skopspretti lýkur Ieiknum með undarlegum klökkva í þætti þeirra ' ^eirra Signýjar og Árnýjar frændkvenna sem þó á víst að láta uppi ein- hverja jákvæða hlið málanna að vega á móti þeirri neikvæðu lýs- ingu sem á undan sé gengin. Svip- aður tvískinnungur er uppi í Ryki: hæðin uppmálun hversdagsleik- ans annars vegar, hins vegar dul- arblandin lífstrúarboðun sem höf- undur megnar ekki að gera jafn- gild skil. Þar sem þau tilhlaup eru gerð verður mál hans jafnan und- arlega skrúðyrt, fær á sig holan hátíðarbrag sem stingur í stúf við það þjála talmál sem hann ritar ellegar: móti hnyttnum myndum hversdagsins og hlutanna koma fyrir hið innra og eiginlegra „líf” aðeins hátíðlegar glósur. Höfund- ur ætlar stílfærðum skopmyndum sínum sýnilega meira líf en þær megna að lifa. Hversdags Jón úr Vör MAURILDASKÓGUR Ljóð Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1965. 100 bls. „Sálfræðingur: Maður sem selur í fornsölu annarra manna hugsanir áður en þær koma á prent í þeirra eigin bókum”. Það skiptir víst ekki máli hvort þessi skilgreining er „rétt” eða „röng,” eða hvort slíkt mat hennar kemur yfirleitt til álita. Hitt er verra að hún er ekki mjög hnyttin, orðalag hennar ekki yddað né markvíst; það mundi ekki sópa mikið að henni á spaugsíðu dagblaðs, til dæmis. Og ekki get ég séð að hún verði skáldskapur, uppsett í 13 ljóðlínur á bls. 86 i hinni nýju ljóðabók Jóns úr Vör. Líklega er Jón úr Vör sízt af öllu liáðfugl. En samt bregður fyrir í þessari bók, í ljóðum eins og Leyndar- dómur skólastjórans, Hin hljóða bæn, Hátíðaræða, hlutlægnisleg- um, dálítið kaldrifjuðum tóni sem fer þeim furðu vel; og hann yrkir um aldarafmæli nýyrðis í Kópa- vogi ljós sem bendir til að hann gæti einnig beint háði sínu að sjálfum sér og sinni eigin við- leitni: lætur sízt af öllu að yrkja af al- mennum tilefnum; gera ljóð sitt að hugleiðingu, um blekkingu og sannleika, til dæmis, leyndar- dóma ástar og hamingju, tíma og eilífðar. Þá snýst mál hans vana- lega upp í klaufalegan prósa, Ijóðleysu: Hví hef ég verið settur í þetta undarlega fangelsi orðanna, með spjót riddara dauðans hvínandi við eyru mér? Hér fæddist orð fyrir hundrað árum, segir hann. En því miður: allan þennan tíma hefur eng- inn þurft að nota það. við frjálslegri sögu- Hinu er þar á móti ekki að neita að það er viðleitni Bjarna Bene- diktssonar í seinni leikjunum tveimur, sem ekki tekst þar til neinnar hlítar, sem einkum vekur forvitni um frekari skáldskap hans, áróður háns á ný mið. Ó.J. Þessi ljóð sem nú voru nefnd virðast mér með þeim beztu í bók- inni. En því miður gerir þessum tón ekki nema bregða fyrir þar; miklu tíðara er að Jón úr Vör ger- ist viðkvæmur og hátíðlegur, jafn- vel spekingslegur sem fer honum alls ekki vel. Nærfærin athugun hins hversdagslega, kunnuglega, heimakomna er skáldskaparaðferð hans; einfeldnin og einlægnin er ljóðstíl hans eitt og allt. Honum Maurildaskógur sver sig sem sagt í ættina við fyrri ljóð Jóns úr Vör, með kostum og göllum, nema ef vera skyldi að nýju ljóðin væru enn lágværari, dauflegri, hljómminni en fyrr. Þorpsljóðin í þessari bók (kaflinn Lokadans- inn) eru til dæmis með því veiga- minnsta sem Jón hefur gert af því tagi, og er þó þorpið alla daga Ianghelzta viðfangsefni hans. f síðustu bók sinni, Vetrarmáfum, ortí Jón einatt af tilteknum tíma- bærum tilefnum, oftast pólitísk- um, og tókst það stundum vel upp; hér er sambærileg viðleitni miklu dauflegri. Bréfljóð hans í þess- ari bók, Þegar drottningarmaður* Smábæjarskáld Miklu nær raunverulegri per- sónusköpun kemst Bjarni Bene- diktsson í fyrri leikjum sínum tveimur sem báðir eru miklu ein- faldari verk. Hjúskaparsagan í Dánarminning, lýsing gömlu mann- anna í torfmýrinni í samnefndu leikriti virðast báðar tilvalin sögu- efni; engin knýjandi ástæða virð- ist hins vegar til að setja þau upp í leikform. Gamla fólkið sem hér segir frá á sýnilega hug og hjarta höfundar síns og öll ástæða að ætla að honum yrði meira úr efni- Blóm afþökkuð Einar Kristjánsson: Bókaútgiáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1965. 90 bls. SÖGUR Einars Kristjánssonar hafa flestar einfalda skrýtlu- kennda uppistöðu: Ungur maður bíður eftir að gamall deyi og látí honum rúm sitt eftir; sá gamli þrjózkast við og fyrr en varir er sá ungi orðinn álíka hrumur eða hrumari en öldungurinn. Gamall maður fær unga konu í bólið sitt en er þá ekki til annars fær en reyna að bæla hana í svefn. Kúgaður skrifstofumaður li'fir alla ævina lá uppsagnarbréfi sem hann vogar sér aldrei að senda. Maður minnist konu sinnar, þem 'hefur spillt allri sambúð þeirra með hóflausri blómarækt; hann afþakkar blóm við jarðarför ina hennar. — Frásöígn Einars Kristjánssonar er jafnan einföld og útúrdúralítil, stundum bland- in viðkvæmni, oftar þó skopi, og stefnt beinleiðis að hnyttninni í sögulokin. En hún er að því skapi daufleg og ósöguleg. Eimar Krist jánsson fjallar raunverulega ekki um fólk í þessum sögum, enga lif andi einstaklinga, heldur einfalda persónugervinga tiltekinna mann legra eiiginleika sem hann hendir að góðlátlegt gaman, oftast jafn marklaust og það er meinlaust. Líklfega er hann ekilnirgsgóður maður á mannlega veikleika, með auga fyrir smámunum daglegs lífs, hversdaglegu amstri og von brigðum. En þessi skilningur end ist honum ekki til markverðrar persónusköpunar, verður enginn hvati listrænnar frásagnar; hann nær aldrei nema til yzta yfirborðs fólksins sem hann segir frá, Og höfundi hættir við beinum barna skap eins oig í sögunni um þröst inn. Sagan Smábæjarskáld í þessarl bók bírtir líklega beztu kosti höf undarins. Sikáldinu og erfiðismann inurn Gunn.steini Helgasyni er lýst með góðViljuðum skilningi og hlý g 10. nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.