Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 16
Og það er einmitt þetta, sem er einkenni Káins. Hann yrkir „öðruvísi en hinir.” Hvaða skáld annað gæti t. d. hafa ort þessa vísu: Það á að liengja þig og flengja, þegar þú gengur inn. Það er enginn efi lengur á því, drengur minn. Eða þessi fallega vögguvísa: Farðu að sofa, blessað barnið smáa, brúkaðu ekki minnsta fjand- ans þráa. Haltu kjafti. Hlýddu og vertu góður. Heiðra skaltu föður þinn og móður. Stundum yrkir hann líka þann- ig, að minnir á önnur skáld: Hver, sem ekki elskar svín eins og rjóðan svanna, hann er alla ævi sín andstyggð gróðamanna. Af sama tagi er þessi víáa: Hver vill lieimta af henni meira, hún er ber. Og andann grunar ekkert fleira en augað sér. Og þá eru þær ekki amalegar þessar skammavísur: Engri ske.vtir sk.vnsemi, skammir og vammir fremur, allra sveita úrþvætti, Einar heitinn sálugi. Þar um hlýtur yrkja enn einn, sem flesta niðir: Allt, sem lýtir aðra menn Ásgeir Byron prýðir. Og af því að 1. desember er ný- liðinn með tilheyrandi erinda- flutningi um þjóðerni og varð- veiziu þess, er bezt að ljúka þess- •oooooooooooooooooooooooooooooooo Rifdómur Ég er góður gagnrýnandi og gríffarmikiö vizkufjall, þegar enginn útgefandi aff mér skýtur þúsundkall. Bókin sem þeir Iiinir hrósa er herfilega vond og ljót, eftir kunnan bögubósa, bavían og toppidjót. Ég er skáld og skarpur penni, skýri andans fæð'una, enda þótt ég ekki nenni að opna neina skræðuna. LÆVÍS. Það er illa farið með iblessuð börnin nú á dögum að 'láta þau horfa á jólin í búðarigluggunum í beiLan anánuð. Einnig er þetta slæmt fyrir fþá sem eru böm í annað sinn . . . * \ Að lokinni afgreiðslu þessarar flugvélar steig hann upp í vélina og ætl- aði til Akureyrar til fund- arsetu þar með starfsbræðr- um sínum. Þangað komst hann eigi lifandi, því hann andaðist á leiðinni frá Sauðárkróki til AkurejTar. Slík fráföll eru svipleg. en þó um leið fögur og æski- leg . . . Morgunblaðið. V oooooooooooooc foooooooo ooooooo* ÞAÐ ERU alltaf að koma út bækur þessa dagana. Alls konar bækur. Sumar þessar bækur eru góðar, aðrar lélegar, flestar kann- ski einhvers staðar mitt á milli. Sumar bækurnar eru líka splunku nýjar og flytja mönnum efni, sem aldrei hefur séð dagsins ljós áð- ur, en aðrar eru endurprentanir á eldri bókum. Þær þurfa ekki að vera verri fyrir það. Einlivern veginn er það svo, að manni þykir ekki síður gaman að mæta gömlum kunningjum í nýjum útgáfum en að pæla í gegnum einhverja ó- þekkta nýja skruddu, sem kann- ski er svo lítils virði, þegar allt kemur til alls. Maður veit miklu fremur að hverju maður gengur með gömlu bækurnar. Ein þeirra bóka, sem nú hefur verið prentuð upp, er ljóðabók vestur-íslenzka kýmniskáldsins Káins eða Kristjáns Níelsar Jóns- sonar, eins og hann hét fullu nafni. Káinn hefur löngum verið til þess fallinn að koma mönnum í gott skap, og vísur hans hafa verið hér landlægar lengi, — og hafa þær þó ekki komið á prent í bókarformi, nema einu sinni áð- ur hérlendis. Bókfellsútgáfan gaf fyrir 20 árum út ljóðasafn hans, Kviðlinga og kvæði, og hafði pró- fessor Richard Beck dregið að föng til þeirrar útgáfu. Þar mun vera samankomið nokkurn veginn allt, sem til er eftir skáldið, óg auk þess fylgdu með þeirri útgáfu hinar fróðlegustu ritgerðir um höf- undinn eftir nákunnuga menn. Á hinn bóginn lýtti það bókina, að hún var öll morandi í prentvillum og sumum meinlegum. Nýja útgáfan er ólik hinni fyrri að því leyti, að prentvillurnar hafa verið leiðréttar. En á hinn bóg- inn hefur eitthvað verið fellt nið- ur af vísum, og má það vel vera að réttmætt sé, en hitt er verra, að ritgerðirnar um höfundinn hafa líka verið felldar niður ein- hværra hluta vegna, án þess að neitt komi í staðinn. Þeir, sem vilja fræðast eitthvað um Káinn verða þess vegna að ganga niður ó Landsbókasafn og fletta upp í gömlu útgáfunni, ef þeir eig'a hana ekki fyrir. En það var alls ekki meiningin að fara að skrifa ritdóm hér á baksíðunni. Slíkt er hlutverk spek- ingaima, sem rita innar í blaðinu. En okkur þótti sjálfsagt að, nefna þessa bók hér, af því að hún kom okkur baksíðumönnum í svo gott skap, og vonandi koma þau sýnis- horn, sem nú skal telja, einhverj- um baksíðulesendum líka í gott skap. Ekki veitir nú af á þessum armæðutímum. Sjálfur birti Káinn aðeins brot ijóðmæla sinna i bók, er kom út vestan hafs árið 1920. Sú bók hefst með þessari vísu: Mín eru Ijóð ei merkileg, mínir kæru vinir. En oft og tíðum yrki ég öðruvísi en hinir. um vísnaflutningi með stökunni: Hér um finnst mér heimskulegt að deila, hrófatildur slíkt er byggt á sandi; íslenzk sál í amerískum heila er eins og tindaskata á þurrU Iandi. — Svona líta þær þá út, innau undir fötunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.