Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1965, Blaðsíða 8
Vandið val bamabóka MIKIÐ kemur út af barnabókum fyrir hver jól. Foreldrar ogr aðrir, sem kaupa barnabækur til þess að gefa börnum í jólagjöf, vita oft eigi gjörla, hvaða bækur skal velja, jafnvel ekki, hvaða bækur er að veija um, því að ekki er hægt að komast yfir að skoða allar þær bækur, sem nýútkomnar eru. Oft er afgreiðslu fólk bókabúðanna þess vegna látið sjá um að velja bækurnar. Mikið af skólafólki vinnur við afgreiðslu í bókabúðum fyrir jólin, Margt hefur aldrei fyrr nærri bókabúðum komið, og ekki er hægt að ætlast til þess, að það hafi lesið allar nýútkomnar barna- bækur. En það þyrfti afgreiðslufólk bókabúðanna auðvitað helzt að hafa gert, ef það á að vera fært rnn að ráðleggja fólki um val jólabókanna eða eins og oft er, sjá algjörlega um val bókanna. Mjög algengt er, að fólk kemur inn í bókabúðir fyrir jólin og biður um bók fyrir kannske 9 ára gamalt barn. En 9 ára gömul börn geta haft mjö,g ólíkan bókmenntasmekk, sum níu ára börn lesa jafnvel bækur fyrir fullorðna, önnur lesa kannske aðeins einföldustu myndabækur. Stundum óska börnin eftir einhverjum sérstökum bókum, og er þá vandinn leystur fyrir foreldra. En margir vilja, sem betur fer, hafa hönd í bagga með því, hvað börn in þeirra lesa og reyna þá að kynna sér eftir megni málfar og gildi bókamia, áður en keyptar eru. Bækur hafa allmikil óhrif á hugsunarhátt barna og að sjálfsögðu verða þær, hvort sem þær eru eftir íslenzka höfunda eða þýddar, að vera á réttu, fallegu íslenzku máli. Orðalag og stafsetning bóka, sem Iesnar eru hvað eftir annað eins og er um góðar barnabækur, festist skýrt í huga barnanna, því að flest börn hafa gott sjónminni. Ekki er því sama, hvaða baraabækur eru valdar handa börn- unum, æskilegast er, að börnin hafi gaman af lestri þeirra og um leið séu bækurnar þroskandi bæði fyrir málfar og hugmynda heim þeirra. Alþýðublaðið hefur tekið saman iista tun allflestar þær barna- og unglingabækur, sem koma út nú fýrir jól'in, til þess að auðvelda Iescndum blaðsins val á bókum fyrir börain. Að vísu eru þar engir dómar um einstakar bækur, en nöfn bókanna eru þar upptalin í stafrófsröð ásamt höfundanöfnum flestra og ýmsum öðrum upplýsingum, t. d. um verð og útgefendur. For- eldrar og aðrir þeir, sem ætla að velja bækur til jólagjafa handa börnum og unglingum geta því kynnt sér listann og séð þar, hvaða bækur er um að velja. Flestar bókanna munu komnar í bókabúðir, en bætast mun þó við stöðugt næstu daga. Á FLÓTTA MEÐ BANGSA. Höf.: Babbis Friis Baastad. Þýð: Sig. Gunnarsson skólastj. Bók fyrir 10 — 15 ára börn. Verð kr. 160.00. Útgefandi Æskan. ADDA í KAUPAVINNU. 2 útg. Höf.: Jenna og Hreiðar Stef ánsson. Myndskr. Halldór Pét- ursson. Bók fyrir telpur. Verð kr. 129,00. Útgef. Bókaforlag Odds Björnssonar, Ak. ADDA OG LITLI BRÓÐIR. 3. útg. Höf.: Jenna og Hreiðar Stef ánsson. Myndskr. Halldór Péturs son. Bók fyrir telpur. Verð kr. 98,90. Útgefandi Bókaforl. Odds Björnssonar Ak. AFMÆLISDAGURINN HENN- AR MJÁSU. Bók fyrir lítil börn. Verð kr. 40,85. Útgefandi Bókabúð Böðv ars. ALLIR í LEIK. Bók fyrir lítil böra. Útg. Bóka búð Böðvars. Verð kr. 28.00. ANNÁ í GRÆNUHLÍÐ, 3. bók Anna, trúlofast. Höf,: L.M. Montgomery. Þýð. Axel ÍGuðmundsson. Verð kr. 148, 35. Útg. Iðunn. ann|i LÍSA 13 ÁRA. HöÚ: Tove Ditlevson. Þýð. Guðjón Guðjónsson skólast. Bók fyrir, telpur 10—15 ára. Verð 152,50 + sölusk. Útg. Æskan. ÁSA-DÍSA. Þýð.: Freysteinn Gunnarsson Bók fyrir telpur 10 — 12 ára Verð kr. 124,70. Útg. Setberg. BANGSABÖRNIN í HELLA- LANDI. Höf.: Anna Brynjúlfsdóttir. Myndir teiknaði Bjarni Jónsson Bókin fjallar um sömu söguhetj ur og bókin Bangsabörnin, og er fyrir börn 6—10 ára. Útg. Ið unn. BASKERVILLE-HUNDURINN. Ilnf.: Arthur Conan Dovle. Þýð. Kristmundur Bjarnason. Bókin er í bókaflokknum Sígildar sög ur Iðunnar, og er ætluð ungling um. Verð' 177,40. Útg. Iðunn. BERNSKUÁR AFDALA- DRENGS Höf.: Jón Kr. ísfeld. Bók fvrir drenfri 8 — 13 ára. 139 bls. Útg. Snæfell. BLÓMARÓS. Höf.: Helmi Maelo. Þýð. Árni Óla, ritstjóri. Bók fvrir telpur 10-15 ára. Verð 131 50+sölusk. Útg. Æskan. BOB MORAN OG N.TÓSNAR- INN Höf.: Henry Vernes. Þýð. Magnús Jochumson. B’>k fvrir drengi. Verð k(r. 134 40. Útg. Leiftur. BOB MORAN OG MAÐURINN MEÐ GULLTENNIIRNAR. Höf.: Henry Vernes. Þýð: Magnús Jochumsson. Bók fyrir drengi. Verð kr. 134.40. Útgef. Leiftur. DÍSA OG ÆVINTÝRIN. Höf.: Kári Tryggvason. Mynd skreytt af Birni Björnssyni. Bók fyrir yngstu Iesendurna. Verð kr. 77,40. Útgef. ísafold. DODDI OG KÖKUÞJÓFURINN Höf.: Enid Blyton. Bók fyrir lítil börn. Verð kr. 96,75. Útg. Myndabókaútgáfan. DÓRA FER TIL DRAUMA- LANDS Höf.: Jón Kr. ísfeld, myndskr. af Bjama Jónjssyni. Bók fyrir telpur 7 — 11 ára. Útg. Snæfell. és Kristjánsson. 160 bls. Verð 148,35. Útg. Iðunn. EMIL í KATTIIOLTI. Höf.: Astrid Lindgren. Þýð. Jónína Steinþórsdóttir. Bók fyr ir drengi 10—13 ára 155 bl». Verð 125 kr. + söluskattur. Útg. Fróði. ERNA FER í FERÐALAG Höf.: Margarethe Haller. Þýð. Guðrún Guðmundsdóttir. Bók fyrir telpur 8—12 ára. Bókin er 108 bls. Verð kr. 98,90. Útg. Set toerg. DULARFULLA JARÐHÚSH) Höf. Enid Blyton. Þýð.: Andr FALLEGU ÆVINTÝRIN 14, gömul, vinsæl ævintýri. spurt um innlendar barnabækur Alþýðublaðið hitti að máli Steinar Þórðarson, verzlunar- stjóra í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti, og hann svaraði greiðlega nokkrum spurningum um barna og unglingabækur og sölu á þeim: — Er ekki mikil sala í barna- bókum fyrir jólin? — Jú, jú, annars er alltaf mikil og stöðug sala í barna- bókum allt lárið. Fólk kaúpir gjarnan bækur bæði til afmæl- isgjafa og ýmissa tækifæris- gjafa, t.d. er oft mikið keypt af þarnabókum til sumargjafa. — Og á hverju ári koma út margar barna- og unglinga- bækur? — Já fyrir unglingana eru igefnir út t. d. bókaflokkar. Má þar nefna bókaflokkinn Fræg- ir menn, sem Setberg gefur út. í þeim fiokki hafa komið t.d. ævisaga Mozarts og Alberts Schewei'tzers Einnig má nefna bókaflokkinn Sígildar sögúr Iðunnar. Þar hafa komið marg- ar góðar, sígildar bækur, t. d. "Ben Húr, Börn Grants skip- stjóra og Baskervillehundur- inn. Báðir þessir bókaflokkar eru mjög: skemmtilegir fyrir ungl- inga. Svo er Prins Valiant frá Ása-Þór einnig fyrir unglinga. Fleiri bókaflokkar eru einn- ig hæði fyrir telpur og drengi og fyrir yngstu lesenduma. — Er fólk yfirleitt ákveðið í þvi, hvaða bækur það ætlar að kaupa þegar það kemur í bókábúðina. Eða eru margir, seni tiiðja afgreiðslufólkið um aðstoð við val bókanna? — Fólk er yfirleitt ákveðið í þvírhvaða bækur á að kaupa. Samt' kemur það auðvitað fyr- ir, að ..viðskiptavinir biðji af- greiðslufólkið um að leiðbeina sér um val bóka En flestir eru þó alveg ákveðnir. Oft biðja börnin líka um ákveðnar bæk- ur, og foreldrarnir haga þá vali sínu á bókum samkvæmt ósk þeirra. — Hefur verð bókanna mikil áhrif á sölu? — Nei, ekki myndi ég segja það, fólk velur bækurnar helzt eftir því, hversu góðar og vand- aðar þær eru. — Eru bækur keyptar jafnt handa öllum aldursflokkum? — Já, já, bækur eru keypt- . ar handa börnum og ungling- Framhald á 10. síðu. Steinar Þórðarson 8 2. desí. 1965; ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.