Alþýðublaðið - 09.12.1965, Page 9
stundir á dag og komi Elenu litlu
alltaf í háttinn á kvöldin. Og á
hverju kvöldi verði hún að syngja
fyrir hana vöggulag. Og Valent
ina fer með sönginn, hún syng
ur ekki, hún segir fram orðin.
Elena sofnar alltaf út frá vöggu'
laginu, segir Valentina, og ekkert
heyrist í henni alla nóttina. Hún
sefur vært, og er þæg og góð. í
öllu sem Valentína segir, kemur
í ljós, að hún vill lifa sama lífi
og aðrar mæður í landinu henn
ar. Hún lagði áherzlu á, að láta það
uppi, að hún og fjölskylda henn
ar væru ósköp venju egar mann-
eskjur, sem hefðu þau aðaláhuga
mál að vinna fyrir land sitt og
lifa rólegu lífi. Þegar hún fer út
að ganga með Elenu í kerrunni
sinni taka vegfarendur ekkert sér
staklega eftir þeim, vegna þess
að þeir þekkja hana alls ekki.
Og hún segist ekki vilja, að allir
bendi á Elenu og stari á hana,
þegar hún stækkar, aðeins að hún
verði heilbrigt og hamingjusamt
barn. Og Valentina heldur áfram
að segja frá dóttur sinni. — E1
ena tók fyrstu sporin, þegar hún
var aðeins tíu mánaða gömul. Við
héldum í hendurnar á henni, og
svo gekk hún af stað. Það vár
regluleg ,,geimferð“ hjá hennlL
Valentína er hreykin af dóttur
sinni og hún segir að hún sé al
veg eins og pabbinn, hún hafi
meira að segja sama göngulagið.
Valentina Nikolajev er fædd í
litlu þorpi, Masslenikovo. Þegar
hún var tveggja ára, fór faðir
hennar í herinn og barðist á landa
mærum vestur Úkraníu. Hann fél
í stríðinu. Þegar Valentína fór í
skóla höfðu flest börnin í bekkn
um misst feður sína í stríðinu við
landamærin og konurnar urðu því
að gegna störfum karlmanna, t.d.
að vera lestarstjórar, en það var
aðaláhugmál Valentinu, þegar hún
var telpa að verða lestarstjóri. En
brátt fékk hún ýmis önnur áhuga
mál, hún byrjaði að leika á píanó
og píanó konsertar Tschaikovskys
var það sem hún vildi helzt spila
og hlusta á. Vorið 1953 tók Val
entiná lokaprófið úr skólanum og
fékk sér vinnu. Eftir erfiða at-
vinnuleit tókst henni loksins að
fá vinnu í verksmiðju við að skera
gúmmí. Vinnan var erfið og á
kvöldin stundaði hún nám í kvöld
skóla. í kvöldskólanum lagði hún
aðallega stund á tæknifræði. Eftir
að Valentina hafði tekið lokapróf
í skólanum, hóf hún að leggja
stund á fallhlífarstökk í frístund
um sínum. Og dag nokkurn kom
að því að velja átti geimfara úr
hópi þeirra er stunduðu fallhlífar
stökk í klúbbnum, sem Valentina
var í. Va entina hafði mikinn á-
huga á því að verða fyrir valinu,
það var draumur liennar að kom
ast út í geiminn í geimfari. Hún
dáðist að geimförunum og las allt
sem hún komst yfir um geimfara.
Hún hafði brennandi áhuga á því
að verða geimferðakona. Þess
vegna settist hún niður og skrif
aði bréf til yfirvaldanna um það,
hvort þeir vildu taka sig á lista
þeirra, sem æfðu fyrir geimferð
ir. Meðan hún beið eftir svari, æfði
hún fallhlífarstökkið af tvöföldu
kappi. Og hún beið alltaf eftir
bréfinu, sem hún vonaðist eftir
að fá frá yfirvöldunum. En svarið
kom ekki í bréfi. Flugmaður nokk
ur, sem kom í heimsókn í fall
'hlífarstökksklúbbinn, ráðlagði
henni að gangast undir læknisrann
sókn. Og nokkru seinna fékk hún
símskeyti frá Moskvuborg, þar sem
hún var boðuð til geimferðarstöðv
arinnar þar. Þegar þangað kom
hitti hún bæði menn og konur,
sem áttu að þjálfa til geimferðar.
Og þar á meðal var Andrian Nikol
ayev, sem síðar varð eiginmaður
hennar. í geimferðastöðinni gekkst
hún undir ýmiss konar prófraunir
sem margar voru bæði óþægileg
ar og erfiðar, en hún lét það ekki
uppi, ságði aðeins að sér hefði lið
ið vel, þó að hún hefði haft dynj
andi hjartslátt og ýmiss konar ó-
þægindi, bæði líkamlega og and
lega. Svo var það einn júnídag
árið 1963 að röðin kom að Valen
tinu að fara í geimfari út í geim
inn.
Hún fór fjörutíu og átta hringi
umhverfis jörðu, og minnisstæð
ast var henni þegar hún kom í
ja>ðsku#g£tmt Það varð fiemni
ógleymanlegt.
Geímfatinn Valentina Nikola-
yev talar um þessa reynslu sína
á mjög eðlilegan hátt, en auðséð
er, að starfið hefur verið og er
henni ánægju. En Elena litla Nik
olayev er svo lítil enn þá, að hún
héfur ekki hugmynd Um geimferð
ir, en þegar hún verður stór,
skyldi hún þá ekki vérða géim
fafi eifls og 'pabbi hennar og
mamma.
Geimfararnir Valentína og Andrian Nikolayer með’ dóttur sína.
DÆGURVÍSA
eftir Jakobínu Sigurðarcfóttur er tvímœfalaust
bezta skáldsagan sem út kemur á þessu ári.
Allir, sem lesið hafa DÆGURVÍSU, Fofa skáld-
konuna fyrir verk hennar. Eru hér nokkur
sýnishorn úr ummcelum gagnrýnendas
I
Dcegurvísa er þess konar skáfcfsaga, aS enginn má
fáta hana framh’iá sér fara, sá sem á annað borð
vill fylgjast með þróun íslenzkra bókmennta.
Erlendur Jónsson (MorgunblaSiS 5. cfes. 1965).
Þ&GURVISA
Svona getur engin manneskja skrifað nema hún
hafi til að bera skáldsýn og rithöfundarhcefileika.
stgr (Vtsir 22. náv. 1965),
HMl
. . hún hefur nú þegar sótt fram fyrir ffestar ís-
fenzkar skáldkonur — gott ef ekki altar.
Árni Bergmann /ÞióSviljinn 21. nóv. 1965),
Þirnm
. . . cetti að vera óhcett að kveða upp úr með það,
að ísfendfngar hafa eignast hfutgenga unga skáld-
konu sem nokkurs má vcenta ®f í framtíSinni.
A.K. (Tíminn f. cfes. 1965),
Fyrsta skáfdsaga Jakobínu SigurSardóttur er óvenju-
veí skrifuS saga . . . Svona er hcegt að skrifa ef
rrtaður kann tif þess.
Ó.J. (AlþýSubíaSiS I?. nóv. 1965),
Það er ánœgjulegt að korta skuFE skrífa beztu
skáldsögu ársins, — skáldverk sem allir lofa
sem Fesið hafa — og þar með hrinda ómild-
um og óverðskulduðum sFeggjúdómi um
„kerlingabcekur" og ritstörf kvenna.
SHUBGSJ&
Hatfabúð Reykjavíkur
Laugavegi 10
Loðhúfur nýkomnar í miklu úrvali.
Greiðslusloppar — Peysur, ínnlendar og út-
lendar. — Samkvæmistöskur, fallegar ódýr-
ar. — Skinnhanzkar, loðfóðraðir — Kven-
töskur — Blússur, svartar, hvítar, mislitar.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. des. 1965 $