Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.12.1965, Blaðsíða 11
iRitsfjóri Örn p rhagur íþrótta- sióðs er erfiður Fjárhagur Iþróttasjóðs hefur á- vallt verið erfiður og munum við nú skýra nánar frá starfsemi íþróttanefndar samkvæmt upplýs- ingum íþróttafuUtrúa ríkisins, Þor- steins Einarssonar. Vangreidd áætluð þátttaka íþróttasjóðs nam í ár 26,4 millj. kr. en fjárveiting Alþingis til sjóðsins í ár eru 3,4 millj. kr. Sjóðurinn hefur eigi veitt styrki til íþrótta- húsa sem byggð hafa verið við skóla og sama er að segja um sundlaugar skóla. Hið athyglisverðasta við upp- talningu íþróttamannvirkjanna er fjöldi sundlauga, sem sjóðurinn hefur veitt styrki til. Þessi mann- virki hafa engu síður varðað skól- ana en almenning og áhugafélög um sund, því að í þeim öllum hef- ur farið fram sundkennsla skól- anna. Mætti engu síður telja þær skólamannvirki en þá 40 leikfim- issali við skóla, sem á þessu tíma- bili hafa verið reistir með 50% og 75% styrkgreiðslu úr ríkissjóði. Rétt mun að taka það fram, að flest umræddra íþróttamannvirkja eru algerlega á vegum bæjar- og sveitarfélaga eða þau eiga hlut- deiid að þeim. Þótt sundlaugum, íþróttahúsum, gras- og malarvöllum, skíðaskál- um og golfvöllum hafi fjölgað s.l. 25 ár, þá vantar mikið á, að íþrótta i aðstaða þjóðarinnar í heild sé I góð. Á það skal bent, að mörg ! íþróttamannvirki eru hálfgerð Meistaramót Reykjavíkur í handknattleik fresíað REYKJAVÍKURMÓTIÐ í hand- knattleik heldur áfram laugardag- inn 11. des. kl. 8.15 en síðasta leik kvöldið, sem átti að vera sunnu- daginn 12. des, verður frestað til föstudagsins 17. des. vegna lands- leiksins við Rú sa. Leikir þeir sem fram fara á laugardagskvöldið eru sem hér segir: M. fl. kvenna KR — Fram Ármann — Valur 1. fl. kvenna Valur — Fram 3. fl. karla Víkingur — Fram 1. fl. karla Víkingur — Þróttur í m. fl. kvenna nægir Val jafn- tefli til sigurs gegn Ármanni. í 1. fl. kvenna tilkynntu aðeins 2 félög þátttöku og leika því Val- ur og Fram til úrslita. í 3. fl. karla nægir Víking jafn- tefli til sigurs gegn Fram. í 1, fl. karla leika til úrslita Víkingur og Þróttur en þessi fé- lög urðu sigurvegarar í A og B riðli. Eins og sjá má er þarna um 4 úrslitaleiki að ræða. vegna fjárskorts og koma því eigi að fullum notum. Sundlaugar eru orðnar 74. í 8 kaupstöðum telst sundaðstaðan góð, en í 4 er aðstaðan ófullkom- in og einn kaupstað vantar sund- aðstöðu. Fyrir 5 árum var svo komið, að sundlaugar voru til í öllum sýslum landsins. í sveitum og kauptúnum landsins (212 hreppsfélög) eru 58 sundlaugar. í mörgum kauptúnum er unnið að því að reysa sundlaugar. íþróttasalir eru 55 talsins. Að undanteknum 4 sölum eru þetta litlir íþróttasalir við skóla. Með vaxandi íþróttaiðkunum al- mennings innan íþrótta, og ung- mennafélaga eða utan þeirra verð- ur þörfin á stórum íþróttasölum brýnni. Til þessa hafa innanhúss- iðkanir farið fram í sölum skóla, en nú er þróunin að verða sú, að annaðhvort reysa bæjarfélög stór íþróttahús, þar sem stórum sal (18x33 eða 22x44) er skipt með „færanlegum” vegg í 2, 3 og jafn- vel 4 sali til afnota fyrir skóla- nemendur við iðkun venjulegrar skólaleikfimi, en almenningur, t.d. stofnanir og íþróttafélög, geta notað allan gólfflötinn til stórra knattleikja, sem nú tíðkast mjög og þá til keppni. Slík salarkvnni gagna því skólum, íþróttafélög- um og almenningi. Eitt hús leysir þar með af hólmi 2 og jafnvel 4 venjuleg leikfimihús skóla. í Njarðvíkurhreppi, Hafnarfirði Dalvík og Neskaupstað er hafin smíði stórra liúsa. Á 9 öðrum stöð- um er hafinn undirbúningur að smíði slíkra húsa. Eitt íþróttahús af umræddri gerð var tekið í notk- un í sl. mánuði í Reykjavík. Undanfarin ár hefur verið unn- ið kappsamlega að gerð íþrótta- valla. Þar sem malarvellir hafa i Framhald á 15. síðú. í fyrrakv.ld. Ilér reynir hainn að brjótast í gegn um vörn Tékk- anna. Mynd: J.V. i * RÚSSARNIR KOMA í DAG íþróttanefud ríkisins að störfum. Talið frá vinstri: Gunnlaugur J. Briem, ritari, Daníel Ágústínusson, gjaldkeri, Guðjón Einarsson, formaður, Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi. (Mynd: ljósm. Þóris), Rússneska landsliðið i handktuittleik er væntan legt til Reykfavíkur i kvöld, en fyrri leikur Sovétríkj- anna og íslands fer fram í íþróttahöllinni á morgun og hefst klukkan 17. SÆNSKUR „NJÓSN- ARI” í HÖFN Fréttamaður sænska i- þróttablaðsins, „Alex“ horfði á landsleik Rússa og Dana í handknattleik i Kaupmanna höfn. Hann skrifaði um leik- inn i blaði sínu á miðviku- dag. Sá leikur var mun bet- ur leikinn af Riissa liálfu en leikurinn í Árósum. „Alex" er ekki mjög hrif- inn af Rússunum og fyrir- fram taldi hann Svía sigur- vspnlegri, þó að svo færi, að þeir töpuðu öðrum leiknum. Hinn sænslci blaðamaður var sérstaklega hrifinn af þrem leikmönnum Rússa, Zervadse er mjög hug- myndaríkur í sóknarlelkn- um og „Alex” hefur aðeins ■ séð einn leikmann sem jafn- ast á við Riíssann í þeim efnum, þ. e. Moser, Rúmen- íu. Elcki er Zervadse lakari' sem skytta, bæði af stuttu færi og löngu. Samkvæmt upplýsingum HSI kemur Zermdse ekki hingað, þó er aldrei að vita. Línuspil Selenovs er frá- bært, segir ,,Alex”. Stað- setningar og hreyfingar svo og skotin mjög hættuleg. Blaðamaðurinn vorkennir hinum heimsfræga Lindblom í marki Svía, ef Selenov: og Zervadse verða „í stuði”. Hinn sterki en stirði Kli-: mov er mjög hættuleg lang- skytta. Skot hans eru eins hörö og Tony Johannsons' með meiri umsvifum. ,Alex’ segir. að Klimov skjóti grun- samlega oft í efra hornið hægra megin þess skal get- ið að Klimov skoraði átta mörk í síðari leiknum við Svía. Loks hrósar Svíinn þeim Lebedev og Usenko. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. des. 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.