Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 5
Indverskt reykelsi fyrirliggjandi. 8 fegundir Heildsalan Vitastíg 8 A. — Sími 16205. Skrifstofustúlka óskast til 'starfa við eitt af sendiráðumi íslands erlendis. Þær stúlkur, sem áhuga hafa á starfinu, snúi sér tii utanríkisráðuneytisins í Stjórnarnáiðshúsinu við Lækj- artorg. U tanríkisráðuney tið, ReyJcjavík, 30. nóvember 1965. Áskriftasími Alþýðublaðsins er 14900 Forsetakosningar í Frakklandi á mánudag: Sjénvarplð hjálp við andstæðinga de Gaulles FORSETAKOSNINGAR fara fram í Frakklandi 5. desember — næst komandi mánudag. Mætti ætla að de Gaulle þurfi ekki að óttast um fylgi sitt, eins og framvinda mála hefur verið þar í landi. Samt sem áður hamast nú liðs menn hans eins og óttaslegnir væru. Ný hætta hefur birtzt á sjónarsviðinu, hinn 45 ára for ingi la-istilega flokksins MRP, Lec anuet að nafni. Engum kemur til hugar, að Lec anuet geti sigrað eða einu sinni komizt í annað sæti í úrslitum. En hann gæti dregið svo mikið frá dé GauUe, að forsetinn fengi innan við 51% atkvæða. Fari svo verður að kjósa aftur eftir tvær vikur á milli tveggja þeirra fram bjóðenda, sem flest fengu atkvæði Það mundi liinum aldna leiðtoga ►oooo<»ooooooooooooooooooo>oooooooooooooooooooooooo A Stefán Júlíusson: Leikrit Artliurs Millers, Eftir syndafalliö, sem nú er veriö að sýna í Þjóðleikhúsinu er meiri háttar verk, köfun í sál- arlíf manna, uppgjör og könn- un á eigindum og áunnum viö- hrögöum við ævarandi vanda- málum. Fyrri hluti verksins er öllu athyglisverðari og höfðár beinna til sameiginlegra þátta í skapgerð og háttalagi fólks, sem leitast við að vera mann- eskjur. Þótt heimurinn sé. mannanna verk. venjur, hættir og sið- ir, Ufskjör og skoðanir, — verð- ur eínstaklingurinn stöðugt að beita sig hörðu, ef hann á að fá undir bvi risið að vera mann- eskja. Svo mjög verða manna setningar og hvers konar að- fengnar skoðanaviðjar einstakl- ingnum fjötur um fót í viðleitni hans til að vera sjálfum sér trúr og meðbræðrum sínum sannur. Oq hér er komið að kjarna málsins. Hver maður hlýtur að taka á sig þann vanda að standa sjálftta>ðvr og heill gagnvart aðsteðiandi öflum, illum og góð um, en um leið verður hann að bera í brjósti samkennd og héilindi til meðbræðra og samfélags ef hann á að heita iönn manneskja. Þótt hann sé í innsta eðli sínu einn, er þó jafnsatt, að ,,maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hanv meiri p.n hann' sjálfur," Það cr þessi tvíleikur, sem ger- ir lífið svo érfitt — og heill- andi um l.eið. Samkennd og þátttáka í kjör- um annarra, en eigi að síður andlegt sj álfstæði og heil- steyptur persónuleiki, — þetta er það mundangsþóf, sem mörg- um hefur reynzt ofviða. Enginn er sannur maður, þótt hann standi sjálfstæður og fastur fyr- ir, ef hann iðkar sjálfstæðið til að stækka sjálfan sig á lcostnað annarra. Og enginn er mikill maður, þótt hann reisi sig og hefjist yfir fjöldann, ef hann gleymir því hjartaþeli að deila kjörum með náunganum og týnir samkenndinni með öðru fólki. Ennþá eru sannindi Kletiafjallaskáldsins í fullu gildi: ..Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða.“ „Að líða og kenna til,“ það er þrautin. Því vissulega kosiar oft milcið að kenna til, og rétt- læti og sannleikur er oft dýru vo.rði keyvt úr eigin sjóði. Það kostar einnig að rísa gegn böndvm vana, hagsmuna, flokks eða fjölskyldu til að ástunda réttlæti. Það kostar ætíö að vera manneskja. Mörgum hætt- ir við að fará eins að og séra Hallgrímur ségir um dómar- ann: „Vínnúr það þð fyrir vinskap manns aö víkja af götu sannleikans.“ Og allir bera ábyrgöina jafnt. Fram hjá því verður ekki kom- izt. Misgerðir einstaklinga, flokka og þjóða koma öllum við, því að fyrr eöa síðar. koma þær í einhverrl mynd niður á samfélaginu í heild. Ábyrgðin er allra. Henni verður ekki varpað fyrir borð með sinnu- leysi, tómlæti eða yfirborðs- hætti. Hún vitjar ætíð heim og hittir því harðar sem hún var meifa afrækt. Þétta eru ekki ný sannindi, og þó éru þau sífellt jafnný.. Hlutverk skáldverka er er eihmitt að tfilkd sannindin við nýjar aðstæður, leiða fram ný viðhorf við breytta lífshagi varpa nýju Ijósi á líf og stað- reyndir. Takist þetta, hefur ■skáldverkið í sér fólgið nýtt gildi. Og manneskjan verður að horfast í augu við lífið og stað- reyndirnar. Afskiptaleysi og xmdansláttur er svik við sam- tíðina. Þótt lífið birtist stund- um sem óbermislegur ódráttur, sem illt er að þola, verður manneskjan að taka það í faðm sér, p.iga það og elska. Að öðr- um kosti verður lífið ekki bærl- legt. Lífsnautnin sjálf og ást- in á lífinu er fólgin í því að horfast í augu við þessar stað- reyndir og heykjast ekki. Túlkun Þjóöleikhússins á verki Millers hefur tekizt vel. Höfundur hefur þar erindi sem erfiði. Sumir leikaranna vinna eftirminnileg afrek. Verkið á brýnt erindi til samtimans, ís- lendinga ekki síður en ann- arra. * ÍUOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOoOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO í Elyséehöllinni í París vafalaust þykja mikil niðurlæging. Athyglisverðasti viðburður kosn ingabaráttunnar gerðist, er and stæðingar de Gaulles fengu að kcma fram í sjónvarpi. Þeir töl uðu opinskátt og gagnrýndu for- setann óspart Réðust þeir á hann fyrir óstjórn i efnaliagsmál um, fyrir að einangra Frakkland í utanríkismálum og spilla alþjóð legu samstarfi í efnahagsbanda- laginu og NATO. Franska útvarpið og sjónvarp ið hafa sætt mikilli gagnrýni und anfarin ár fyrir að vera lokuð fyr ir frjálsum umræðum og lialda eingöngu að þjóðinni. stefnu de Gaulle. Kom nú á daginn að þjóðinni brá, er liún heyrði hina djarfmæltu andstæðfnga .forset- ans í sjónvarpi. Þetta er kosninga- barátta, þetta er Jýðræði, sögðu sum blaðanna. Helztu andstæðingar de Gaulles eru þeir Tixier Vignancour Mitt errand og Lecanuet. T-V eins og sá fyrsti er oft kallaður. nýtur stuðnings óánægðra efnamanna, sumra bænda og gamalla heims veldisstnna, (og er talir|ii geta fengið 5—10 % atkvæða. Mitter- rand er jafnaðarmaður, sem mun njóta stuðnings flokksmanna sinna og hinna fjölmennu komm únista að auki, svo og annarra vinstrimanna. Honum er spáð um 20% atkvæða. Loks er hinn ungi leiðtogi MRP - flokksins, sem hafði mikið fylgi og völd eftir síðasta ófrið, en hefur misst hvort tveggja til de Gaulle. Lecanuet er sagður hafa staðið sig með afbrigðum vel í sjónvarp inu, enda kveinkuðu baráttumenn de Gaulles séi- þegar um allt land ið. Óttast þeir hann mest, því að hann kunni að taka atkvæði frá de Gaulle, sem Jiinir gera að lík- indum ekki. Þess vegna hefur verið harðlega ráðizt gegn honum og jafnvel forsetinn sjálfur ákva? !í jólbaiðEviSgerðír OPH) ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ RL. 8 TIL 22. Gúmmíviimustcfan h.f. Skipholtl 35, Reyklavöf. Simtr: 31055, verkitæSlð, 300S8, sSurifatotan. að lúta svo lágt að koma fram 4 sjónvarpstíma, sem honum hafði verið úthlutað sem hinum frám- bjóðendunum. Það hafði hann þó ekki ætlað sér áður. Vafalaust hefur De Gaulle mörg góð spil á hendi. Frakkar hafa nú sent gervihnött á loft frá SaR araeyðimörkinni og notuðir franska eldflaug. Þetta var mift ið vísindaafrek, sem vafalaust mun auka hróður stjórnarinnar. Það er athyglisvert, að Jean Lecanuet beitir* hinum þekktti kosningaaðferðum Kennedys for seta og hagar baráttu sinni mjög í anda hans, eins og ungir stjórn málamenn gera nú víða um heim Síðast Lindsay borgarstjóri í New York. Hann kunni að notfæra sér siónvarnið og koma fram í því, og vakti gífurleaa athygli. Áður en hann kom fram í s.iónvarpimi var talið. að 83% kiósenda hefðu enga hugmynd um, liver hann væri. Nú er bað bannig breytt A einni nóttu að fv’cismenn de GauJl ns óttast um 51% markið. >000000000o o o o oo 0 Bazar á ísafirði BAZAR Kvenfélags Al- þýðuflokksins á ísafirði verður laugardaginn 4. des ember kl. 4 sígdegis í A1 þýðuhúsinu niðri. Stjórnin. >000000000000000« ALÞYÐUBLAÐIÐ 2. des. 1965 §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.