Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.12.1965, Blaðsíða 10
i|H itstgóri Örn Eidsson /jbróftahöllin tekin í notkun á laugardaginn: \ Reykjavíkurúrvalið stóð sig ágætlega - vann Karviná 23:20 LAUGARDAGSINS 4. desember verður lengi minnzt í íslenzkri íþróttasögu 1 þá fór fram fyrsti kappleikurinn í sýningar- og íþróttahöllinni í Laugardal. ar léku úrvalslið reykvískra handknattleiksmanna og tékkneska I. deildarliðið fiarviná. Til að gera daginn ennþá eftirminnilegri lék reykvíska liðið skínandi rel og sigraði Tékkana mjög glæsilega með 23 mörkum gegn 20. Meðal í^sta á þessum fyrsta leik var menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason. Áður en leikurinn hófst flutti óhas B. Jónsson, fræðslustjóri, : ormaður bygginganefndar húss- i js ræðu og bað síðan borgarstjóra, i I(»ir Hallgrímsson, að lýsa því yf- að húsið væri opnað til af- ; ;ota. Borgarstjóri afhenti einnig : ýrirliðum kappliðanna merki j tqykjavíkur. ★ Reykjavík skorar tvö jyrstu mörkin. Reykvikingar byrja með boltann (ig ekki er langur tími liðinn, er j íörður Kristinsson skorar með : rekar lausu skoti, en hættulegu Ensk knattspyrna ÚRSLIT í ensku knattspyrn- unni ó laugardag: I. dfeild: Arsenal — Aston Villa 3:3 Burnley — Tottenham 1:1 Chelsea — Liverpool 0:1 Everton — Sunderland 2:0 Manch. Utd. — West. Ham. 0:0 Northampt. — Blackpool 2:1 Nottingh. F. - Leicester 2:0 Sheff. Wed. - Blackburn 2:1 Stoke — Fulham 3:2 West Bromwich-Sheff. Utd. 1:1 II. deild: . Birmingham - Manch. C. 3:1 Bolton - Wolverhampton 2:1 Charlton - Southampton 2:2 Crystal P. - Cardiff 0:1 Huddersfield - Carlisle 2:0 Ipswich - Rotherham 0:0 Leyton O. - Bristol C. 0:4 Middlesbrough - Coventry 1:1 Plymouth - Bury 2:2 Portsmouth - Norwich 1:3 Preston - Derby 2:0 Öllum leikjum I. deildar í Skotlandi var frestað vegna snjókomu. og Gunnlaugur Hjálmarsson bæt- ir öðru fljótlega við. jÞessum fyrstu mörkum var fagnað vel af hinum tæplega 2 þús. áhorfendum. Tékkarnir jafna fljótlega met- in, Belichy með ágætu langskoti og Konrád beint úr fríkasti. — Reykjavíkurliðið hefur þó frum- kvæðið áfram og Karl og Hörður skora tvö mörk hvor, öll með góðum skotum, sérstaklega gekk Tékkunum illa að átta sig á skot- um Harðar. Leikurinn er jafn fram að hléi, liðin skiptast á að skora, Hörð- ur þrívegis úr vítaköstum, en hin mörk Reykjavikurliðsins skora Gunnlaugur, Þórarinn Ólafsson, Guðjón, Stefán Sandholt og Her- mann, en mark þess síðarnefnda var sérstaklega glæsilegt.----Af Tékkanna hálfu var Belichy skeinuhættur, skorar fjögur mörk. Þriggja marka munur er í hléi, Reykvíkingum í vil, 14:11. ★ Skemmtilegur síSari hálf- le.ikur. Tékkarnir byrja síðari hálfleik vel, og þegar tíu minútur eru liðnar, er jafnt, 15:15. Cimer og Belichy léku oft stórkostlega og áttu sinn þátt í snjöllum leik liðsins. Reykvíkingar komast í 17:15, en enn jafna Tékkarnir 17 gegn 17. Þá er Konrád vísað af leikvelli í 2 mín. og Karl skorar tvö ágæt mörk. ★ Karls þáttur Jóhannssonar. Síðustu mínúturnar voru mjög skemmtilegar, Karl Jóhannsson á sinn stóra þátt í því, hann skor- ar þrjú glæsileg mörk og tryggði með því sigur Reykvíkinga, síðasta mark hans, þegar öll tékkneska vörnin var fyrir til varnar, var þó bezt. ★ L i 8 i n . Sigur Reykvíkinga 23:20 var verðskuldaður og ánægjulegur á margan hátt. Það gerði þessa há- tíðarstund ennþó eftirminnilegri. Framhald á 10. síðu. ooooooooooooocxx Danir sigru$u óg gerSu jafn- tefli við Hússa RÚSSAR og Danir Iéku 2 landsleiki í handknattleik um helgina. Á laugardag sigruðu Danir í Árósum með 15-14, í Kaupmannahöfn daginn eftir varð jafntefli 16-16. () OOOOOOOOOOOOOOOs Kerviná — Úrval leika í kvöld í kvöld fer fram 4. leikur tékk neska liðsins Karvina, sem hér dvelst á vegum Fram. Mætir tékk- neska liðið þá úrvalsliði HSÍ, sem er valið af landsliðsnefnd. Má líta á leikinn í kvöld sem nokkurs- konar prófleik fyrir landsliðið, sem um næstu helgi leikur tvo leiki gegn sovézka landsliðinu. Fer leikurinn í kvöld fram í íþrótta- höllinni í Laugardal. Lið landsliðsnefndar er þannig skipað: Þorsteinn Björnss., Fram, Karl M Jónsson, FH, Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram, Karl Johanns- 'son, KR, Ragnar Jónsson, FH Birgir Björnsson, FH, Þórarinn Ólafsson, Vík., Ágúst Ögmunds'son Val, Matthías Ásgeirsson, Haukum, Guðjón Jónsson, Fram og Hörður Kristinsson, Ármanni Forleikur hefst kl. 20,15, en síðan hefst aðalleikurinn. Geir Hallsteinsson, FH lék vel á sunnudaginn. FH nær sigri -en leiknum lauk með jafntefli 19; 19 Á sunnudag léku tékknesku gestirnir sem hér eru staddir á 2 KR-ingar ti! Coventry? Tveim KR-ingum, þeim Baldvini Baldvinssyni og Ein- ari ísfeld hefur verið boðið að æfa með enska atvinnu- mannaliðinu Coventry um þriggja mánaða skeið l vet- ur. Hér er um mjög girnilegt boð að ræða, en ekki er vit- að, hvort þeir félagar sjái sér fært að þiggja það. wmwwwwwwwwi vegum Fram, sinn þriðja leik og nú gegn íslandsmeisturunum FH. Leikurinn fór fram i hinni nýju íþróttahöll í Laugardal. Það var eins og alltaf áður, þegar FH leikur við erlent lið að húsfyllir var. Handknattleiksunnendur hafa jafnan gaman af að horfa á FH leika, því það sýnir alltaf skemmti- legan leik og jafnan góðan, þó er ekki örgrannt á því að nokkuð margir hafi farið óánægðir úr höllinni á sunnudag. FH náði að vísu jafntefli, en hefði efttir gangi leiksins átt að sigra með miklum mun. Eftir skínandi góðan fyrri hálf- leik af beggja hálfu, fór hinn síð- ari í handaskolum og glopruðu þú FH-ingar hverju tækifærinu á fæt- ur öðru. Eitthvað amaði að FII þá en hvað það var er erfitt að Framhald á bls. 11. OOOOOOOOOOOOOOOC Ó 0 0 <> 0 0 <> 0 0 KFR Reykjavík- urmeistari 1965 Á laugardagskvöld sigraði KFR KR 67-57 í Reykjavíkur mótinu í körfuknattleik og er V þar með Reykjavíkurmeist- ^ ari. Úrslit þessi koma vægast a sagt á óvart, þar sem lið A KFR er í lélegri æfingu. Úr 6 slit eru einnig kunn í 2. fl. v ÍR sigraði með yfirburðum. X Nán.ar um leikina á morgun. >000000000000000 í kvöid kl. 8,15 URVAL HSI - KARVINA í Laugðrdalshöllinni 7. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.