Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 8
 •'l#: Mynd máluð á sólina Willa Catlier: HÚN ANTÓNÍA MÍN Friðrik Á. Friðriksson xslenzkaði Almenna bókafélagið, Reykjavík 1965. 330 bls. ÞAÐ má iesa í handbókum um Willu Cather að hún sé af þeirri kynslóð evrópu-skólaðra rithöf- unda sem komu næst á eftir Henry James í amerískum bókmennt- um; verk þessara höfunda beggja teljast nú orðið til klassískra amerískra bókmennta. Henry James gerðist landflóttamaður, lifði og starfaði lengstum í Ev- rópu; sögusvið hans er alþjóð- le'gt engilsaxneskt menningarum- hverfi. Willa Cather sneri á aðra leið, og kann hún þó að hafa verið gagnrýnin á samtíð sína í Ameríku ekki ' síður en Henry James. Þér landnemar nefnist ein fyrsta bók hennar sem nafnkunn var, O Pioneers. Sem helztu verk hennar, þar sem þessi bók, My Antonia, er einatt nefnd fyrst, eru lofsöngur kveðinn um upp- runa hennar og heimaslóðir í æsku, frumstætt frumbyggjalíf í miðvesturríkjum Baixdaríkjanna, hið harðgera fólk, sem þar óx upp. Willa Cather varð langlíf kona og iifði mikla sögu í Ame- ríku, fædd 1873, látin 1947. En hún ski-ifaði snjallast um þjóð í fæðingu og mótun, harðgerða landnemakynslóð sem brýtur nýtt land, getur börnin sem verða þjóð þess í framtíðinni; líf þessa fólks var hið mikla fordæmi sem hún vildi sýna lesendum sínum. Sambærilegt viðhorf við nálægri fortíð er ekki ótítt hér á landi, einkum þegar fjallað er um svo- nefnda aldamótakynslóð. En því miður mun vera leitun á is- lenzkum höfundi af yngri kyn- slóð sem miðli slíkri lifsýn af viðlíka list og Willa Cather gerir í þessari bók. Sá sem helzt kem- ur manni í hug til samanburðar er Gunnar Gunnarsson. My An- tonia er minningasaga eins og Fjallkirkja Gunnars og viðhorf beggja þessara höfunda við æsku sinni, uppruna sínum virðist mér benda til eðlisbundins skyldleika. Undir niðri þjóðlífslýsingu þeirra frá liðinni tíð vakir einatt gagn- rýnið viðhorf við samtíðinni. Hún Antónía mín, sem bókin nefnist í íslenzku þýðingunni, þó orðið „húp” virðist reyndar ó- þarft, er sem sagt minningasaga, sjálfsagt byggð að verulegu leyti á eigin æskureynslu höfundarins. Það má ráða af æviatriðum Willu Cather að hún hafi átt mjög hlið- stæðan lífsferil við Jim Burden, sögumanninn í sögunni af An- tóníu, fædd í Virginíu, alin upp í Nebraska unz skólaganga bein- ir henni heiman að frá æsku sinni. Um ævi Jim Burdéns.segir raunar fæst í þessari sögu, ber- um orðum, þó ráða megi af íýs- ingu hans að hann sé ekki mjög hamingjusamur maður frekar en gengur og gerist. En — „um Jim er það að segja að vonbrigði líf- daganna hafa ekki breytt hon- um,” segir í inngangsorðum sög- unnar. „Hið rómantíska upplag hans, sem oft gat komið fram í ærið hlálegum myndum, þegar hann var unglingur, hefir orðið snar þáttur í velgengni hans. Af öllu hjarta ann hann hinu mikla landi sem járnbrautir hans liggja og kvíslast um. Þekking hans á því og trú hans á það eiga veigamikinn þátt í þróun þess og framförum.” Þetta er linyttin sjálfslýsing höfundar: æðakerfi skáldskaparins kvíslast um allt „hið mikla land” eins óg járn- brautanet Burdens. Og hlutverk Burdens í sögunni er að miðla þekkingu, trú, ást höfundar- ins á þessu landi með lýsingu Antóníu, landnámskonunnar — „nálægasta, verulegasta andlit- inu, innst og dýpst í minni mínu, bak við öll skuggaandlit annarra kvenna.” Sú saga hefur á sér rökrétt raunsæisyfirbragð, svip trúverðugrar lífslýsingar; sýni- lega er hún grundvölluð í nán- um kunnleika á lífshögum og bar fær táknlegt gildi. Þetta gerist hvarvetna í sögunni af Antóníu; endurminningarformið er sprottið af eðlisnauðsyn sögunnar. í mynd og iminning bernskunnar birtist ímynd óforgengilegra lifs- verðmæta, lýst í nálægð, fullkom- lega raunsærri lýsingu, og í senn í yfirnáttúrlegri stærð, eins og mynd plógsins á sólinni í þessari lýsing sólarlags á slétt- áttu landnemanna í Nebraska á seinni hluta síðustu aldar, og á landshögum þar; náttúrulýsing sögunnar, hins ónumda lands og smábæjanna á sléttunni, er veiga- mikill þáttur hennar og miðlar fremur en söguatvikin sjálf tregablöndnum undirtón hennar. Bernskuárin hillir uppi í endur- minningunni, landið sjálft og fólkið sem þar lifði; lýsing þess, raunsæileg í öllum smáatriðum, „Nú bar nokkuð einkennilegt fyrir sjónir. Hvergi sá skýhnoðra og sólin var að ganga undir í tærum gullþvegnum himni. Um leið og rönd hins rauða skjaldar snart upplendið yzt við sjón- baug kom skyndilega í ljós svört mynd á sólfletinum. Við sprutt- um á fætur og einblíndum á þetta. Okkur varð strax ljóst hvað það var. Á einhverju býlinu þar efra hafði verið skilið við uppréttan plóg úti á akri. Sólin_ var að setjast beint á bak við hann. Hann nam skýrt af við sól- ina og láréttir geislarnir stækk- uðu hann á grunni fjarlægðarinn- ar; útrönd sólkringlunnar um- lukti hann nákvæmlega, — sköft- in, tunguna, skerann, allt kol- Bernskumyndir Hulda: ÚR MINNINGABLÖÐUM Helgafell, Reykjavík 1965. 128 bls. ÚR MINNÍNGABLÖÐUM ÞAÐ hefur verið hljótt um skáld- skap Huldu í seinni tíð. Nafn- kunnasta verki hennar frá seinni árum, lýðveldiskvæðinu 1944, fylgir sú rótarlega þjóðsaga eins og skuggi að frami þess hafi eig- inlega verið að þakka tómum mis- skilningi. En æskuljóðum Huldu var á sínum tíma tekið með fögn- uði, —- „yngsta gróðri vors nýj- asta skóla.” Og víst kann að fara svo að hið bezta úr verki hennar verði síðar meir í meiri met- um haft en hefur verið xiú um sinn. Hulda óx upp á nafntogaðri gullöld þingeyskrar bændámenn- ingar, í sjálfum hjartastað henn- ar, dóttir Benedikts á Auðnum; þar tók skáldgáfa hennar mót- un, í minningáblöðum hennar er ofurlítil lýsing á ,fjórum höfðingj- um Þingeyinga í æsku henniar, Jóni í Múlá, Jakob Hálfdánarsyni, Pétri á Gautlöndum og Benedikt á Auðnum, jafn-yfirlætisláus og hún er hlýleg; barnsaugu Huldu nema furðu hugstæða mynd þeirra Péturs og Benedikts að störfum á Auðnúm sem hún sofn- ar frá að kvöldi og vaknar til að morgni. Og hálf skringilegt er að hcyra af því að húsbún- aður og híbýlaprýði á Auðnum, heimanmundur- konunnar, skuli svart á hinum rauðbráðna bak- grunni. Þarna stóð hann mikjll vexti -og kempulegur, — mynd, máluð á sólina. Við vorum varla. byrjuð að hvískra um þetta, þegar sýnin var horfin. Sólkúlan seig og hneig unz síðust rönd var byrgð. Dimmt var orðið á láglendinu fyrir fram- an okkur, himinninn fölskvaðist, og þessi vanhirti plógur var aftur horfinn í sína eigin smæð ein- hvers staðar langt úti á slétt- unni.” Hún Antónía mín er hugnæm saga, nokkuð seinlesin til að byrja með en tekur lesanda sinn föstum tökum þegar á líður. ís- lenzkum lesendum sem fyrir sitt leyti deila lífsýn með höfundin- um verður hún eflaust kær lestur; og engu spillir þá að hér er lýst þætti í amerískri lífsbaráttu þar sem íslenzkir innflytjendur komu einnig við sögu. Tvímælalaust er fengur að sögunni á íslenzku. Þvi miður þekki ég hana ekki á frummálinu og get því ekki um það dæmt hversu trúlega þýðing Friðriks Á. Friðrikssonar miðli stílblæ höfundarins. En hún virð- ist unnin af ærinni nákvæmni, minnsta kosti er þörf á heilum 85 orð- og textaskýringum að bók- arlokum. Og þýðingin er á mergj-. uðu máli, þó orðfæri sé með köfl- um æði rekið og sérlegt, og al- veg laus við þann vönunarsvip sem alltof oft auðkennir íslenzkar þýðingar. Um hitt má kannski spyrja hvort ekki fyrirfinnist í amerískum bókmenntum, nýjum og gömlum, skáldverk sem brýnna væri að koma á íslenzku en einmitt þessari sögu. Hvað um það: allténd er svo góð saga góðra gjalda vex-ð í þýðinga- múgnum. Nokkrar myndir eru í bókinni sem væru snotur myndskreyting barnasögu, en óþarfi er það og fer ekki vel að hafa auða síðu að baki hverrar myndar. Mynd- írnar eru merktar W. T. Benda, líklega ættaðar úr amerískum út- gáfum sögunnar, en ekki er þeirra að neinu getið á titilsíðum bók- aiinnar né í skýringum. Að öðru leyti virðist frágangur sæmíleg- ur. — Ó.J. Barnabækur frá ísafold kominn frá faktorshjónum -úr Húsavík, — en ’ven'zl og ættar- tengsí hafa löngum haldizt utan við flpkkaríg ogjd,eilur á íslandi. Annars fjallá i berijiskuminning- ár Húldu ekki úlri níenn og mál- efni f Þingeyjarsýslu . í uppvexti hennar. Hér er einungis brugðið upp nokkrum supdurlausum hversdagsmyndum úr bernskurini, mynd ofurviðkvæmrar telpu, dulrar og draumlyndrar, sem heillast af náttúrufegurð,. veílúr- blíðu, kvöldkyrrð, fagnar lífiriu’ og æsku sinni í mynd vórnálár í haganum, gimbrar á .fjalli ótt- ast dauðarin í Iík&ng stór- hríðar.. á velri. Hún . þyrjar að yrkja .vísurnar sínar yið Jögin sem . faðir hennar leikur á flautu í rökkrinu. í þessum frásögnum er ekkert sögulegt né sérlega mark- vert, flestallt hafa önnur sveita- börn orðað á sama eða svipaðan veg -— en samanlagðar bera þær með sér sambærilegan þokka og þulur og smáljóð Huldu skáld- konu. Þessir þættir munu drög úr eftirlátnum minningablöðum serii aldrei varð lokið. Ef til vill er það lánið þeirra að þeir voru aldrei felldir i fastari snið. . Helgafell gefur bókina snotur- lega en yfirlætislaust út eins og hæfir éfni hennar. En þarflegt hefði yerið að nánari greinargerð fylgdi um þættina en þeir bera sjáWir. með sfcr, útgáfu þeH-ta. , og. jjó.hy.;;: önnuft eftárHttn . verk Huldu, —. Ó.J. ~í ■ x c::. Meðal barnabóka sem ísafoldar prentsmiðja gefur út í ár eru Dísa og ævintýrin, Viltu segja mér? og Þrír pörupiltar. Bækur þessar eru allar eftir íslenzka höfunda. Dísa og ævintýrin er eftir Kára Tryggvason. Hann hefur skrifað f jölda barnabóka og eru Disubæk urnar meðal vinsælustu bóka hans Dísa og ævintýrin er 94 bls. að stærð. Myndir í bókinni eru eftir Björn Björnsson. í bókinni Viltu segja mér? eru barnasögur eftir Halldór ' Péturs son. Bókin er 70 bls. að stærð og eru í henni margar teiknipgar eftir Halldór Pétursson, listmál ara. Þrír pörupiltar nefnist riý harna bók eftir Ingibjörgu JónsdólbuK, 1 henni segir frá ævintýrnm þriggja þílta, sem eiga - heima I Reykjavík. Bókiria prýða únargar teikniHgár- éftir,Halldór‘P,étursson. 8 11.. des. 1965 r ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.