Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 4
mtstjórar: Gylfi Gröndal (&b.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: EUSur Guönason. — Símaiv 14900 - 14903 — Auglýsingasíml: 14906. Aftsetur: Alþýðuhúsið vl5 Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Aiþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. B.00 elntaklð. Otgefandl: Alþýðuflokkurlnn. Hvítmáluð skip MYNDARLEGT, íhvítmálað skip liggur í Reykja víkurhöf'n þessa daga. Það siglir undir fána brezka flotans, ber íslenzka nafnið Hekla, og er hvorki Bmíðað til fiskiveiða eða flutninga. Fyrir nokkrum dögum var hér á ferð amerískt skip, sem gegnir svipuðum tilgangi, og noklkru þar á undan rúss- nesk. Allt eru þetta haf- eða fiskirannsóknaskip, sem hafa verið að ramisóknum umhverfis ísland og líta hér við í kurteisisheimsóknir. Ber þetta vott um stóraukinn áhuga annarra þjóða á rann- sóknum á heimshöfunum og lífi í þeim. Fáar þjóðir munu eiga svo mikið undir þess- um rannsóknum og þeirri þékkingu, sem þær von- andi færa okkur, sem íslendingar. Þess vegna er fími til kominn, lað smíðað verði fyrsta flokks ís- lenzkt rannsóknarskip, og mun það raunar vera á næsta leiti. Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegs- imálaráðherra, hefur tilkynnt, að smíði slíks skips verði boðin út á næsta ári. Hefur undirbúningsstarf 'tekið langan tíma, enda fyllsta ástæða til áð vanda smíði slíks skips. Landssamband íslenzkra útvegsmanna sat ný- lega á fundi í Reykjavík. Þar var samþykkt, að síldariðnaðurinn tæki á sig að kosta 30 milljón króna leitar- og rannsóknarskip fyrir Jakob Jakobs- son. Sá maður hefur margfaldlega unnið fyrir því, að fá þó starfsaðstöðu, sem nýsmíðað skip mundi verða. Og það var ánægjulegt, að viðkomandi aðil- ar skyldu taka að sér kostnaðinn, en ekki senda bænaskrá til ríkissjóðs, eins og venja er. Kjartídómur KJARADÓMUR hefur kveðið upp úrskurð sinn um kaup og kjör opinberra starfsmanna. Varla er við að búast, að allir séu ánægðir með s'líka dóma, en að þessu sinni er tilefni til óánægju frekar starfs ínanna megin en ríkissjóðs. Ritari kjararáðs sagði í viðtali við Alþýðublað ið, að hann teldi kauphækkunina of litla. Benti |iann á, að laun sumra verkamanna og iðnaðar- hfianna, sem eru á taxta ríkisins, nái ©kki lægstu töxtum viðkomandi verkalýðsfélaga, sem þau hafa samið um. Erfitt er að segja um, hvort hið gamla skipulag, er Alþingi setti launalög, eða verkfallsréttur hefðu fært opinberum starfsmönnum betri ábangur að þessu sinni. Meðan ástand vinnumarkaðarins er eins og raun ber vitni, er einnig hæpið að nokkuð fast launakerfi geti staðizt einkafyrirtækjum snún jing í samkeppni um lögleg og ólögleg kjör. En rík- jnu er og verður mikilsvert að tryggja sér sem bezta Starfskrafta, ef núverandi Skipan þess helzt í fram- tíðinni. 4 2. des. 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ OG STRÍÐIÐ Churchill og stríðið eftir Gerald Pawle er mikið og ’merkilegt rit. Það tók höfundinn fimm ór að viða að sér efni í bókina og skrifa hana. Undrast það enginn sem bókina les, því þetta eru raunar tvœr bœkur: Saga heimsstyrjaldarinnar síðari, að segja mó sögð fró degi til dags — og saga Winston Churchills ó sama tíma, eða þeim tíma sem gerði hann að þvi mikilmenni, er þjóðir heims minnast með þakklœti, aðdóun og virðingu. CHURCHILL OG STRÍÐIÐ er nóma fyrir þó, sem óhuga hafa ó Churchill. Við kynnumst Churchill ögrandi og Churchill hrífandi, — Churchill í fjölmörgum myndum. Samtímis fylgjumst við með gangi mesta hildarleiks veraldarsögunnar, — sigrum og ósigrum/ vonum og vonbrigðum og því, hver urðu viðbrögð Churchills og nónustu samstarfsmanna hans, er fréttir bórust af víg- völlunúm. — Churchill og Roosevelt, Stalin og Hitler, — þessi fjögur nöfn, sem mörkuðu svo óafmóanleg spor í veraldarsöguna og þó tíma, sem nú lifum við, — verða stöðugt ó vegi okkar við lestur bókarinnar. —• Churchill og 'stríðið er mikið rit um mikinn mann og mikinn hildarleik, og fjöldi mynda úr striðinu og cevi Churchills prýða bókina. m m AHYGGJUFULLUR SKRIFAR: „Slysaalda hefir gengið yfir þetta land á síðustu mánuðum Menn hafa týnzt á rjúpnaveiðum og fundizt aftur — Guði sé lof — dáið úti á rjúpnafjöllum, lent í óvenjumörgum bilslysum o.s.frv. Þetta er orðið öllum hugsandi mönnum áhyggjuefni og meira en það. VÍNK> Á MIKLA SÖK í þess um slysum mörgum, til dæmis í bílaárekstrum. Og reynslulitlir menn illa klæddlir, matarlausir fara upp um fjöll að skjóta rjúp ur, villast og verða hjálparvana. En ifyrir fornfýsi margra einstaklinga fer stundum betur en til hefir ver ið stofnað í upphafi. Fáir kunna sig í góðu veðri heiman að búa. ÞEIM SEM FARA í langferðir til rjúpnaveiða, er nauðsynlegt að fara jafnan 2 saman, hafa ávallt litla ^ttavita í vasa sínum, sem festa má við lyklahring. Þegar o> oooooooooo ooooooooooooooooooooo* + Slysafaraldur. Duga engin vettlingatök. ic Félagsheimilin og löggæzlan. ir Kunna sig ekki heiman að búa. oooooooooooooooooooooooooooooooo komið er á veiðisvæðið, tekur þú áttir á meðliggjandi fjöll, því nú er allra veðra von á fjöllum uppi. Hafa ávalt með góðan göngustaf og lítið spjald í tözku sinni, sem sé þannig útbúið að þú megir stinga uppá stafoddinn svo ef illa fer, þá er þrautalendingin að grafa sig í snjó og sé ferðamað urinn í vatnsheldum flíkum, mun hann ekki saka í snjóskýli, sé rétt að farið. Hafa ávallt með sér mat, t.d. er ágætt að hafa með sér súkkulaðiplötur. Fjalla - Bessi og Fjalla - Hjalti báðir Norðlend ingar miklir fjallamenn grófu sig í fönn og lágu úti í margar nætur án þess að verða meint af. En þeir höfðu góðar skjólflíkur og ávallt góða göngustafi. ANNARS VEITIR EKKI af að Slysavarnarféiagið hafi námskeið á hverju hausti og þar væri mönn um kennt að búa sig út í ferða lög til fjalla, og þá ekki sízt hvernig á að grafa síg í fönn. SÁ GETUR er þetta ritar, dæmt um gildi vasa-áttavita, þar sem hann lenti í villu á fjöllum uppl en lítill vasaáttaviti vísaði steftx una og þess vegna skrifar hann þessar línur nú eftir fimm ár. SLYS Á UNGLINGUM, þcgar þeir eru að koma ölvaðir af skemmtunum út um sveitir eru of tíð. Þar virðist vanta löggæzlu, sterka löggæzlu. T.d. þyrftu einn eða fleiri lögreglumenn að stöðva |allal bíla' sem leggja upp f!rá Framhald á 10. siðu-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.